Körfuboltakvöld um sóknarleik Hamars: „Gefið boltann bara á hann“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2024 23:31 Ragnar Nathanaelsson á að fá boltann oftar að mati Körfuboltakvölds. Vísir/Vilhelm Körfuboltakvöld ræddi aðeins sóknarleik Hamars í eins stigs tapinu gegn Haukum í síðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Þar skildu menn einfaldlega ekki af hverju Hamar nýtti ekki styrkleika Ragnars Ágústs Nathanaelssonar, betur þekktur sem Raggi Nat, betur. „Sem betur fer var þessi leikur spennandi því þetta var skelfilegur körfuboltaleikur, alveg bara hryllilegur. Það voru ekki mikil gæði í þessum leik. Hamarsmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki unnið þennan leik, Haukarnir voru að biðja þá um að klára þetta,“ sagði Helgi Magnússon um leikinn sem Haukar unnu með einu stigi. Hamar er því enn án sigurs á leiktíðinni. „Það kom leikkafli þar sem þeir náðu varla upp skoti. Það var ákvörðun eftir ákvörðun eftir ákvörðun hjá Hamarsmönnum sem var bara röng,“ sagði Teitur Örlygsson áður en hann spurði hvað Ragnar hefði tekið mörg skot í leiknum. Ragnar skoraði alls 13 stig í leiknum. Hann hitti úr fjórum af fimm skotum sínum úr teignum og nýtti fimm af sex vítaskotum sínum. Einnig tók hann 14 fráköst. „Útlendingarnir taka samtals 50 skot, Franck Kamgain tekur 30 skot,“ benti Teitur á en Kamgain var stigahæstur í liði Hamars með 33 stig. Nýting hans var hins vegar langt frá því að vera jafn góð og Ragnars. Klippa: Körfuboltakvöld um sóknarleik Hamars: Gefið boltann bara á hann „Ofan á það er Raggi galopinn, ítrekað,“ bætti Helgi við áður en Teitur fékk orðið að nýju. Hann benti á að styrkleikar Ragnars hefðu ekki verið nýttir og menn ættu að sjá að hann væri opinn inn á teig. „Þetta er ekkert lítill búningur sem er að rúlla yfir teiginn, þú átt bara að sjá þetta.“ Þá gagnrýndi hann það hvar Ragnar væri að fá boltann á vellinum. „Þar sem hann þarf að drippla boltanum sex sinnum inn á teig, það er ekkert hans bolti. Honum líður illa þar, þetta er ekki hans styrkleiki. Þegar þeir tóku svo þessi háu screen on top of the key, það var eina sóknin sem þeir áttu að spila.“ „Raggi með hátt flatt screen og dýfa sér á hringinn, svo sjáum við hvað gerist. Tökum ákvarðanir út frá því,“ skaut Helgi inn í áður en Teitur átti lokaorðið. „Gefið boltann líka bara á hann, voru að gefa gólfsendingar í lappirnar á honum. Lyftið honum á hann, þá er brotið á Ragga og hann er frábær vítaskytta.“ Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld Hamar Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira
„Sem betur fer var þessi leikur spennandi því þetta var skelfilegur körfuboltaleikur, alveg bara hryllilegur. Það voru ekki mikil gæði í þessum leik. Hamarsmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki unnið þennan leik, Haukarnir voru að biðja þá um að klára þetta,“ sagði Helgi Magnússon um leikinn sem Haukar unnu með einu stigi. Hamar er því enn án sigurs á leiktíðinni. „Það kom leikkafli þar sem þeir náðu varla upp skoti. Það var ákvörðun eftir ákvörðun eftir ákvörðun hjá Hamarsmönnum sem var bara röng,“ sagði Teitur Örlygsson áður en hann spurði hvað Ragnar hefði tekið mörg skot í leiknum. Ragnar skoraði alls 13 stig í leiknum. Hann hitti úr fjórum af fimm skotum sínum úr teignum og nýtti fimm af sex vítaskotum sínum. Einnig tók hann 14 fráköst. „Útlendingarnir taka samtals 50 skot, Franck Kamgain tekur 30 skot,“ benti Teitur á en Kamgain var stigahæstur í liði Hamars með 33 stig. Nýting hans var hins vegar langt frá því að vera jafn góð og Ragnars. Klippa: Körfuboltakvöld um sóknarleik Hamars: Gefið boltann bara á hann „Ofan á það er Raggi galopinn, ítrekað,“ bætti Helgi við áður en Teitur fékk orðið að nýju. Hann benti á að styrkleikar Ragnars hefðu ekki verið nýttir og menn ættu að sjá að hann væri opinn inn á teig. „Þetta er ekkert lítill búningur sem er að rúlla yfir teiginn, þú átt bara að sjá þetta.“ Þá gagnrýndi hann það hvar Ragnar væri að fá boltann á vellinum. „Þar sem hann þarf að drippla boltanum sex sinnum inn á teig, það er ekkert hans bolti. Honum líður illa þar, þetta er ekki hans styrkleiki. Þegar þeir tóku svo þessi háu screen on top of the key, það var eina sóknin sem þeir áttu að spila.“ „Raggi með hátt flatt screen og dýfa sér á hringinn, svo sjáum við hvað gerist. Tökum ákvarðanir út frá því,“ skaut Helgi inn í áður en Teitur átti lokaorðið. „Gefið boltann líka bara á hann, voru að gefa gólfsendingar í lappirnar á honum. Lyftið honum á hann, þá er brotið á Ragga og hann er frábær vítaskytta.“
Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld Hamar Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira