Körfuboltakvöld um sóknarleik Hamars: „Gefið boltann bara á hann“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2024 23:31 Ragnar Nathanaelsson á að fá boltann oftar að mati Körfuboltakvölds. Vísir/Vilhelm Körfuboltakvöld ræddi aðeins sóknarleik Hamars í eins stigs tapinu gegn Haukum í síðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Þar skildu menn einfaldlega ekki af hverju Hamar nýtti ekki styrkleika Ragnars Ágústs Nathanaelssonar, betur þekktur sem Raggi Nat, betur. „Sem betur fer var þessi leikur spennandi því þetta var skelfilegur körfuboltaleikur, alveg bara hryllilegur. Það voru ekki mikil gæði í þessum leik. Hamarsmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki unnið þennan leik, Haukarnir voru að biðja þá um að klára þetta,“ sagði Helgi Magnússon um leikinn sem Haukar unnu með einu stigi. Hamar er því enn án sigurs á leiktíðinni. „Það kom leikkafli þar sem þeir náðu varla upp skoti. Það var ákvörðun eftir ákvörðun eftir ákvörðun hjá Hamarsmönnum sem var bara röng,“ sagði Teitur Örlygsson áður en hann spurði hvað Ragnar hefði tekið mörg skot í leiknum. Ragnar skoraði alls 13 stig í leiknum. Hann hitti úr fjórum af fimm skotum sínum úr teignum og nýtti fimm af sex vítaskotum sínum. Einnig tók hann 14 fráköst. „Útlendingarnir taka samtals 50 skot, Franck Kamgain tekur 30 skot,“ benti Teitur á en Kamgain var stigahæstur í liði Hamars með 33 stig. Nýting hans var hins vegar langt frá því að vera jafn góð og Ragnars. Klippa: Körfuboltakvöld um sóknarleik Hamars: Gefið boltann bara á hann „Ofan á það er Raggi galopinn, ítrekað,“ bætti Helgi við áður en Teitur fékk orðið að nýju. Hann benti á að styrkleikar Ragnars hefðu ekki verið nýttir og menn ættu að sjá að hann væri opinn inn á teig. „Þetta er ekkert lítill búningur sem er að rúlla yfir teiginn, þú átt bara að sjá þetta.“ Þá gagnrýndi hann það hvar Ragnar væri að fá boltann á vellinum. „Þar sem hann þarf að drippla boltanum sex sinnum inn á teig, það er ekkert hans bolti. Honum líður illa þar, þetta er ekki hans styrkleiki. Þegar þeir tóku svo þessi háu screen on top of the key, það var eina sóknin sem þeir áttu að spila.“ „Raggi með hátt flatt screen og dýfa sér á hringinn, svo sjáum við hvað gerist. Tökum ákvarðanir út frá því,“ skaut Helgi inn í áður en Teitur átti lokaorðið. „Gefið boltann líka bara á hann, voru að gefa gólfsendingar í lappirnar á honum. Lyftið honum á hann, þá er brotið á Ragga og hann er frábær vítaskytta.“ Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld Hamar Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
„Sem betur fer var þessi leikur spennandi því þetta var skelfilegur körfuboltaleikur, alveg bara hryllilegur. Það voru ekki mikil gæði í þessum leik. Hamarsmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki unnið þennan leik, Haukarnir voru að biðja þá um að klára þetta,“ sagði Helgi Magnússon um leikinn sem Haukar unnu með einu stigi. Hamar er því enn án sigurs á leiktíðinni. „Það kom leikkafli þar sem þeir náðu varla upp skoti. Það var ákvörðun eftir ákvörðun eftir ákvörðun hjá Hamarsmönnum sem var bara röng,“ sagði Teitur Örlygsson áður en hann spurði hvað Ragnar hefði tekið mörg skot í leiknum. Ragnar skoraði alls 13 stig í leiknum. Hann hitti úr fjórum af fimm skotum sínum úr teignum og nýtti fimm af sex vítaskotum sínum. Einnig tók hann 14 fráköst. „Útlendingarnir taka samtals 50 skot, Franck Kamgain tekur 30 skot,“ benti Teitur á en Kamgain var stigahæstur í liði Hamars með 33 stig. Nýting hans var hins vegar langt frá því að vera jafn góð og Ragnars. Klippa: Körfuboltakvöld um sóknarleik Hamars: Gefið boltann bara á hann „Ofan á það er Raggi galopinn, ítrekað,“ bætti Helgi við áður en Teitur fékk orðið að nýju. Hann benti á að styrkleikar Ragnars hefðu ekki verið nýttir og menn ættu að sjá að hann væri opinn inn á teig. „Þetta er ekkert lítill búningur sem er að rúlla yfir teiginn, þú átt bara að sjá þetta.“ Þá gagnrýndi hann það hvar Ragnar væri að fá boltann á vellinum. „Þar sem hann þarf að drippla boltanum sex sinnum inn á teig, það er ekkert hans bolti. Honum líður illa þar, þetta er ekki hans styrkleiki. Þegar þeir tóku svo þessi háu screen on top of the key, það var eina sóknin sem þeir áttu að spila.“ „Raggi með hátt flatt screen og dýfa sér á hringinn, svo sjáum við hvað gerist. Tökum ákvarðanir út frá því,“ skaut Helgi inn í áður en Teitur átti lokaorðið. „Gefið boltann líka bara á hann, voru að gefa gólfsendingar í lappirnar á honum. Lyftið honum á hann, þá er brotið á Ragga og hann er frábær vítaskytta.“
Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld Hamar Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira