Olíuflutningaskip í ljósum logum eftir loftárás Húta Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. janúar 2024 10:31 Stuðningsmenn Húta á samstöðufundi með Palestínumönnum á Gasa í Sanaa. AP Breskt olíuflutningaskip stendur í ljósum logum í Adenflóa eftir að Hútar skutu eldflaug að því í gærkvöldi. Árásin er samkvæmt Hútum viðbragð við auknum árásum Breta og Bandaríkjamanna á Jemen síðastliðnar vikur. Talsmaður Hútí-fylkingarinnar hefur lýst yfir ábyrgð á loftárásinni, sem var gerð á olíuflutningaskipið Marlin Luanda. Skipið hefur siglt undir fána Marshall-eyja og er í eigu alþjóðlega fyrirtækisins Trafigura. BBC hefur eftir skipstjóra skipsins að eldflaug Húta hafi hæft einn af flutningstönkum skipsins með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í honum. Slökkvistarf sé nú í gangi. Ekki er vitað til þess að meiðsl hafi orðið á fólki í umræddri árás, samkvæmt yfirlýsingu frá Miðstjórn Bandaríkjanna. Árásin er sögð hafa verið gerð sextíu sjómílum suðaustur af hafnarborginni Aden í Jemen.AP Árásin er ein af fjölmörgum sem Hútar hafa gert á flutningaskip sem sigla um Rauðahafið eftir að stríð hófst á Gasa. Hútar gáfu út í desember að skotið yrði á öll flutningaskip sem sigldu til Ísrael án þess að koma við á Gasa með neyðarbirgðir. Breska ríkisstjórnin hefur sagt að árásir Húta á séu algjörlega óviðunandi og að Bretar og Bandaríkjamenn áskilji sér rétt til að bregðast við á viðeigandi hátt. Hersveitir Breta og Bandaríkjamanna hafa svarað árásunum með enn fleiri og umfangsmeiri árásum. Talsmaður Húta sagði í yfirlýsingu að árásin væri viðbragð við loftárásum sem Bandaríkjamenn og Bretar hafa gert á Jemen síðustu vikur. Jemen Bretland Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Réðust aftur gegn Hútum í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar skutu aftur á skotmörk í Jemen sem þeir telja tengjast Hútum. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon í gær kom fram að skotið hefði verið á átta skotmörk. 23. janúar 2024 06:23 Engan bilbug á Hútum að finna þrátt fyrir árásir Bandaríkjanna Bandaríski herinn hélt árásum sínum á Húta í Jemen áfram í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir árásirnar, sem nú eru orðnar fimm á einni viku, ekki hafa borið tilætlaðan árangur. 19. janúar 2024 08:03 Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. 18. janúar 2024 09:51 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Talsmaður Hútí-fylkingarinnar hefur lýst yfir ábyrgð á loftárásinni, sem var gerð á olíuflutningaskipið Marlin Luanda. Skipið hefur siglt undir fána Marshall-eyja og er í eigu alþjóðlega fyrirtækisins Trafigura. BBC hefur eftir skipstjóra skipsins að eldflaug Húta hafi hæft einn af flutningstönkum skipsins með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í honum. Slökkvistarf sé nú í gangi. Ekki er vitað til þess að meiðsl hafi orðið á fólki í umræddri árás, samkvæmt yfirlýsingu frá Miðstjórn Bandaríkjanna. Árásin er sögð hafa verið gerð sextíu sjómílum suðaustur af hafnarborginni Aden í Jemen.AP Árásin er ein af fjölmörgum sem Hútar hafa gert á flutningaskip sem sigla um Rauðahafið eftir að stríð hófst á Gasa. Hútar gáfu út í desember að skotið yrði á öll flutningaskip sem sigldu til Ísrael án þess að koma við á Gasa með neyðarbirgðir. Breska ríkisstjórnin hefur sagt að árásir Húta á séu algjörlega óviðunandi og að Bretar og Bandaríkjamenn áskilji sér rétt til að bregðast við á viðeigandi hátt. Hersveitir Breta og Bandaríkjamanna hafa svarað árásunum með enn fleiri og umfangsmeiri árásum. Talsmaður Húta sagði í yfirlýsingu að árásin væri viðbragð við loftárásum sem Bandaríkjamenn og Bretar hafa gert á Jemen síðustu vikur.
Jemen Bretland Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Réðust aftur gegn Hútum í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar skutu aftur á skotmörk í Jemen sem þeir telja tengjast Hútum. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon í gær kom fram að skotið hefði verið á átta skotmörk. 23. janúar 2024 06:23 Engan bilbug á Hútum að finna þrátt fyrir árásir Bandaríkjanna Bandaríski herinn hélt árásum sínum á Húta í Jemen áfram í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir árásirnar, sem nú eru orðnar fimm á einni viku, ekki hafa borið tilætlaðan árangur. 19. janúar 2024 08:03 Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. 18. janúar 2024 09:51 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Réðust aftur gegn Hútum í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar skutu aftur á skotmörk í Jemen sem þeir telja tengjast Hútum. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon í gær kom fram að skotið hefði verið á átta skotmörk. 23. janúar 2024 06:23
Engan bilbug á Hútum að finna þrátt fyrir árásir Bandaríkjanna Bandaríski herinn hélt árásum sínum á Húta í Jemen áfram í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir árásirnar, sem nú eru orðnar fimm á einni viku, ekki hafa borið tilætlaðan árangur. 19. janúar 2024 08:03
Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. 18. janúar 2024 09:51