Segja að mark Prandi hafi aldrei átt að standa: „Algjör skandall“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. janúar 2024 09:02 Elohim Prandi skoraði ótrúlegt mark sem kom Frökkum í framlengingu. Þó eru ekki allir sammála um að markið hafi átt að standa. Lars Baron/Getty Images Sænskir handboltaunnendur eru í sárum eftir að Svíar misstu af sæti í úrslitum Evrópumótsins er liðið mátti þola fjögurra marka tap gegn Frökkum í framlengdum leik í gær, 34-30. Svíar höfðu gert virkilega vel í síðari hálfleik og snúið taflinu sér í hag eftir að hafa verið sex mörkum undir í hálfleik. Sænska liðið virtist vera að tryggja sér tveggja marka sigur á lokasekúndum leiksins, en Jim Gottfridsson fékk dæmt á sig skref þegar um tíu sekúndur voru eftir af leiknum og Frakkar fengu því séns til að jafna. Þann séns nýtti franska liðið vel og Elohim Prandi reyndist hetja liðsins er hann kom Frökkum í framlengingu með ótrúlegu marki, beint úr aukakasti þegar venjulegum leiktíma var lokið. Franska liðið var svo sterkari aðilinn í framlengingunni og tryggði sér sæti í úrslitum með fjögurra marka sigri, 34-30. Eins og gefur að skilja voru Svíar í sárum eftir tapið og ekki eru allir sannfærðir um það að mark Prandi hafi verið löglegt. Prandi virðist í það minnsta lyfta fætinum sem hann stóð í þegar hann tók aukakastið og ætti sú hreyfing að ógilda markið. Sænska handknattleikssambandið hefur til að mynda sent inn formlega kvörtun til evrópska handknattleikssambandsins, EHF, vegna marksins. EHF confirms to @TV2SPORTdk that the Swedish Handball Federation has files a protest against the last goal of France.#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 26, 2024 Sænskir, danskir og norskir sérfræðingar eru í það minnsta handvissir um að markið hafi verið ólöglegt og Svíar þar með rændir sæti í úrslitum. Sænski miðillinn Aftonbladet tók saman nokkur ummæli sérfræðinga um markið. „Þið eruð að bulla í mér. Það er búið að taka upp myndbandsdómgæslu í þessari íþrótt. Hvernig er ekki hægt að nota hana þegar það er verið að ákveða hverjir fara í úrslit? Það er mér algjörlega óskiljanlegt,“ sagði Johanna Ahlm um markið og hinn norski Ole Everik hjá NRK tók í sama streng. „Það er algjörlega ótrúlegt að dómararnir skoði þetta ekki einu sinni,“ sagði Everik. Michael Apelgren, aðstoðarþjálfari sænska liðsins, og danski sérfræðingurinn Claus Møller Jakobsen hjá TV2 tóku dýpra í árina og sögðu það hreint út sagt skandal að markið hafi fengið að standa. „Þetta er virkilega ósanngjarnt. Okkur blöskrar þessi ákvörðun,“ sagði Apelgren. „Það er verið að spila um sæti í úrslitum Evrópumótsins og þarna eru tveir af bestu dómurum heims, en þeim finnst greinilega engin þörf á að kíkja í skjáinn til að ganga úr skugga um að þeir séu að taka rétta ákvörðun. Að mínu mati er þetta algjör skandall og ég er reiður fyrir hönd Svía,“ sagði Jakobsen. 🤯🤯#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/QrNo1kiCAi— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024 EM 2024 í handbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fleiri fréttir Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Sjá meira
Svíar höfðu gert virkilega vel í síðari hálfleik og snúið taflinu sér í hag eftir að hafa verið sex mörkum undir í hálfleik. Sænska liðið virtist vera að tryggja sér tveggja marka sigur á lokasekúndum leiksins, en Jim Gottfridsson fékk dæmt á sig skref þegar um tíu sekúndur voru eftir af leiknum og Frakkar fengu því séns til að jafna. Þann séns nýtti franska liðið vel og Elohim Prandi reyndist hetja liðsins er hann kom Frökkum í framlengingu með ótrúlegu marki, beint úr aukakasti þegar venjulegum leiktíma var lokið. Franska liðið var svo sterkari aðilinn í framlengingunni og tryggði sér sæti í úrslitum með fjögurra marka sigri, 34-30. Eins og gefur að skilja voru Svíar í sárum eftir tapið og ekki eru allir sannfærðir um það að mark Prandi hafi verið löglegt. Prandi virðist í það minnsta lyfta fætinum sem hann stóð í þegar hann tók aukakastið og ætti sú hreyfing að ógilda markið. Sænska handknattleikssambandið hefur til að mynda sent inn formlega kvörtun til evrópska handknattleikssambandsins, EHF, vegna marksins. EHF confirms to @TV2SPORTdk that the Swedish Handball Federation has files a protest against the last goal of France.#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 26, 2024 Sænskir, danskir og norskir sérfræðingar eru í það minnsta handvissir um að markið hafi verið ólöglegt og Svíar þar með rændir sæti í úrslitum. Sænski miðillinn Aftonbladet tók saman nokkur ummæli sérfræðinga um markið. „Þið eruð að bulla í mér. Það er búið að taka upp myndbandsdómgæslu í þessari íþrótt. Hvernig er ekki hægt að nota hana þegar það er verið að ákveða hverjir fara í úrslit? Það er mér algjörlega óskiljanlegt,“ sagði Johanna Ahlm um markið og hinn norski Ole Everik hjá NRK tók í sama streng. „Það er algjörlega ótrúlegt að dómararnir skoði þetta ekki einu sinni,“ sagði Everik. Michael Apelgren, aðstoðarþjálfari sænska liðsins, og danski sérfræðingurinn Claus Møller Jakobsen hjá TV2 tóku dýpra í árina og sögðu það hreint út sagt skandal að markið hafi fengið að standa. „Þetta er virkilega ósanngjarnt. Okkur blöskrar þessi ákvörðun,“ sagði Apelgren. „Það er verið að spila um sæti í úrslitum Evrópumótsins og þarna eru tveir af bestu dómurum heims, en þeim finnst greinilega engin þörf á að kíkja í skjáinn til að ganga úr skugga um að þeir séu að taka rétta ákvörðun. Að mínu mati er þetta algjör skandall og ég er reiður fyrir hönd Svía,“ sagði Jakobsen. 🤯🤯#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/QrNo1kiCAi— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024
EM 2024 í handbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fleiri fréttir Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik