Franska liðið hafði góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og leiddi með sex mörkum þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, 17-11.
Svíar gáfust þó ekki upp og jöfnuðu metin snemma í síðari hálfleik. Sænska liðið hafði svo yfirhöndina það sem eftir lifði leiks og virtist vera að tryggja sér sæti í úrslitum þegar lokamínútan hófst.
Sænska liðið fékk tækifæri til að gulltryggja sigurinn á lokasekúndunum, en skref var dæmt á Jim Gottfridsson þegar tæpar tíu sekúndur voru til leiksloka. Frakkar óðu fram og freistuðu þess að jafna metin, en sænska vörnin braut af sér í þann mund sem tíminn rann út.
Frakkar fengu því eitt tækifæri til að jafna metin, úr aukakasti þegar tíminn var runninn út. Elohim Prandi bauð sig fram til að taka aukakastið og það reyndist heldur betur rétt ákvörðun að leyfa honum að spreyta sig.
Prandi hallaði sér til hliðar og náði skotinu út fyrir varnarvegginn. Þaðan fór boltinn í þverslána, niður í öxlina á Andreas Palicka í marki Svía og svo í netið.
Sjón er sögu ríkari og má sjá þetta ótrúlega mark frá hinum ýmsu sjónarhornum hér fyrir neðan.
ELOHIM PRANDI SENDS US INTO EXTRA TIME 🤯🤯🤯#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/NJRaVdZyLc
— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024
Can you believe what just happened? 😱😱#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/E4qzcY4jNT
— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024
É-LO-HIM PRANDI EST FOU 🤯
— Ligue Nationale de Handball (@LNHofficiel) January 26, 2024
On ne s'en lasse pas...
🎥 @EHFEURO pic.twitter.com/00LMyGbdWR
Frakkar reyndust svo sterkari í framlengingunni og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 34-30, og eru komnir í úrslit Evrópumótsins.