Frakkar í úrslit eftir framlengingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. janúar 2024 18:43 Elohim Prandi reyndist hetja Frakka og skaut þeim í framlengingu. Christof Koepsel/Getty Images Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í framlengdum leik undanúrslitum í dag, 34-30. Frakkar höfðu góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og náðu sex marka forskoti þegar liðið skoraði sex mörk í röð og breytti stöðunni úr 4-4 í 10-4 á stuttum kafla. Franska liðið náði mest sjö marka forskoti í fyrri hálfleik, en leiddu með sex mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 17-11. Það bjuggust líklega flestir við því að brekkan væri orðin heldur brött fyrir Svíana, en sænska liðið mætti af miklum krafti í síðari hálfleikinn. Sænska liðið skoraði sjö af fyrstu átta mörkum seinni hálfleiks og jöfnuðu metin í 18-18. Franska liðið náði þó þriggja marka forystu á ný, en Svíar jöfnuðu fljótt aftur og náðu forystunni í stöðunni 22-23 þegar um tíu mínútur voru eftir. Svíar héldu eins til tveggja marka forystu það sem eftir lifði leiks og virtust vera að vinna gríðarlega sterkan eins marka sigur, 26-27. Boltinn var hins vegar dæmdur af Jim Gottfridsson á lokasekúndunum og Frakkar fengu einn séns til að jafna metin. Þeir fengu aukakast þegar tíminn var runninn út sem Elohim Prandi tók og hann náði að koma boltanum framhjá veggnum, í slána og þaðan fór hann í netið. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma því 27-27 og því þurfti að grípa til framlegningar til að skera úr um sigurvegara. Prandi sends us to Extra Time with a rocket!! pic.twitter.com/9LVn8GIfcw— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) January 26, 2024 Í framlengingunni reyndust Frakkar mun sterkari og þeir leiddu með tveimur mörkum þegar fyrri hálfleik hennar lauk, 30-28. Franska liðið náði svo fjögurra marka forystu þegar um tvær mínútur voru eftir og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 34-30. Frakkar eru þar með á leið í úrslit EM þar sem liðið mætir annað hvort Danmörku eða Þýskalandi næsta sunnudag. Svíar þurfa hins vegar að gera sér það að góðu að leika um bronsið. EM 2024 í handbolta Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Sjá meira
Frakkar höfðu góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og náðu sex marka forskoti þegar liðið skoraði sex mörk í röð og breytti stöðunni úr 4-4 í 10-4 á stuttum kafla. Franska liðið náði mest sjö marka forskoti í fyrri hálfleik, en leiddu með sex mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 17-11. Það bjuggust líklega flestir við því að brekkan væri orðin heldur brött fyrir Svíana, en sænska liðið mætti af miklum krafti í síðari hálfleikinn. Sænska liðið skoraði sjö af fyrstu átta mörkum seinni hálfleiks og jöfnuðu metin í 18-18. Franska liðið náði þó þriggja marka forystu á ný, en Svíar jöfnuðu fljótt aftur og náðu forystunni í stöðunni 22-23 þegar um tíu mínútur voru eftir. Svíar héldu eins til tveggja marka forystu það sem eftir lifði leiks og virtust vera að vinna gríðarlega sterkan eins marka sigur, 26-27. Boltinn var hins vegar dæmdur af Jim Gottfridsson á lokasekúndunum og Frakkar fengu einn séns til að jafna metin. Þeir fengu aukakast þegar tíminn var runninn út sem Elohim Prandi tók og hann náði að koma boltanum framhjá veggnum, í slána og þaðan fór hann í netið. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma því 27-27 og því þurfti að grípa til framlegningar til að skera úr um sigurvegara. Prandi sends us to Extra Time with a rocket!! pic.twitter.com/9LVn8GIfcw— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) January 26, 2024 Í framlengingunni reyndust Frakkar mun sterkari og þeir leiddu með tveimur mörkum þegar fyrri hálfleik hennar lauk, 30-28. Franska liðið náði svo fjögurra marka forystu þegar um tvær mínútur voru eftir og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 34-30. Frakkar eru þar með á leið í úrslit EM þar sem liðið mætir annað hvort Danmörku eða Þýskalandi næsta sunnudag. Svíar þurfa hins vegar að gera sér það að góðu að leika um bronsið.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Sjá meira