Dagdvöl á Selfossi lokað í fimm vikur vegna sparnaðar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2024 20:30 Heiða Ösp Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar, sem segir það ákvörðun bæjarstjórnar að loka Árbliki fimm vikur í sumar vegna sparnaðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgarar á Selfossi, sem nýta sér þjónustu Árbliks, sem er dagdvöl er miður sín yfir því að loka eigi dagdvölinni í fimm vikur í sumar í sparnaðarskyni hjá Sveitarfélaginu Árborg. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur“, segir óhress eldri borgari á staðnum. Dagdvölin Árblik er í húsnæði við Austurveg 51 á Selfossi þar sem starfrækt er dagþjálfun fyrir fólk sem býr í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Þjónustan í Árblik er öll til fyrirmyndar og þar líður fólkinu mjög vel en það eru 38 einstaklingar, sem nýta sér dagdvölina í hverri viku. En nú er bleik brugðið því fólkið var að fá þær fréttir að dagdvölinni yrði lokað í fyrsta skipti í sumar í fimm vikur. Það líst fólkinu mjög illa á. „Mér finnst þetta afleitt, Það er bara svo gott að vera hérna og þegar það verður lokað þá getur maður ekki verið hérna,” segir Óskar H. Ólafsson, sem mætir mikið í Árblik með sinni konu. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt að bæjarstjórnin skuli taka upp á því að þykjast vera að spara í þessu og ég skora á þá að endurskoða þetta og hætta við að hafa þessa lokun í sumar,” segir Gunnar Kristmundsson, sem mætir reglulega í Árblik. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur matarlaus og guð má vita hvað,” segir Valgerður Jónsdóttir, sem er mjög dugleg að mæta í Árblik. Þannig að þú ert greinilega mjög ósátt við þetta? „Afskaplega, mér finnst bara ekki hægt að gera þetta svona. Skella þessu bara fram á einhverjum miða, það er ekki einu sinni talað við mann, ég er bara mjög ósátt við þetta. Þau hljóta að geta sparað einhvers staðar ofar heldur en þetta,” segir Valgerður. Valgerður Jónsdóttir er mjög ósátt við lokunina í sumar og segir að það sé örugglega hægt að spara einhvers staðar ofar hjá sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Árborg ætlar að koma með einhverjar mótvægisaðgerðir heim til fólksins vegna lokunar Árbliks í þessar vikur í sumar. „Já, svo sem innlit og böðun á vegum félagslegrar stuðningsþjónustu í Árborg. Þetta er bara ein af þeim ákvörðunum, sem voru teknar við útfærslu þjónustunnar og eina af hagræðingunum að hafa lokað núna í sumar. Það var bara ákvörðun bæjarstjórnar,” segir Heiða Ösp Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar. Notendur þjónustunnar eru mjög ánægðir í Árbliki enda vel hugsað um fólkið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Erlent Fleiri fréttir Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Sjá meira
Dagdvölin Árblik er í húsnæði við Austurveg 51 á Selfossi þar sem starfrækt er dagþjálfun fyrir fólk sem býr í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Þjónustan í Árblik er öll til fyrirmyndar og þar líður fólkinu mjög vel en það eru 38 einstaklingar, sem nýta sér dagdvölina í hverri viku. En nú er bleik brugðið því fólkið var að fá þær fréttir að dagdvölinni yrði lokað í fyrsta skipti í sumar í fimm vikur. Það líst fólkinu mjög illa á. „Mér finnst þetta afleitt, Það er bara svo gott að vera hérna og þegar það verður lokað þá getur maður ekki verið hérna,” segir Óskar H. Ólafsson, sem mætir mikið í Árblik með sinni konu. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt að bæjarstjórnin skuli taka upp á því að þykjast vera að spara í þessu og ég skora á þá að endurskoða þetta og hætta við að hafa þessa lokun í sumar,” segir Gunnar Kristmundsson, sem mætir reglulega í Árblik. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur matarlaus og guð má vita hvað,” segir Valgerður Jónsdóttir, sem er mjög dugleg að mæta í Árblik. Þannig að þú ert greinilega mjög ósátt við þetta? „Afskaplega, mér finnst bara ekki hægt að gera þetta svona. Skella þessu bara fram á einhverjum miða, það er ekki einu sinni talað við mann, ég er bara mjög ósátt við þetta. Þau hljóta að geta sparað einhvers staðar ofar heldur en þetta,” segir Valgerður. Valgerður Jónsdóttir er mjög ósátt við lokunina í sumar og segir að það sé örugglega hægt að spara einhvers staðar ofar hjá sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Árborg ætlar að koma með einhverjar mótvægisaðgerðir heim til fólksins vegna lokunar Árbliks í þessar vikur í sumar. „Já, svo sem innlit og böðun á vegum félagslegrar stuðningsþjónustu í Árborg. Þetta er bara ein af þeim ákvörðunum, sem voru teknar við útfærslu þjónustunnar og eina af hagræðingunum að hafa lokað núna í sumar. Það var bara ákvörðun bæjarstjórnar,” segir Heiða Ösp Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar. Notendur þjónustunnar eru mjög ánægðir í Árbliki enda vel hugsað um fólkið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Erlent Fleiri fréttir Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Sjá meira