Vinna að breiðu einskismannslandi við landamæri Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2024 16:19 Ísraelskir hermenn virða fyrir sér hús á Gasaströndinni. Hermenn hafa birt myndbönd af sér jafna hús við jörðu á undanförnum vikum. AP/Maya Alleruzzo Ísraelskir hermenn hafa frá því í nóvember unnið að því að skapa eins kílómetra breitt einskismannsland við landamæri Gasastrandarinnar. Hús hafa verið jöfnuð við jörðu með sprengjum og jarðýtum, fyllt er upp í göng Hamas-samtakanna og akrar reittir upp. Jörðin hefur svo verið flött með jarðvinnsluvélum. Einn hermaður sem kom að þessari vinnu við norðanverð landamæri Gasastrandarinnar segir í samtali við Wall Street Journal að um mestu hafi verið um ræktunarland að ræða. Nú sé það öryggissvæði og „algjört einskismannsland“. Markmið Ísraela er að auka öryggi á svæðinu og sannfæra íbúa bæja og annarra samfélaga nærri landamærunum að öruggt sé að snúa aftur. Ísraelskir hermenn sem verja landamærin eiga að geta séð og skotið á alla sem nálgast um fjörutíu kílómetra langa girðinguna sem markar þau. WSJ segir ráðamenn í Bandaríkjunum pirraða yfir þessum ætlunum Ísraela og eru sagðir hafa lýst yfir andstöðu sinni snemma eftir að stríðið á Gasaströndinni hófst í október. Meðal ástæðna sem þeir ku hafa nefnt er að einskismannslandið auki á ótta Palestínumanna um að Ísraelar ætli sér að leggja undir sig allt svæðið eða hluta þess og að það muni gera erfiðara að sannfæra ráðamenn Arabaríkja um að taka þátt í endurbyggingu Gasastrandarinnar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir andstöðu sinni í gær. Það var eftir að Ísraelar tilkynntu að hermenn sem voru að koma sprengjum fyrir í húsum á umræddu svæði, féllu þegar Hamas-liðar skutu sprengju að þeim. Sprengjurnar sem ísraelsku hermennirnir höfðu komið fyrir sprungu og húsin hrundu yfir nítján hermenn. Tveir til viðbótar féllu um borð í skriðdreka sem varð fyrir eldflaug frá Hamas-liðum. Tilvist þessara öryggissvæðis var ekki staðfest af yfirvöldum í Ísrael fyrr en í gær, þó ætlunin hafi verið nefnd af nokkrum embættismönnum þar í landi á undanförnum vikum, samkvæmt frétt Washington Post. Talsmenn ísraelska hersins hafa ekki viljað veita frekari upplýsingar um verkefnið en WP segir að samkvæmt ísraelskum fjölmiðlum hafi um 2.850 byggingar staðið á svæðinu sem nú sé skilgreint semeinskismannsland og þegar sé búið að jafna 1.100 þeirra við jörðu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14 Evrópuráðherrar funda með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu Evrópskir utanríkisráðherrar funda í dag með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu. Fundað verður með þeim í sitthvoru lagi. Ræða á við þá á um möguleika á friði í Ísrael og Palestínu og hvernig megi koma honum á eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafnaði hugmyndum um tveggja ríkja lausn. 22. janúar 2024 07:54 Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. 19. janúar 2024 19:15 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Jörðin hefur svo verið flött með jarðvinnsluvélum. Einn hermaður sem kom að þessari vinnu við norðanverð landamæri Gasastrandarinnar segir í samtali við Wall Street Journal að um mestu hafi verið um ræktunarland að ræða. Nú sé það öryggissvæði og „algjört einskismannsland“. Markmið Ísraela er að auka öryggi á svæðinu og sannfæra íbúa bæja og annarra samfélaga nærri landamærunum að öruggt sé að snúa aftur. Ísraelskir hermenn sem verja landamærin eiga að geta séð og skotið á alla sem nálgast um fjörutíu kílómetra langa girðinguna sem markar þau. WSJ segir ráðamenn í Bandaríkjunum pirraða yfir þessum ætlunum Ísraela og eru sagðir hafa lýst yfir andstöðu sinni snemma eftir að stríðið á Gasaströndinni hófst í október. Meðal ástæðna sem þeir ku hafa nefnt er að einskismannslandið auki á ótta Palestínumanna um að Ísraelar ætli sér að leggja undir sig allt svæðið eða hluta þess og að það muni gera erfiðara að sannfæra ráðamenn Arabaríkja um að taka þátt í endurbyggingu Gasastrandarinnar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir andstöðu sinni í gær. Það var eftir að Ísraelar tilkynntu að hermenn sem voru að koma sprengjum fyrir í húsum á umræddu svæði, féllu þegar Hamas-liðar skutu sprengju að þeim. Sprengjurnar sem ísraelsku hermennirnir höfðu komið fyrir sprungu og húsin hrundu yfir nítján hermenn. Tveir til viðbótar féllu um borð í skriðdreka sem varð fyrir eldflaug frá Hamas-liðum. Tilvist þessara öryggissvæðis var ekki staðfest af yfirvöldum í Ísrael fyrr en í gær, þó ætlunin hafi verið nefnd af nokkrum embættismönnum þar í landi á undanförnum vikum, samkvæmt frétt Washington Post. Talsmenn ísraelska hersins hafa ekki viljað veita frekari upplýsingar um verkefnið en WP segir að samkvæmt ísraelskum fjölmiðlum hafi um 2.850 byggingar staðið á svæðinu sem nú sé skilgreint semeinskismannsland og þegar sé búið að jafna 1.100 þeirra við jörðu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14 Evrópuráðherrar funda með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu Evrópskir utanríkisráðherrar funda í dag með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu. Fundað verður með þeim í sitthvoru lagi. Ræða á við þá á um möguleika á friði í Ísrael og Palestínu og hvernig megi koma honum á eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafnaði hugmyndum um tveggja ríkja lausn. 22. janúar 2024 07:54 Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. 19. janúar 2024 19:15 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14
Evrópuráðherrar funda með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu Evrópskir utanríkisráðherrar funda í dag með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu. Fundað verður með þeim í sitthvoru lagi. Ræða á við þá á um möguleika á friði í Ísrael og Palestínu og hvernig megi koma honum á eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafnaði hugmyndum um tveggja ríkja lausn. 22. janúar 2024 07:54
Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. 19. janúar 2024 19:15