Versta óveður í höfuðborginni í allan vetur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2024 13:31 Eldingin sást greinilega í vefmyndavélinni. Skjáskot/Live from Iceland Veðurfræðingur segir að óveðrið í höfuðborginni í nótt hafi verið það versta sem skollið hefur á borgarbúum í allan vetur en afar hvassir vindar, þrumur og eldingar einkenndu veðrið. Í nótt tók að hvessa mjög á vesturhluta landsins og var þar bálhvasst fram eftir morgni en í höfuðborginni var óveðrið gengið að mestu niður um sjö leytið í morgun. Þetta setti strik í reikninginn í flugáætlanir til og frá landinu. Til að mynda þurfti að aflýsa flugi Play til Frankfurt snemma í morgun. Áfram verður síðan einhver röskun á innanlandsflugi en þegar hefur þurft að aflýsa nokkrum ferðum. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur, segir - hvað höfuðborgina varðar - að óveðrið hafi verið það versta á svæðinu í vetur. „Þetta er það hvassasta sem hefur verið í vetur þannig að þetta alveg, og maður sér það bara á mælingum, stundum er það þannig að það er ekki hvasst alls staðar en það var hvasst á öllum veðurstöðum í höfuðborginni í nótt, þannig að þetta var almennilegt,“ segir Birgir Örn. Einnig bar á þrumuveðri í nótt. „Ég sá nú sjálfur að minnsta kosti fimm eldingar hérna í morgun og það komu tilkynningar frá Keflavík um að það hefði verið svolítið um eldingar þar og svo mældust líka nokkrar yfir Suðausturlandi núna fyrir tveimur tímum eða svo.“ Skilin tóku síðan að mjakast í norðaustur en appelsínugul viðvörun gildir fyrir norður og austurland. „Það er mjög hvasst þar í vindstrengjum en þetta virðist ætla að staldra frekar stutt við og eftir hádegi er orðið skaplegt veður þar getum við sagt. Þetta er sannkallaður hvellur? Já, þetta er skammvinnur hvellur en hvellur engu að síður,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að vel hafi gengið að sinna þeim útköllum sem bárust vegna óveðursins. „Það var ekki fyrr en í morgun sem kom útkall, austur í Reykholti þar sem veggeiningar á nýbyggingu voru við það að fjúka og skömmu síðar var tilkynnt um þakplötur á Seyðisfirði sem voru að losna,“ segir Jón Þór. Enn geisar óveður á Norður og Austurlandi. „Veðrið er náttúrulega að ganga yfir þannig að við erum svo sem ekki alveg búin að bíta úr nálinni með þetta ennþá. Við sjáum hvað gerist á norðurlandi og Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn.“ Veður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Sjá meira
Í nótt tók að hvessa mjög á vesturhluta landsins og var þar bálhvasst fram eftir morgni en í höfuðborginni var óveðrið gengið að mestu niður um sjö leytið í morgun. Þetta setti strik í reikninginn í flugáætlanir til og frá landinu. Til að mynda þurfti að aflýsa flugi Play til Frankfurt snemma í morgun. Áfram verður síðan einhver röskun á innanlandsflugi en þegar hefur þurft að aflýsa nokkrum ferðum. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur, segir - hvað höfuðborgina varðar - að óveðrið hafi verið það versta á svæðinu í vetur. „Þetta er það hvassasta sem hefur verið í vetur þannig að þetta alveg, og maður sér það bara á mælingum, stundum er það þannig að það er ekki hvasst alls staðar en það var hvasst á öllum veðurstöðum í höfuðborginni í nótt, þannig að þetta var almennilegt,“ segir Birgir Örn. Einnig bar á þrumuveðri í nótt. „Ég sá nú sjálfur að minnsta kosti fimm eldingar hérna í morgun og það komu tilkynningar frá Keflavík um að það hefði verið svolítið um eldingar þar og svo mældust líka nokkrar yfir Suðausturlandi núna fyrir tveimur tímum eða svo.“ Skilin tóku síðan að mjakast í norðaustur en appelsínugul viðvörun gildir fyrir norður og austurland. „Það er mjög hvasst þar í vindstrengjum en þetta virðist ætla að staldra frekar stutt við og eftir hádegi er orðið skaplegt veður þar getum við sagt. Þetta er sannkallaður hvellur? Já, þetta er skammvinnur hvellur en hvellur engu að síður,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að vel hafi gengið að sinna þeim útköllum sem bárust vegna óveðursins. „Það var ekki fyrr en í morgun sem kom útkall, austur í Reykholti þar sem veggeiningar á nýbyggingu voru við það að fjúka og skömmu síðar var tilkynnt um þakplötur á Seyðisfirði sem voru að losna,“ segir Jón Þór. Enn geisar óveður á Norður og Austurlandi. „Veðrið er náttúrulega að ganga yfir þannig að við erum svo sem ekki alveg búin að bíta úr nálinni með þetta ennþá. Við sjáum hvað gerist á norðurlandi og Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn.“
Veður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Sjá meira