Rekin úr raunveruleikaþætti vegna ótta um að hún myndi kjafta frá leyndarmálum Schumachers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2024 08:30 Cora Schumacher var gift Ralf Schumacher í fimmtán ár. getty/Mark Thompson Fyrrverandi eiginkona bróður Michaels Schumacher var rekin úr raunveruleikaþættinum I'm A Celebrity vegna ótta um að hún myndi ljóstra einhverju upp um heilsu þýska ökuþórsins. Cora Schumacher, sem var gift Ralf Schumacher, bróður Michaels, í fimmtán ár, var meðal þátttakenda í raunveruleikaþættinum I'm A Celebrity, allt þar til henni var sparkað úr honum. Raunverulega ástæðan fyrir því er víst að stjórnendur þáttarins óttuðust að hin málglaða Cora myndi segja frá einhverju um stöðuna á Schumacher. Það myndi rjúfa heiðursmannasamkomulag milli sjónvarpsstöðvarinnar RTL og fjölskyldu Schumachers, að hnýsast ekki í einkalíf hans. Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í frönsku ölpunum fyrir áratug. Fjölskylda hans hefur staðið vörð um einkalíf hans og lítið er vitað um stöðuna á honum. Cora var nokkuð náin Schumacher og eiginkonu hans, Corrinu, meðan hún var gift Ralf. Í samtali við Bild sagðist hann ekki hafa áhyggjur að sín fyrrverandi myndi ljóstra einhverjum leyndarmálum um bróður sinn upp. Akstursíþróttir Raunveruleikaþættir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Cora Schumacher, sem var gift Ralf Schumacher, bróður Michaels, í fimmtán ár, var meðal þátttakenda í raunveruleikaþættinum I'm A Celebrity, allt þar til henni var sparkað úr honum. Raunverulega ástæðan fyrir því er víst að stjórnendur þáttarins óttuðust að hin málglaða Cora myndi segja frá einhverju um stöðuna á Schumacher. Það myndi rjúfa heiðursmannasamkomulag milli sjónvarpsstöðvarinnar RTL og fjölskyldu Schumachers, að hnýsast ekki í einkalíf hans. Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í frönsku ölpunum fyrir áratug. Fjölskylda hans hefur staðið vörð um einkalíf hans og lítið er vitað um stöðuna á honum. Cora var nokkuð náin Schumacher og eiginkonu hans, Corrinu, meðan hún var gift Ralf. Í samtali við Bild sagðist hann ekki hafa áhyggjur að sín fyrrverandi myndi ljóstra einhverjum leyndarmálum um bróður sinn upp.
Akstursíþróttir Raunveruleikaþættir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira