Rekin úr raunveruleikaþætti vegna ótta um að hún myndi kjafta frá leyndarmálum Schumachers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2024 08:30 Cora Schumacher var gift Ralf Schumacher í fimmtán ár. getty/Mark Thompson Fyrrverandi eiginkona bróður Michaels Schumacher var rekin úr raunveruleikaþættinum I'm A Celebrity vegna ótta um að hún myndi ljóstra einhverju upp um heilsu þýska ökuþórsins. Cora Schumacher, sem var gift Ralf Schumacher, bróður Michaels, í fimmtán ár, var meðal þátttakenda í raunveruleikaþættinum I'm A Celebrity, allt þar til henni var sparkað úr honum. Raunverulega ástæðan fyrir því er víst að stjórnendur þáttarins óttuðust að hin málglaða Cora myndi segja frá einhverju um stöðuna á Schumacher. Það myndi rjúfa heiðursmannasamkomulag milli sjónvarpsstöðvarinnar RTL og fjölskyldu Schumachers, að hnýsast ekki í einkalíf hans. Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í frönsku ölpunum fyrir áratug. Fjölskylda hans hefur staðið vörð um einkalíf hans og lítið er vitað um stöðuna á honum. Cora var nokkuð náin Schumacher og eiginkonu hans, Corrinu, meðan hún var gift Ralf. Í samtali við Bild sagðist hann ekki hafa áhyggjur að sín fyrrverandi myndi ljóstra einhverjum leyndarmálum um bróður sinn upp. Akstursíþróttir Raunveruleikaþættir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Cora Schumacher, sem var gift Ralf Schumacher, bróður Michaels, í fimmtán ár, var meðal þátttakenda í raunveruleikaþættinum I'm A Celebrity, allt þar til henni var sparkað úr honum. Raunverulega ástæðan fyrir því er víst að stjórnendur þáttarins óttuðust að hin málglaða Cora myndi segja frá einhverju um stöðuna á Schumacher. Það myndi rjúfa heiðursmannasamkomulag milli sjónvarpsstöðvarinnar RTL og fjölskyldu Schumachers, að hnýsast ekki í einkalíf hans. Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í frönsku ölpunum fyrir áratug. Fjölskylda hans hefur staðið vörð um einkalíf hans og lítið er vitað um stöðuna á honum. Cora var nokkuð náin Schumacher og eiginkonu hans, Corrinu, meðan hún var gift Ralf. Í samtali við Bild sagðist hann ekki hafa áhyggjur að sín fyrrverandi myndi ljóstra einhverjum leyndarmálum um bróður sinn upp.
Akstursíþróttir Raunveruleikaþættir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira