Hjalti Þór: „Varnarlega áttu þær voða fá svör“ Siggeir Ævarsson skrifar 24. janúar 2024 22:59 Hjalti hafði sannarlega ástæðu til að brosa í kvöld, en beið þó með það þangað til í leikslok Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, sagði í viðtali fyrir leik Vals og Keflavíkur í Subway-deild kvenna að það yrði skandall ef Keflavíkurliðið myndi tapa fleiri leikjum í vetur. Hann gerði sér svo lítið fyrir og bauð upp á þennan skandal ásamt sínum konum en Valur fór með sigur af hólmi, 79-77, í æsispennandi leik. „Bara í fyrsta leik maður! Já við gerðum bara fjandi vel. „Varnarlega áttu þær voða fá svör“. Við „skátuðum“ þær helvíti vel, gerðum vel og héldum plani. Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði.“ Talandi um að kortleggja andstæðinga, þá gátu Keflvíkingar ekki skipulagt hvernig þær tókust á við nýjan leikmann Vals en Téa Adams lék sinn fyrsta leik með liðinu í kvöld eftir að hafa komið til landsins á sunnudag. Valur hafði ekki tilkynnt neitt um komu hennar og Hjalti viðurkenndi að það hefði ekki legið neitt á fréttatilkynningu. „Nei nei. Hún kom á sunnudaginn, við vorum svo sem ekkert að flagga því, get alveg viðurkennt það, en við vorum svo sem ekkert að fela það heldur. Hún mætti bara á æfingu og æfði með okkur. Við svona fyrstu kynni lítur hún bara mjög vel út.“ Hún náttúrulega kláraði leikinn fyrir ykkur þegar á reyndi. „Það er bara svoleiðis. Hún bara þorði og lét vaða og bara gerði þrælvel.“ Téa Adams steig heldur betur upp í lok leiksins og skoraði sigurkörfuna upp á eigin spýturVísir/Hulda Margrét Valskonur voru með þrjá leikmenn í byrjunarliðinu í kvöld sem voru ekki hluti af liðinu í upphfi móts. Hjalti sagði að liðið væri loks að finna einhvern takt, þetta væri allt á réttri leið. „Við töpum hérna á móti Snæfelli í síðustu umferð og vorum hrikalegar þá. Eigum síðan leik á móti Grindavík, bikarleik, þar svona fannst mér koma smá neisti. Ákefð og framlag og mér fannst vera svolítið framhald af því í dag. Svo kom sóknarleikurinn með í dag, hann var ekki með á móti Grindavík, en það er sjálfstraust með vörninni.“ Ekki mátti miklu muna að vítanýting Vals myndi kosta liðið sigurinn, en þrátt fyrir það þá féllu litlu hlutirnir með Valskonum í kvöld, sem hefur ekki verið raunin á þessu tímibili. „Loksins,“ - sagði Hjalti og glotti. „Það er bara ekki neitt búið að falla með okkur í vetur. Bara loksins og vonandi heldur það áfram og við fáum aðeins lukkuna með okkur.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
„Bara í fyrsta leik maður! Já við gerðum bara fjandi vel. „Varnarlega áttu þær voða fá svör“. Við „skátuðum“ þær helvíti vel, gerðum vel og héldum plani. Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði.“ Talandi um að kortleggja andstæðinga, þá gátu Keflvíkingar ekki skipulagt hvernig þær tókust á við nýjan leikmann Vals en Téa Adams lék sinn fyrsta leik með liðinu í kvöld eftir að hafa komið til landsins á sunnudag. Valur hafði ekki tilkynnt neitt um komu hennar og Hjalti viðurkenndi að það hefði ekki legið neitt á fréttatilkynningu. „Nei nei. Hún kom á sunnudaginn, við vorum svo sem ekkert að flagga því, get alveg viðurkennt það, en við vorum svo sem ekkert að fela það heldur. Hún mætti bara á æfingu og æfði með okkur. Við svona fyrstu kynni lítur hún bara mjög vel út.“ Hún náttúrulega kláraði leikinn fyrir ykkur þegar á reyndi. „Það er bara svoleiðis. Hún bara þorði og lét vaða og bara gerði þrælvel.“ Téa Adams steig heldur betur upp í lok leiksins og skoraði sigurkörfuna upp á eigin spýturVísir/Hulda Margrét Valskonur voru með þrjá leikmenn í byrjunarliðinu í kvöld sem voru ekki hluti af liðinu í upphfi móts. Hjalti sagði að liðið væri loks að finna einhvern takt, þetta væri allt á réttri leið. „Við töpum hérna á móti Snæfelli í síðustu umferð og vorum hrikalegar þá. Eigum síðan leik á móti Grindavík, bikarleik, þar svona fannst mér koma smá neisti. Ákefð og framlag og mér fannst vera svolítið framhald af því í dag. Svo kom sóknarleikurinn með í dag, hann var ekki með á móti Grindavík, en það er sjálfstraust með vörninni.“ Ekki mátti miklu muna að vítanýting Vals myndi kosta liðið sigurinn, en þrátt fyrir það þá féllu litlu hlutirnir með Valskonum í kvöld, sem hefur ekki verið raunin á þessu tímibili. „Loksins,“ - sagði Hjalti og glotti. „Það er bara ekki neitt búið að falla með okkur í vetur. Bara loksins og vonandi heldur það áfram og við fáum aðeins lukkuna með okkur.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira