„Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. janúar 2024 16:34 Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega súr eftir að íslenska liðið kastaði frá sér forystunni í dag. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. „Ég hef bara ekki nein frábær svör fyrir ykkur, því miður. Við komum bara mjög flatir út í seinni hálfleik og eðlilega er það ekki uppleggið og við erum bara ekki í sama takti og í fyrri hálfleik. Við náum engan veginn að fylgja honum eftir sem er eðlilega bara svekkjandi og það svíður,“ sagði Snorri í leikslok, en fimm marka sigur hefði komið íslenska liðinu í vænlega stöðu um að vinna sér inn sæti í umspili fyrir Ólympíuleikana. „Enn og aftur er markmaðurinn í hinu liðinu maður leiksins og við erum búnir að fara oft yfir það að það er ekki góður kokteill. Það er alveg fínt að vinna leikinn en tilfinningin er ekki þannig.“ Til að eiga möguleika á sæti í umspili fyrir ÓL þurfa íslensku strákarnir nú að treysta á að Ungverjar taki stig af Frökkum síðar í dag og Snorri segir það ekki góða tilfinningu. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir Austurríkisleikinn „Ég held að þú skynjir það bara hvernig mönnum líður og hafir séð það inni á vellinum í lok leiks. Auðvitað vorum við að spila á móti spútnik liðinu og allt það, en við náðum þessu í þann farveg sem við vildum og það er fáránlega svekkjandi að hafa á svona stuttum tíma í seinni hálfleik bara kastað því forskoti frá okkur,“ sagði Snorri, en íslenska liðið fór með sex marka forskot inn í hálfleikshléið áður en sóknarleikur liðsins hrundi á stórum kafla í síðari hálfleik. Snorri var nú að klára sitt fyrsta mót sem þjálfari íslenska landsliðsins og þrátt fyrir að vera ekki kominn á þann stað að vera farinn að gera upp mótið segist hann hafa lært ýmislegt. „Ég er nú ekki kominn svo langt að vera búinn að gera upp mótið, en ég er búinn að læra mikið. Þetta er búið að vera erfitt, gaman og allt í bland. Núna þarf ég bara tíma til að melta þetta og gera þetta upp. Í heildina litið er spilamennskan bar ekki nægilega góð og ég er fúll yfir niðurstöðunni.“ Þá segir hann einnig að mótið í heild sinni hafi verið ákveðin vonbrigði. „Ef þú spyrð mig núna þá líður mér eins og þetta séu vonbrigði. Auðvitað er stutt á milli í þessu öllu saman, en mér fannst við eiga inni á löngum köflum og mér fannst við ekki ná nægilega oft upp okkar bestu frammistöðu. Þannig að já, við getum alveg kallað þetta vonbrigði,“ sagði Snorri að lokum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
„Ég hef bara ekki nein frábær svör fyrir ykkur, því miður. Við komum bara mjög flatir út í seinni hálfleik og eðlilega er það ekki uppleggið og við erum bara ekki í sama takti og í fyrri hálfleik. Við náum engan veginn að fylgja honum eftir sem er eðlilega bara svekkjandi og það svíður,“ sagði Snorri í leikslok, en fimm marka sigur hefði komið íslenska liðinu í vænlega stöðu um að vinna sér inn sæti í umspili fyrir Ólympíuleikana. „Enn og aftur er markmaðurinn í hinu liðinu maður leiksins og við erum búnir að fara oft yfir það að það er ekki góður kokteill. Það er alveg fínt að vinna leikinn en tilfinningin er ekki þannig.“ Til að eiga möguleika á sæti í umspili fyrir ÓL þurfa íslensku strákarnir nú að treysta á að Ungverjar taki stig af Frökkum síðar í dag og Snorri segir það ekki góða tilfinningu. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir Austurríkisleikinn „Ég held að þú skynjir það bara hvernig mönnum líður og hafir séð það inni á vellinum í lok leiks. Auðvitað vorum við að spila á móti spútnik liðinu og allt það, en við náðum þessu í þann farveg sem við vildum og það er fáránlega svekkjandi að hafa á svona stuttum tíma í seinni hálfleik bara kastað því forskoti frá okkur,“ sagði Snorri, en íslenska liðið fór með sex marka forskot inn í hálfleikshléið áður en sóknarleikur liðsins hrundi á stórum kafla í síðari hálfleik. Snorri var nú að klára sitt fyrsta mót sem þjálfari íslenska landsliðsins og þrátt fyrir að vera ekki kominn á þann stað að vera farinn að gera upp mótið segist hann hafa lært ýmislegt. „Ég er nú ekki kominn svo langt að vera búinn að gera upp mótið, en ég er búinn að læra mikið. Þetta er búið að vera erfitt, gaman og allt í bland. Núna þarf ég bara tíma til að melta þetta og gera þetta upp. Í heildina litið er spilamennskan bar ekki nægilega góð og ég er fúll yfir niðurstöðunni.“ Þá segir hann einnig að mótið í heild sinni hafi verið ákveðin vonbrigði. „Ef þú spyrð mig núna þá líður mér eins og þetta séu vonbrigði. Auðvitað er stutt á milli í þessu öllu saman, en mér fannst við eiga inni á löngum köflum og mér fannst við ekki ná nægilega oft upp okkar bestu frammistöðu. Þannig að já, við getum alveg kallað þetta vonbrigði,“ sagði Snorri að lokum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15