Hlakka til að skrúfa frá í febrúar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2024 06:46 Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir bæinn bíða aðfanga til að geta gert við laugina á Þingeyri. Aðföngin komi í febrúar. Vísir Ísafjarðarbær á von á því að fá aðföng til þess að geta gert við sundlaugina á Þingeyri í febrúar. Forstöðukona segir gesti sársakna laugarinnar. Ljóst varð í nóvember síðastliðnum að ráðast þyrfti í framkvæmdir á laugarkeri sundlaugarinnar í bænum. Í ljós kom að dúkur laugarinnar var ónýtur með þeim afleiðingum að sundlaugin lak. Dúkurinn í laugarkerinu var frá byggingarári hússins, 1996 og var því orðinn 28 ára gamall. Almennt er endingartími um tuttugu ár. Tólf milljón króna framkvæmd „Við erum að bíða eftir aðföngum. Það þarf að skipta um dúkinn í sundlauginni og setja nýja stúta,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í skriflegu svari til Vísis. „Það þarf að skipta um dúkinn í sundlauginni og setja nýja stúta. Við eigum von á því að fá aðföngin í febrúar og þá verður strax hafist handa við að skipta. Það er gert ráð fyrir að framkvæmdin kosti 12. mkr.“ Dugleg að mæta en sakna laugarinnar Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðukona Sundlaugar og íþróttamiðstöðvar Þingeyrar, segir í samtali við Vísi að fastagestir hafi verið duglegir að mæta undanfarna tvo mánuði þrátt fyrir að laugarinnar sé sárt saknað. „Þetta er lítið þorp og þetta er félagsmiðstöð þorpsbúa, þannig að hennar er sárt saknað. En við erum með íþróttasal, rækt, heita potta og sánu. Fólk er mjög duglegt að mæta í það. Sem betur fer, en það sárvantar liðkunina og styrkinguna sem fylgir sundinu,“ segir Þorbjörg. Hún segir að auk þess hafi ekki verið hægt að taka á móti grunnskólakrökkum í skólasundi. Von sé á aðföngum um miðjan febrúar og segir Þorbjörg að framkvæmdir muni taka rúma viku. „Við bara vonum að það standist allt saman. Við erum farin að láta okkur hlakka til að skrúfa frá vatninu.“ Ísafjarðarbær Sundlaugar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ljóst varð í nóvember síðastliðnum að ráðast þyrfti í framkvæmdir á laugarkeri sundlaugarinnar í bænum. Í ljós kom að dúkur laugarinnar var ónýtur með þeim afleiðingum að sundlaugin lak. Dúkurinn í laugarkerinu var frá byggingarári hússins, 1996 og var því orðinn 28 ára gamall. Almennt er endingartími um tuttugu ár. Tólf milljón króna framkvæmd „Við erum að bíða eftir aðföngum. Það þarf að skipta um dúkinn í sundlauginni og setja nýja stúta,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í skriflegu svari til Vísis. „Það þarf að skipta um dúkinn í sundlauginni og setja nýja stúta. Við eigum von á því að fá aðföngin í febrúar og þá verður strax hafist handa við að skipta. Það er gert ráð fyrir að framkvæmdin kosti 12. mkr.“ Dugleg að mæta en sakna laugarinnar Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðukona Sundlaugar og íþróttamiðstöðvar Þingeyrar, segir í samtali við Vísi að fastagestir hafi verið duglegir að mæta undanfarna tvo mánuði þrátt fyrir að laugarinnar sé sárt saknað. „Þetta er lítið þorp og þetta er félagsmiðstöð þorpsbúa, þannig að hennar er sárt saknað. En við erum með íþróttasal, rækt, heita potta og sánu. Fólk er mjög duglegt að mæta í það. Sem betur fer, en það sárvantar liðkunina og styrkinguna sem fylgir sundinu,“ segir Þorbjörg. Hún segir að auk þess hafi ekki verið hægt að taka á móti grunnskólakrökkum í skólasundi. Von sé á aðföngum um miðjan febrúar og segir Þorbjörg að framkvæmdir muni taka rúma viku. „Við bara vonum að það standist allt saman. Við erum farin að láta okkur hlakka til að skrúfa frá vatninu.“
Ísafjarðarbær Sundlaugar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira