Hlakka til að skrúfa frá í febrúar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2024 06:46 Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir bæinn bíða aðfanga til að geta gert við laugina á Þingeyri. Aðföngin komi í febrúar. Vísir Ísafjarðarbær á von á því að fá aðföng til þess að geta gert við sundlaugina á Þingeyri í febrúar. Forstöðukona segir gesti sársakna laugarinnar. Ljóst varð í nóvember síðastliðnum að ráðast þyrfti í framkvæmdir á laugarkeri sundlaugarinnar í bænum. Í ljós kom að dúkur laugarinnar var ónýtur með þeim afleiðingum að sundlaugin lak. Dúkurinn í laugarkerinu var frá byggingarári hússins, 1996 og var því orðinn 28 ára gamall. Almennt er endingartími um tuttugu ár. Tólf milljón króna framkvæmd „Við erum að bíða eftir aðföngum. Það þarf að skipta um dúkinn í sundlauginni og setja nýja stúta,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í skriflegu svari til Vísis. „Það þarf að skipta um dúkinn í sundlauginni og setja nýja stúta. Við eigum von á því að fá aðföngin í febrúar og þá verður strax hafist handa við að skipta. Það er gert ráð fyrir að framkvæmdin kosti 12. mkr.“ Dugleg að mæta en sakna laugarinnar Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðukona Sundlaugar og íþróttamiðstöðvar Þingeyrar, segir í samtali við Vísi að fastagestir hafi verið duglegir að mæta undanfarna tvo mánuði þrátt fyrir að laugarinnar sé sárt saknað. „Þetta er lítið þorp og þetta er félagsmiðstöð þorpsbúa, þannig að hennar er sárt saknað. En við erum með íþróttasal, rækt, heita potta og sánu. Fólk er mjög duglegt að mæta í það. Sem betur fer, en það sárvantar liðkunina og styrkinguna sem fylgir sundinu,“ segir Þorbjörg. Hún segir að auk þess hafi ekki verið hægt að taka á móti grunnskólakrökkum í skólasundi. Von sé á aðföngum um miðjan febrúar og segir Þorbjörg að framkvæmdir muni taka rúma viku. „Við bara vonum að það standist allt saman. Við erum farin að láta okkur hlakka til að skrúfa frá vatninu.“ Ísafjarðarbær Sundlaugar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ljóst varð í nóvember síðastliðnum að ráðast þyrfti í framkvæmdir á laugarkeri sundlaugarinnar í bænum. Í ljós kom að dúkur laugarinnar var ónýtur með þeim afleiðingum að sundlaugin lak. Dúkurinn í laugarkerinu var frá byggingarári hússins, 1996 og var því orðinn 28 ára gamall. Almennt er endingartími um tuttugu ár. Tólf milljón króna framkvæmd „Við erum að bíða eftir aðföngum. Það þarf að skipta um dúkinn í sundlauginni og setja nýja stúta,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í skriflegu svari til Vísis. „Það þarf að skipta um dúkinn í sundlauginni og setja nýja stúta. Við eigum von á því að fá aðföngin í febrúar og þá verður strax hafist handa við að skipta. Það er gert ráð fyrir að framkvæmdin kosti 12. mkr.“ Dugleg að mæta en sakna laugarinnar Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðukona Sundlaugar og íþróttamiðstöðvar Þingeyrar, segir í samtali við Vísi að fastagestir hafi verið duglegir að mæta undanfarna tvo mánuði þrátt fyrir að laugarinnar sé sárt saknað. „Þetta er lítið þorp og þetta er félagsmiðstöð þorpsbúa, þannig að hennar er sárt saknað. En við erum með íþróttasal, rækt, heita potta og sánu. Fólk er mjög duglegt að mæta í það. Sem betur fer, en það sárvantar liðkunina og styrkinguna sem fylgir sundinu,“ segir Þorbjörg. Hún segir að auk þess hafi ekki verið hægt að taka á móti grunnskólakrökkum í skólasundi. Von sé á aðföngum um miðjan febrúar og segir Þorbjörg að framkvæmdir muni taka rúma viku. „Við bara vonum að það standist allt saman. Við erum farin að láta okkur hlakka til að skrúfa frá vatninu.“
Ísafjarðarbær Sundlaugar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira