Herflugvél féll til jarðar í Belgorod Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2024 10:08 Svo virðist sem hluti vængs flugvélarinnar hafi brotnað af áður en hún lenti á jörðinni og rennir það stoðum undir það að hún hafi verið skotin niður. Flutningaflugvél rússneska hersins hrapaði til jarðar í Belgorod-héraði í morgun og sprakk. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. Fjölmiðlar í Úkraínu birtu upprunalega í morgun fréttir um að flugvélin hefði verið skotin niður af úkraínska hernum og að hún hafi borið S-300 eldflaugar sem skjóta átti á úkraínskar borgir. Þær fregnir hafa nú verið dregnar til baka og vitna fjölmiðlar í Úkraínu í varnramálaráðuneytið og segja að ekki sé hægt að staðfesta að þeir hafi skotið flugvélina niður. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst, hefur það þó nokkrum sinnum gerst að rússneskir hermenn hafi skotið niður rússneskar herflugvélar fyrir mistök. Þá hafa ráðamenn í Rússlandi ítrekað verið gómaðir við að segja lygar. Enn er ekki hægt að segja til um hvað gerðist í rauninni í Belgorod í morgun. Reykský sem sýnilegt er á meðfylgjandi myndbandi yfir svæðinu þar sem flugvélin brotlenti gefur til kynna flugvélin hafi verið skotin niður, eða í það minnsta að sprenging hafi orðið um borð. The same video, without the obnoxious watermark. Ukrainian sources are claiming to have shot the IL-76 down; that seems probable given the aircraft is visibly breaking apart before impacting the ground. pic.twitter.com/OagP8y6WD4— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) January 24, 2024 RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Andrey Kartapolov, formanni varnarmálanefndar Dúmunnar, að flugvélin hafi verið skotin niður af Úkraínumönnum. Þrjú flugskeyti hafi verið notuð til að skjóta flugvélina niður. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi lifað af. Þá er haft eftir honum í rússneskum fjölmiðlum að fangaskipti við Úkraínumenn hafi verið sett á pásu vegna atviksins. Fangaskipti hafa þó verið mjög sjaldgæf á undanförnum mánuðum. Flugvélin féll ekki til jarðar í byggð. Samkvæmt RIA brotlenti hún fimm til sjö kílómetra frá næsta þorpi. Unwatermarked picture of a Russian Il-76 pic.twitter.com/HNkKwo9xPk— Giorgi Revishvili (@revishvilig) January 24, 2024 Fyrr í morgun sagði Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, að átján manns hefðu fallið í eldflaugaárásum Rússa á borgir í Úkraínu og 130 hefðu særst. Rúmlega fjörutíu eld- og stýriflaugum var skotið að þremur borgum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Fjölmiðlar í Úkraínu birtu upprunalega í morgun fréttir um að flugvélin hefði verið skotin niður af úkraínska hernum og að hún hafi borið S-300 eldflaugar sem skjóta átti á úkraínskar borgir. Þær fregnir hafa nú verið dregnar til baka og vitna fjölmiðlar í Úkraínu í varnramálaráðuneytið og segja að ekki sé hægt að staðfesta að þeir hafi skotið flugvélina niður. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst, hefur það þó nokkrum sinnum gerst að rússneskir hermenn hafi skotið niður rússneskar herflugvélar fyrir mistök. Þá hafa ráðamenn í Rússlandi ítrekað verið gómaðir við að segja lygar. Enn er ekki hægt að segja til um hvað gerðist í rauninni í Belgorod í morgun. Reykský sem sýnilegt er á meðfylgjandi myndbandi yfir svæðinu þar sem flugvélin brotlenti gefur til kynna flugvélin hafi verið skotin niður, eða í það minnsta að sprenging hafi orðið um borð. The same video, without the obnoxious watermark. Ukrainian sources are claiming to have shot the IL-76 down; that seems probable given the aircraft is visibly breaking apart before impacting the ground. pic.twitter.com/OagP8y6WD4— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) January 24, 2024 RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Andrey Kartapolov, formanni varnarmálanefndar Dúmunnar, að flugvélin hafi verið skotin niður af Úkraínumönnum. Þrjú flugskeyti hafi verið notuð til að skjóta flugvélina niður. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi lifað af. Þá er haft eftir honum í rússneskum fjölmiðlum að fangaskipti við Úkraínumenn hafi verið sett á pásu vegna atviksins. Fangaskipti hafa þó verið mjög sjaldgæf á undanförnum mánuðum. Flugvélin féll ekki til jarðar í byggð. Samkvæmt RIA brotlenti hún fimm til sjö kílómetra frá næsta þorpi. Unwatermarked picture of a Russian Il-76 pic.twitter.com/HNkKwo9xPk— Giorgi Revishvili (@revishvilig) January 24, 2024 Fyrr í morgun sagði Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, að átján manns hefðu fallið í eldflaugaárásum Rússa á borgir í Úkraínu og 130 hefðu særst. Rúmlega fjörutíu eld- og stýriflaugum var skotið að þremur borgum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira