Hollendingar hjálpuðu okkur ekkert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2024 16:17 Rutger ten Velde skorar fyrir hollenska liðið í dag. Hann var markahæstur í liðinu með sjö mörk. Getty/Christian Charisius Holland og Portúgal gerðu 33-33 jafntefli í lokaleik sínum í milliriðli eitt á Evrópumótinu í handbolta í Þýskalandi. Það hefði verið gott fyrir Ísland ef hollenska liðið hefði unnið leikinn. Ísland hefði mögulega getað komist upp fyrir Portúgal í baráttunni um sæti í Ólympíuumspilinu ef portúgalska liðið hefði tapað leiknum. Hollendingar voru ekkert langt frá því að vinna leikinn. Þeir misstu niður forskot sitt á lokakafla leiksins en náðu á endanum að tryggja sér jafntefli. Þar með endar Portúgal með fimm stig, stigi meira en Ísland getur í mesta lagi náð úr þessu. Holland náði í sitt fyrsta og eina stig og endar neðst í milliriðli 2. Portúgal fékk lokasóknina en tókst ekki að nýta sér hana. Portúgalar vildu frá vítakast en dómararnir voru ekki á því eftir að hafa skoðað atvikið vel og lengi í skjánum. Portúgal hefði tryggt sér sæti í Ólympíuumspilinu og í leiknum um fimmta sætið með sigri en þarf nú að bíða eftir úrslitunum úr leik Slóvena og Dana. Slóvenar þurfa að vinna þann leik til að komast upp fyrir Portúgal. Danir og Svíar höfðu, fyrir lokaumferðina, tryggt sér efstu tvö sætin í milliriðlinum og þar með sæti í undanúrslitunum. Hollenska liðið var með frumkvæðið nær allan leikinn. Liðið leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 17-15, og náði nokkrum sinnum þriggja marka forskoti í seinni hálfleiknum. Portúgal kom til baka og náði tveggja marka forskoti undir lokin en Hollendingarnir gáfust ekki upp og tókst að tryggja sér jafntefli. Rutger ten Velde var markahæstur í hollenska liðinu með sjö mörk en hjá Portúgal skoruðu Martim Costa og Luís Frade báðir átta mörk. Diogo Rema Marques varði fimmtán skot í marki Portúgals og var valinn maður leiksins. EM 2024 í handbolta Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
Ísland hefði mögulega getað komist upp fyrir Portúgal í baráttunni um sæti í Ólympíuumspilinu ef portúgalska liðið hefði tapað leiknum. Hollendingar voru ekkert langt frá því að vinna leikinn. Þeir misstu niður forskot sitt á lokakafla leiksins en náðu á endanum að tryggja sér jafntefli. Þar með endar Portúgal með fimm stig, stigi meira en Ísland getur í mesta lagi náð úr þessu. Holland náði í sitt fyrsta og eina stig og endar neðst í milliriðli 2. Portúgal fékk lokasóknina en tókst ekki að nýta sér hana. Portúgalar vildu frá vítakast en dómararnir voru ekki á því eftir að hafa skoðað atvikið vel og lengi í skjánum. Portúgal hefði tryggt sér sæti í Ólympíuumspilinu og í leiknum um fimmta sætið með sigri en þarf nú að bíða eftir úrslitunum úr leik Slóvena og Dana. Slóvenar þurfa að vinna þann leik til að komast upp fyrir Portúgal. Danir og Svíar höfðu, fyrir lokaumferðina, tryggt sér efstu tvö sætin í milliriðlinum og þar með sæti í undanúrslitunum. Hollenska liðið var með frumkvæðið nær allan leikinn. Liðið leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 17-15, og náði nokkrum sinnum þriggja marka forskoti í seinni hálfleiknum. Portúgal kom til baka og náði tveggja marka forskoti undir lokin en Hollendingarnir gáfust ekki upp og tókst að tryggja sér jafntefli. Rutger ten Velde var markahæstur í hollenska liðinu með sjö mörk en hjá Portúgal skoruðu Martim Costa og Luís Frade báðir átta mörk. Diogo Rema Marques varði fimmtán skot í marki Portúgals og var valinn maður leiksins.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira