Innherji

Flýttu mark­miði um að hætta olíu­notkun eftir „rangar upp­lýsingar“ Orku­stofnunar

Hörður Ægisson skrifar
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að það sé ljóst að við höfum ekki nýtt tímann vel frá því að markmiðum stjórnvalda að Ísland verði óháð allri notkun jarðefnaeldsneytis var flýtt um tíu ár og það eigi núna að nást í síðasta lagið fyrir 2040.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að það sé ljóst að við höfum ekki nýtt tímann vel frá því að markmiðum stjórnvalda að Ísland verði óháð allri notkun jarðefnaeldsneytis var flýtt um tíu ár og það eigi núna að nást í síðasta lagið fyrir 2040.

Ákvörðun við gerð stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar haustið 2021 um að flýta áður yfirlýstu markmiði hvenær Ísland yrði óháð jarðefnaeldsneyti um tíu ár – núna á það að nást ekki síðar en 2040 – var byggð á grunni „rangra upplýsinga“ sem bárust frá Orkustofnun á þeim tíma, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann furðar sig hvernig á því standi að stofnunin virðist ekki geta sinnt hlutverki sínu um að hafa yfirsýn og eftirlit með sölufyrirtækjum raforku og ástandið hvað það varðar minni sumpart á stöðuna á fjármálamarkaði á árunum fyrir fall bankanna.


Tengdar fréttir

Orkumálastjóri skipar fyrirtækjum í fylkingar

Orkumálastjóri fer mikinn í nýárspistli sínum sem birtist í morgun og efnir til óþarfa átaka um markmið sem eiga að vera sameiginleg - að auka vægi grænnar orku á Íslandi. Í greininni er kvartað undan málefnalegri umræðu um orkumál á Íslandi, umræðu sem er löngu tímabær með hliðsjón af þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er. Í lýðræðissamfélagi er ekki bara eðlilegt heldur nauðsynlegt að skiptast á skoðunum. Í grein sinni býr orkumálastjóri til strámann sem hún fellir svo en það er hins vegar ljúft og skylt að leiðrétta helstu rangfærslur um afstöðu Samtaka iðnaðarins (SI) sem fram koma í umræddri grein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×