Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. Rússar halda enn árásum sínum áfram í austurhluta Úkraínu en hafa náð takmörkuðum árangri á undanförnum mánuðum. Rússneskir hermenn hafa þó sótt fram á nokkrum stöðum og þá sérstaklega nærri bænum Avdívka og við Kúpíansk. Umfangsmiklar og kostnaðarsamar árásir hafa verið gerðar á Avdívka í nokkra mánuði en markmið Rúsa virðist vera að reyna að leggja undir sig öll Dónetsk og Lúhansk-héruð, sem saman mynda Donbas-svæðið svokallaða. Framsókn Rússa á undanförnum vikum telst þó að mestu í hundruðum metra, ekki kílómetrum. Í einföldu máli sagt, virðast Rússar ekki hafa getu til að ná miklum árangri á víglínunni og Úkraínumenn hafa ekki getu til að reka Rússa á brott. Útlit er fyrir að Úkraínumenn muni verja þessu ári í uppbyggingu og hergagnaframleiðslu í undirbúningi fyrir frekari átök á næsta ári. Rússar eru í svipaðri stöðu, þó þeir haldi árásum sínum í austri áfram. Stöðuna má sjá á kortum hugveitunnar Institute for the Study of War hér að neðan. Here are today's control-of-terrain maps of #Russia's invasion of #Ukraine from @TheStudyofWar and @criticalthreats.Interactive map, updated daily: https://t.co/hwgxTnU2TrArchive of time-lapse maps, updated monthly: https://t.co/IT6FiqwgGO pic.twitter.com/tEZDAus523— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) January 24, 2024 Einbeita sér að vörnum Úkraínskur hermaður á austurbakka Dnipróár í Saporisjíahéraði, sagði nýverið við blaðamann Financial Times að ástandið þar væri gífurlega erfitt. Úkraínumenn náðu fótfestu á austurbakkanum í haust og var markmiðið að ná stöðu til að gera frekari árásir dýpra inn á yfirráðasvæði Rússa. Rússar hafa þó sent umfangsmikinn herafla á svæðið og fótfesta Úkraínumanna hefur minnkað verulega. Vanya, áðurnefndur hermaður, sagði Rússa hafa fjóra til fimm hermenn fyrir hvern Úkraínumenn og að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir miklu mannfalli. Líklega myndu þeir brátt þurfa að hörfa aftur yfir ána og taka upp varnarstöður þar. Þetta á í raun við mest allan úkraínska herinn. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, lýsti því yfir í desember að stríðið væri nú í nýjum fasa. Byggja ætti upp varnir á lykilstöðum og leggja frekari áherslu á vörn í stað sóknar. Einn heimildarmaður FT lýsti ætlunum Úkraínumanna sem „virkri vörn“. Þær fælu í sér að taka upp varnarstöðu en gera áfram smáar árásir í leit að veikleikum á línum Rússa. Samhliða því ætti að nota árið til að byggja upp nýjar sveitir og undirbúa herinn betur fyrir árið 2025. Þessar ætlanir velta þó að miklu leyti á þeirri hernaðaraðstoð sem Úkraínumenn fá frá bakhjörlum sínum. Skortir skotfæri Stórskotalið hefur skipt sköpum frá upphafi stríðsins. Skotfæri fyrir loftvarnarkerfi Úkraínumanna skipta einnig miklu máli og þeir segja mikla þörf á því sviði. Rússar hafa ítrekað gert umfangsmiklar eldflauga- og drónaárásir á úkraínska borgir á undanförnum vikum. Bæði Rússar og Úkraínumenn hafa þurft gífurlegt magn skotfæra fyrir stórskotaliðsvopn. Rússar njóta töluverðs forskots varðandi skotfæri um þessar mundir enda hafa þeir fengið mikið magn af sprengikúlum frá Norður-Kóreu og Íran. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur einnig sent eldflaugar til Rússlands. Talið er að hingað til hafi um fimmtíu eldflaugar verið sendar en ráðamenn á Vesturlöndum óttast samkvæmt New York Times að þær gætu orðið fleiri, sem gæti gert Rússum kleift að hæfa fleiri skotmörk í Úkraínu. Sérstaklega ef Úkraínumenn fái ekki flugskeyti í loftvarnarkerfi sín. Pútín sagði nýverið frá því hann stefndi að því að heimsækja bráðum Norður-Kóreu og er talið að þar muni hann falast eftir fleiri eldflaugum. Úkraínskur hermaður á víglínunni nærri Bakhmut skoðar skotfærabirgðir.Getty/Ignacio Marin Úkraínumenn hafa sömuleiðis fengið mikið magn frá bakhjörlum sínum en framleiðslan annar ekki notkun á víglínum og illa hefur gengið að auka framleiðslu. Það á sérstaklega við í Evrópu en óeining á þingi í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að þar á bæ hafa nýjar hergagnasendingar til Úkraínu ekki verið samþykktar nokkuð lengi. Þegar mest var í sumar voru Úkraínumenn að skjóta um sjö til átta þúsund sprengikúlum á dag. Í dag eru þeir að skjóta um tvö þúsund á dag. Rússar skjóta um þessar mundir allt að tíu þúsund sprengikúlum á dag. Margar kúlur frá Norður-Kóreu hafa þó reynst gamlar. Sumar hafa ekki sprungið og aðrar hafa sprungið inn í hlaupum rússneskra fallbyssa. Fjármunir til hernaðaraðstoðar voru uppurnir í lok desember og Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa neitað að samþykkja nýtt frumvarp um frekari aðstoð. Í fyrstu sögðust þeir vilja fá sínu framgengt á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í skiptum fyrir umrætt frumvarp. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar úkraínsk áhöfn Bradley-bryndreka sigraði rússneskan T-90 skriðdreka í Dónetsk fyrr í mánuðinum. Áhöfn rússneska skriðdrekans flúði að endingu á tveimur jafnfljótum og Úkraínumenn notuðu sjálfsprengidróna til að granda skriðdrekanum að fullu. Footage of the M2A2 UA Bradley deconstructing Russian T-90 pic.twitter.com/FoRX7lDLz6— Ukrainska Pravda in English (@pravda_eng) January 18, 2024 Vilja ekki gefa Biden „sigur“ Samningar náðust í öldungadeildinni um verulega fjárútlátaaukningu vegna landamæranna en Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa ekki viljað samþykkja það. Nokkrir þingmenn flokksins hafa sagt opinberlega að þeir vilji ekki gefa Joe Biden, forseta, pólitískan sigur í málaflokknum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Donald Trump, fyrrverandi forseti og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur sagt að Repúblikanar eigi alls ekki að semja við Biden. Mike Johnson, núverandi þingforseti fulltrúadeildarinnar, sagði á símafundi þingflokksins um helgina að ekki væri hægt að leysa vandamálin á landamærunum fyrr en Trump hefði sest aftur að í Hvíta húsinu. Washington Post hefur eftir Repúblikönum í öldungadeildinni að það sé þvæla. Nú hafi Repúblikanar einstakt tækifæri til að ná árangri á landamærunum, tækifæri sem komi ekki aftur. Meðal þeirra eru Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sem sagði að jafnvel þótt Repúblikanar hefðu meirihluta í báðum deildum þings og forsetinn væri Repúblikani, myndu þeir ekki fá eitt atkvæði frá Demókrötum, sem væri nauðsynlegt. Það er vegna þess að margskonar frumvörp, eins og mörg þeirra sem snúa að landamæraöryggi Bandaríkjanna, þurfa sextíu atkvæði í öldungadeildinni en ekki fimmtíu. Í stuttu máli sagt ríkir alger pattstaða á þingi í Bandaríkjunum og engin lausn er í sjónmáli. Í millitíðinni þurfa Úkraínumenn að eiga við skort á skotfærum og annarskonar hergögnum. Aðstæður í Úkraínu eru víða slæmar fyrir hermenn á víglínunni.Getty/Ignacio Marin Nýr kaupsamningur en engar kúlur fyrr en 2025 Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins skrifðu á þriðjudaginn undir 1,1 milljarðs evra samning um kaup á 155 millimetra sprengikúlum fyrir vestræn stórskotaliðsvopn. Hluti þeirra skotfæra á að fara til Úkraínu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði á blaðamannafundi eftir undirskrift samningsins að stríðið í Úkraínu væri að hluta til orðið að baráttu um skotfæri. Heimildarmenn Reuters segja að samningurinn feli líklega í sér kaup á um 220 þúsund sprengikúlum frá franska fyrirtækinu Nexter og þýska fyrirtækinu Junghans. Ekki er búist við því að fyrstu kúlurnar berist í hús fyrr en í lok árs 2025. Ríki Evrópusambandsins sögðust í fyrra ætla að útvega Úkraínumönnum milljón sprengikúlur á árinu en tókst ekki að senda nema um þriðjung af þeim fjölda. Þegar Bandaríkjamenn fóru í það að auka framleiðslu eftir innrás Rússa drógu ráðamenn í Evópu fæturna og hefur lítið verið gert til að auka framleiðslu í heimsálfunni. Deilt um nýja herkvaðningu Forsvarsmenn úkraínska hersins hafa farið fram á við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, að allt að hálf milljón manna verði kvaddir í herinn. Það sé nauðsynlegt vegna mikils mannfalls og vegna þess að margir hermenn hafi verið linnulaust í orrustu í tvö ár. Þeir þurfi hvíld. Selenskí hefur hingað til dregið fæturnar í því að boða nýja herkvaðningu en slíkt myndi kosta gífurlega fjármuni. Forsetinn sagði á blaðamannafundi í síðasta mánuði að það þyrfti sex skattgreiðendur til að borga laun eins hermanns. Úkraínumenn þyrftu því að finna þrjár milljónir skattgreiðenda til að greiða laun fimm hundruð þúsund hermanna. Háttsettir menn í Úkraínu segjast óttast að það gætu verið mistök að leggja eingöngu áherslu á varnir. Það gefi Vladimír Pútín, forseta Rússlands, forskot á sviði áróðurs. Hann geti haldið því fram að stríðið sé óvinnanlegt fyrir Úkraínumenn og það veiti sömuleiðis Rússum frumkvæðið á víglínunni. Þeir muni alfarið geta stýrt því hvar og hvenær barist sé og þannig mótað átökin eftir eigin höfði. Hér að neðan má sjá frétt frá CNN frá því í vikunni. Fréttamaður heimsótti hermenn á víglínunni nærri Bakhmut. Áhöfn stórskotaliðsvopns sagði skotfæraskortinn mikinn. Þeir hefðu til að mynda eingöngu reykskot. Ukraine s ammo shortage becoming more difficult by the day. Around Bakhmut an M109 position we visited only got smoke rounds. The division commander says the current ratio is 10:1 in favor of the Russians. Still Ukrainian troops are holding on. @CNN @cnni @IsaCNN #Ukraine #Russia pic.twitter.com/9tLBNcbAhA— Frederik Pleitgen (@fpleitgenCNN) January 22, 2024 Erfitt ár í vændum Kíríló Búdanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR), sagði í samtali við blaðamann FT á dögunum að árið 2024 verði erfitt fyrir Úkraínu. Úkraínumenn muni þó halda aftur af sveitum Pútíns og sagði hann goðsögnina um mát Rússlands vera sápukúlu. Rússar væru að eyða mun meira af hergögnum en þeir gætu framleitt og misstu fleiri hermenn en þeir réðu við. Án hernaðaaðstoðar frá Norður-Kóreu væri ástandið á Rússum allt annað og verra. Skotið að hersveitum Rússa nærri Bakhmut.Getty/Ignacio Marin Búdanov var á árum áður sérsveitarmaður sem er sagður hafa staðið fyrir þó nokkrum vel heppnuðum aðgerðum gegn Rússum og aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Hann var gerður að herforingja þegar hann var 35 ára gamall og hefur reynst þyrnir í síðu Rússa frá því innrás þeirra hófst í febrúar í fyrra. Hann hefur lifað minnst tíu banatilræði á undanförnum árum. Sjá einnig: Eiginkona Búdanovs á sjúkrahúsi vegna eitrunar Búdanov sagði einnig í viðtalinu að herkvaðning væri óhjákvæmileg. Það skorti nú þegar hermenn á víglínunni. Versnandi staða í Avdívka Staða Úkraínumanna við Avdívka hefur versnað á undanförnum vikum en Rússar hafa gert mjög umfangsmiklar árásir á borgina frá því í október. Avdívka er í jaðri Dónetsk-borgar og hefur verið lýst sem hliðinu að Dónetsk, sem er höfuðborg samnefnds héraðs og hefur verið í höndum Rússa frá 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Bærinn hefur því verið í fremstu víglínu frá 2014 og er mjög víggirtur. Úkraínumenn brugðist við áhlaupinu með því að senda hermenn frá suðurhluta landsins til að styrkja varnir sínar á svæðinu. Strax í lok október leit út fyrir að Rússar hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli við Avdíka og að þeir hefðu tapað fjölmörgum skrið- og bryndrekum þar. Myndefni frá víglínunni hefur rennt stoðum undir slíkar greiningar. Gervihnattamyndir gefa til kynna að Rússsar hafi sótt inn í suðurhluta Avdívka, sem er erfiðara að verja en aðra hluta borgarinnar. Sérstaklega þar sem hús á svæðinu hafa nánast öll verið jöfnuð við jörðu í stórskotaliðsárásum og loftárásum. Skortur á skotfærum hefur einnig gert varnir Úkraínumanna erfiðari. Hvað gerist þegar Rússar ná lengra inn í borgina, er erfitt að segja til um. Rússar hafa hingað til ekki sýnt mikla getu til að berjast í byggðum bólum en til marks um það tók það þá átta mánuði að ná borginni Bakhmut, með því að notast að mestu við málaliða Wagner Group. Byggja upp varnir af ótta við að þau séu næst Ráðamenn í Evrópu hafa á undanförnum dögum talað opinberlega um að sigri Rússar í Úkraínu á endanum, séu frekari innrásir í kortunum á komandi árum. Meðal þeirra sem hafa varað við þessu er Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands. Ríkisstjórnir Eystrasaltsríkjanna hafa sérstaklega miklar áhyggjur og einhverjar umfangsmestu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, líkja meðal annars eftir innrás í Eystrasaltslöndin. Þá tilkynnti ráðamenn í Eistlandi, Lettlandi og Litháen tilkynntu á dögunum að þeir hefðu komist að samkomulagi um að byggja upp sameiginlegar varnir við landamæri ríkjanna og Rússlands. Samkomulagið er sagt fela í sér byggingu sex hundruð neðanjarðarbyrgja og annarra varnarvirkja, auk þess sem ríkin myndu auka sameiginlega getu sína þegar kemur að stórskotaliði og auka varnir sínar að öðru leyti. Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litháens, ræddi við blaðamenn um helgina og sagði Úkraínumenn vera að vinna inn tíma fyrir önnur ríki eins og Eystrasaltsríkin. „Sko, enginn veit hvernig tíminn líður varðandi brjálæði Rússa. Við vitum það ekki. Þetta byggir á mörgum breytum,“ sagði Landsbergis. Hann sagði fyrstu breytuna snúa að gangi innrásar Rússa í Úkraínu. „Ef Úkraínumönnum vegnar vel, eru þeir að vinna inn tíma fyrir okkur. Úkraínumenn eru að vinna inn tíma fyrir okkur með blóði þeirra. Með lífum þeirra. Með öllu sem þeir eiga. Hversu mikinn tíma þeir geta unnið fyrir okkur vitum við ekki.“ Landsbergis sagðist vona að Úkraínumenn vinni og að hernaðaraðstoð geti hjálpað þeim að vinna. „En ef þeir geta það ekki, þá verðum við að spyrja okkur hvort við höfum notað þann tíma sem þeir unnu fyrir okkur nægilega vel.“ Nobody knows the exact timeline of Russia's madness, but we know Ukraine is buying us time and paying for it with blood. If Ukraine wins, Russia's expansionism will be halted. If not, we will be wishing we had used the bought time more efficiently. pic.twitter.com/mW6G5xqrZD— Gabrielius Landsbergis (@GLandsbergis) January 22, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður NATO Bandaríkin Lettland Litháen Eistland Rýnt í stöðuna í Úkraínu Fréttaskýringar Tengdar fréttir Herflugvél féll til jarðar í Belgorod Flutningaflugvél rússneska hersins hrapaði til jarðar í Belgorod-héraði í morgun og sprakk. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. 24. janúar 2024 10:08 Tyrkneska þingið sættir sig við inngöngu Svía Tyrkneska þingið samþykkti fyrir sitt leyti í kvöld að Svíum yrði veitt innganga í Atlantshafsbandalagið. Veiti Ungverjar einnig samþykki sitt mun samþykki allra aðildarþjóða bandalagsins liggja fyrir. 23. janúar 2024 20:58 Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent
Rússar halda enn árásum sínum áfram í austurhluta Úkraínu en hafa náð takmörkuðum árangri á undanförnum mánuðum. Rússneskir hermenn hafa þó sótt fram á nokkrum stöðum og þá sérstaklega nærri bænum Avdívka og við Kúpíansk. Umfangsmiklar og kostnaðarsamar árásir hafa verið gerðar á Avdívka í nokkra mánuði en markmið Rúsa virðist vera að reyna að leggja undir sig öll Dónetsk og Lúhansk-héruð, sem saman mynda Donbas-svæðið svokallaða. Framsókn Rússa á undanförnum vikum telst þó að mestu í hundruðum metra, ekki kílómetrum. Í einföldu máli sagt, virðast Rússar ekki hafa getu til að ná miklum árangri á víglínunni og Úkraínumenn hafa ekki getu til að reka Rússa á brott. Útlit er fyrir að Úkraínumenn muni verja þessu ári í uppbyggingu og hergagnaframleiðslu í undirbúningi fyrir frekari átök á næsta ári. Rússar eru í svipaðri stöðu, þó þeir haldi árásum sínum í austri áfram. Stöðuna má sjá á kortum hugveitunnar Institute for the Study of War hér að neðan. Here are today's control-of-terrain maps of #Russia's invasion of #Ukraine from @TheStudyofWar and @criticalthreats.Interactive map, updated daily: https://t.co/hwgxTnU2TrArchive of time-lapse maps, updated monthly: https://t.co/IT6FiqwgGO pic.twitter.com/tEZDAus523— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) January 24, 2024 Einbeita sér að vörnum Úkraínskur hermaður á austurbakka Dnipróár í Saporisjíahéraði, sagði nýverið við blaðamann Financial Times að ástandið þar væri gífurlega erfitt. Úkraínumenn náðu fótfestu á austurbakkanum í haust og var markmiðið að ná stöðu til að gera frekari árásir dýpra inn á yfirráðasvæði Rússa. Rússar hafa þó sent umfangsmikinn herafla á svæðið og fótfesta Úkraínumanna hefur minnkað verulega. Vanya, áðurnefndur hermaður, sagði Rússa hafa fjóra til fimm hermenn fyrir hvern Úkraínumenn og að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir miklu mannfalli. Líklega myndu þeir brátt þurfa að hörfa aftur yfir ána og taka upp varnarstöður þar. Þetta á í raun við mest allan úkraínska herinn. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, lýsti því yfir í desember að stríðið væri nú í nýjum fasa. Byggja ætti upp varnir á lykilstöðum og leggja frekari áherslu á vörn í stað sóknar. Einn heimildarmaður FT lýsti ætlunum Úkraínumanna sem „virkri vörn“. Þær fælu í sér að taka upp varnarstöðu en gera áfram smáar árásir í leit að veikleikum á línum Rússa. Samhliða því ætti að nota árið til að byggja upp nýjar sveitir og undirbúa herinn betur fyrir árið 2025. Þessar ætlanir velta þó að miklu leyti á þeirri hernaðaraðstoð sem Úkraínumenn fá frá bakhjörlum sínum. Skortir skotfæri Stórskotalið hefur skipt sköpum frá upphafi stríðsins. Skotfæri fyrir loftvarnarkerfi Úkraínumanna skipta einnig miklu máli og þeir segja mikla þörf á því sviði. Rússar hafa ítrekað gert umfangsmiklar eldflauga- og drónaárásir á úkraínska borgir á undanförnum vikum. Bæði Rússar og Úkraínumenn hafa þurft gífurlegt magn skotfæra fyrir stórskotaliðsvopn. Rússar njóta töluverðs forskots varðandi skotfæri um þessar mundir enda hafa þeir fengið mikið magn af sprengikúlum frá Norður-Kóreu og Íran. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur einnig sent eldflaugar til Rússlands. Talið er að hingað til hafi um fimmtíu eldflaugar verið sendar en ráðamenn á Vesturlöndum óttast samkvæmt New York Times að þær gætu orðið fleiri, sem gæti gert Rússum kleift að hæfa fleiri skotmörk í Úkraínu. Sérstaklega ef Úkraínumenn fái ekki flugskeyti í loftvarnarkerfi sín. Pútín sagði nýverið frá því hann stefndi að því að heimsækja bráðum Norður-Kóreu og er talið að þar muni hann falast eftir fleiri eldflaugum. Úkraínskur hermaður á víglínunni nærri Bakhmut skoðar skotfærabirgðir.Getty/Ignacio Marin Úkraínumenn hafa sömuleiðis fengið mikið magn frá bakhjörlum sínum en framleiðslan annar ekki notkun á víglínum og illa hefur gengið að auka framleiðslu. Það á sérstaklega við í Evrópu en óeining á þingi í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að þar á bæ hafa nýjar hergagnasendingar til Úkraínu ekki verið samþykktar nokkuð lengi. Þegar mest var í sumar voru Úkraínumenn að skjóta um sjö til átta þúsund sprengikúlum á dag. Í dag eru þeir að skjóta um tvö þúsund á dag. Rússar skjóta um þessar mundir allt að tíu þúsund sprengikúlum á dag. Margar kúlur frá Norður-Kóreu hafa þó reynst gamlar. Sumar hafa ekki sprungið og aðrar hafa sprungið inn í hlaupum rússneskra fallbyssa. Fjármunir til hernaðaraðstoðar voru uppurnir í lok desember og Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa neitað að samþykkja nýtt frumvarp um frekari aðstoð. Í fyrstu sögðust þeir vilja fá sínu framgengt á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í skiptum fyrir umrætt frumvarp. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar úkraínsk áhöfn Bradley-bryndreka sigraði rússneskan T-90 skriðdreka í Dónetsk fyrr í mánuðinum. Áhöfn rússneska skriðdrekans flúði að endingu á tveimur jafnfljótum og Úkraínumenn notuðu sjálfsprengidróna til að granda skriðdrekanum að fullu. Footage of the M2A2 UA Bradley deconstructing Russian T-90 pic.twitter.com/FoRX7lDLz6— Ukrainska Pravda in English (@pravda_eng) January 18, 2024 Vilja ekki gefa Biden „sigur“ Samningar náðust í öldungadeildinni um verulega fjárútlátaaukningu vegna landamæranna en Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa ekki viljað samþykkja það. Nokkrir þingmenn flokksins hafa sagt opinberlega að þeir vilji ekki gefa Joe Biden, forseta, pólitískan sigur í málaflokknum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Donald Trump, fyrrverandi forseti og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur sagt að Repúblikanar eigi alls ekki að semja við Biden. Mike Johnson, núverandi þingforseti fulltrúadeildarinnar, sagði á símafundi þingflokksins um helgina að ekki væri hægt að leysa vandamálin á landamærunum fyrr en Trump hefði sest aftur að í Hvíta húsinu. Washington Post hefur eftir Repúblikönum í öldungadeildinni að það sé þvæla. Nú hafi Repúblikanar einstakt tækifæri til að ná árangri á landamærunum, tækifæri sem komi ekki aftur. Meðal þeirra eru Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sem sagði að jafnvel þótt Repúblikanar hefðu meirihluta í báðum deildum þings og forsetinn væri Repúblikani, myndu þeir ekki fá eitt atkvæði frá Demókrötum, sem væri nauðsynlegt. Það er vegna þess að margskonar frumvörp, eins og mörg þeirra sem snúa að landamæraöryggi Bandaríkjanna, þurfa sextíu atkvæði í öldungadeildinni en ekki fimmtíu. Í stuttu máli sagt ríkir alger pattstaða á þingi í Bandaríkjunum og engin lausn er í sjónmáli. Í millitíðinni þurfa Úkraínumenn að eiga við skort á skotfærum og annarskonar hergögnum. Aðstæður í Úkraínu eru víða slæmar fyrir hermenn á víglínunni.Getty/Ignacio Marin Nýr kaupsamningur en engar kúlur fyrr en 2025 Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins skrifðu á þriðjudaginn undir 1,1 milljarðs evra samning um kaup á 155 millimetra sprengikúlum fyrir vestræn stórskotaliðsvopn. Hluti þeirra skotfæra á að fara til Úkraínu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði á blaðamannafundi eftir undirskrift samningsins að stríðið í Úkraínu væri að hluta til orðið að baráttu um skotfæri. Heimildarmenn Reuters segja að samningurinn feli líklega í sér kaup á um 220 þúsund sprengikúlum frá franska fyrirtækinu Nexter og þýska fyrirtækinu Junghans. Ekki er búist við því að fyrstu kúlurnar berist í hús fyrr en í lok árs 2025. Ríki Evrópusambandsins sögðust í fyrra ætla að útvega Úkraínumönnum milljón sprengikúlur á árinu en tókst ekki að senda nema um þriðjung af þeim fjölda. Þegar Bandaríkjamenn fóru í það að auka framleiðslu eftir innrás Rússa drógu ráðamenn í Evópu fæturna og hefur lítið verið gert til að auka framleiðslu í heimsálfunni. Deilt um nýja herkvaðningu Forsvarsmenn úkraínska hersins hafa farið fram á við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, að allt að hálf milljón manna verði kvaddir í herinn. Það sé nauðsynlegt vegna mikils mannfalls og vegna þess að margir hermenn hafi verið linnulaust í orrustu í tvö ár. Þeir þurfi hvíld. Selenskí hefur hingað til dregið fæturnar í því að boða nýja herkvaðningu en slíkt myndi kosta gífurlega fjármuni. Forsetinn sagði á blaðamannafundi í síðasta mánuði að það þyrfti sex skattgreiðendur til að borga laun eins hermanns. Úkraínumenn þyrftu því að finna þrjár milljónir skattgreiðenda til að greiða laun fimm hundruð þúsund hermanna. Háttsettir menn í Úkraínu segjast óttast að það gætu verið mistök að leggja eingöngu áherslu á varnir. Það gefi Vladimír Pútín, forseta Rússlands, forskot á sviði áróðurs. Hann geti haldið því fram að stríðið sé óvinnanlegt fyrir Úkraínumenn og það veiti sömuleiðis Rússum frumkvæðið á víglínunni. Þeir muni alfarið geta stýrt því hvar og hvenær barist sé og þannig mótað átökin eftir eigin höfði. Hér að neðan má sjá frétt frá CNN frá því í vikunni. Fréttamaður heimsótti hermenn á víglínunni nærri Bakhmut. Áhöfn stórskotaliðsvopns sagði skotfæraskortinn mikinn. Þeir hefðu til að mynda eingöngu reykskot. Ukraine s ammo shortage becoming more difficult by the day. Around Bakhmut an M109 position we visited only got smoke rounds. The division commander says the current ratio is 10:1 in favor of the Russians. Still Ukrainian troops are holding on. @CNN @cnni @IsaCNN #Ukraine #Russia pic.twitter.com/9tLBNcbAhA— Frederik Pleitgen (@fpleitgenCNN) January 22, 2024 Erfitt ár í vændum Kíríló Búdanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR), sagði í samtali við blaðamann FT á dögunum að árið 2024 verði erfitt fyrir Úkraínu. Úkraínumenn muni þó halda aftur af sveitum Pútíns og sagði hann goðsögnina um mát Rússlands vera sápukúlu. Rússar væru að eyða mun meira af hergögnum en þeir gætu framleitt og misstu fleiri hermenn en þeir réðu við. Án hernaðaaðstoðar frá Norður-Kóreu væri ástandið á Rússum allt annað og verra. Skotið að hersveitum Rússa nærri Bakhmut.Getty/Ignacio Marin Búdanov var á árum áður sérsveitarmaður sem er sagður hafa staðið fyrir þó nokkrum vel heppnuðum aðgerðum gegn Rússum og aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Hann var gerður að herforingja þegar hann var 35 ára gamall og hefur reynst þyrnir í síðu Rússa frá því innrás þeirra hófst í febrúar í fyrra. Hann hefur lifað minnst tíu banatilræði á undanförnum árum. Sjá einnig: Eiginkona Búdanovs á sjúkrahúsi vegna eitrunar Búdanov sagði einnig í viðtalinu að herkvaðning væri óhjákvæmileg. Það skorti nú þegar hermenn á víglínunni. Versnandi staða í Avdívka Staða Úkraínumanna við Avdívka hefur versnað á undanförnum vikum en Rússar hafa gert mjög umfangsmiklar árásir á borgina frá því í október. Avdívka er í jaðri Dónetsk-borgar og hefur verið lýst sem hliðinu að Dónetsk, sem er höfuðborg samnefnds héraðs og hefur verið í höndum Rússa frá 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Bærinn hefur því verið í fremstu víglínu frá 2014 og er mjög víggirtur. Úkraínumenn brugðist við áhlaupinu með því að senda hermenn frá suðurhluta landsins til að styrkja varnir sínar á svæðinu. Strax í lok október leit út fyrir að Rússar hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli við Avdíka og að þeir hefðu tapað fjölmörgum skrið- og bryndrekum þar. Myndefni frá víglínunni hefur rennt stoðum undir slíkar greiningar. Gervihnattamyndir gefa til kynna að Rússsar hafi sótt inn í suðurhluta Avdívka, sem er erfiðara að verja en aðra hluta borgarinnar. Sérstaklega þar sem hús á svæðinu hafa nánast öll verið jöfnuð við jörðu í stórskotaliðsárásum og loftárásum. Skortur á skotfærum hefur einnig gert varnir Úkraínumanna erfiðari. Hvað gerist þegar Rússar ná lengra inn í borgina, er erfitt að segja til um. Rússar hafa hingað til ekki sýnt mikla getu til að berjast í byggðum bólum en til marks um það tók það þá átta mánuði að ná borginni Bakhmut, með því að notast að mestu við málaliða Wagner Group. Byggja upp varnir af ótta við að þau séu næst Ráðamenn í Evrópu hafa á undanförnum dögum talað opinberlega um að sigri Rússar í Úkraínu á endanum, séu frekari innrásir í kortunum á komandi árum. Meðal þeirra sem hafa varað við þessu er Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands. Ríkisstjórnir Eystrasaltsríkjanna hafa sérstaklega miklar áhyggjur og einhverjar umfangsmestu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, líkja meðal annars eftir innrás í Eystrasaltslöndin. Þá tilkynnti ráðamenn í Eistlandi, Lettlandi og Litháen tilkynntu á dögunum að þeir hefðu komist að samkomulagi um að byggja upp sameiginlegar varnir við landamæri ríkjanna og Rússlands. Samkomulagið er sagt fela í sér byggingu sex hundruð neðanjarðarbyrgja og annarra varnarvirkja, auk þess sem ríkin myndu auka sameiginlega getu sína þegar kemur að stórskotaliði og auka varnir sínar að öðru leyti. Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litháens, ræddi við blaðamenn um helgina og sagði Úkraínumenn vera að vinna inn tíma fyrir önnur ríki eins og Eystrasaltsríkin. „Sko, enginn veit hvernig tíminn líður varðandi brjálæði Rússa. Við vitum það ekki. Þetta byggir á mörgum breytum,“ sagði Landsbergis. Hann sagði fyrstu breytuna snúa að gangi innrásar Rússa í Úkraínu. „Ef Úkraínumönnum vegnar vel, eru þeir að vinna inn tíma fyrir okkur. Úkraínumenn eru að vinna inn tíma fyrir okkur með blóði þeirra. Með lífum þeirra. Með öllu sem þeir eiga. Hversu mikinn tíma þeir geta unnið fyrir okkur vitum við ekki.“ Landsbergis sagðist vona að Úkraínumenn vinni og að hernaðaraðstoð geti hjálpað þeim að vinna. „En ef þeir geta það ekki, þá verðum við að spyrja okkur hvort við höfum notað þann tíma sem þeir unnu fyrir okkur nægilega vel.“ Nobody knows the exact timeline of Russia's madness, but we know Ukraine is buying us time and paying for it with blood. If Ukraine wins, Russia's expansionism will be halted. If not, we will be wishing we had used the bought time more efficiently. pic.twitter.com/mW6G5xqrZD— Gabrielius Landsbergis (@GLandsbergis) January 22, 2024
Herflugvél féll til jarðar í Belgorod Flutningaflugvél rússneska hersins hrapaði til jarðar í Belgorod-héraði í morgun og sprakk. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. 24. janúar 2024 10:08
Tyrkneska þingið sættir sig við inngöngu Svía Tyrkneska þingið samþykkti fyrir sitt leyti í kvöld að Svíum yrði veitt innganga í Atlantshafsbandalagið. Veiti Ungverjar einnig samþykki sitt mun samþykki allra aðildarþjóða bandalagsins liggja fyrir. 23. janúar 2024 20:58
Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34