Selur eitt frægasta Ólympíugull sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2024 14:31 Bob Beamon við mynd af sér í sigurstökkinu á Ólympíuleikunum í Mexíkó 1968. Getty Bandaríski frjálsíþróttamaðurinn Bob Beamon vann á sínum tíma einn eftirminnilegasta sigurinn í sögu Ólympíuleikanna og nú getur einhver áhugasamur eignast gullverðlaunin sem hann fékk um hálsinn á sumarleikunum í Mexíkó árið 1968. Beamon vann ekki aðeins Ólympíugull í langstökki fyrir tæpum 56 árum heldur bætti hann heimsmetið um 55 sentimetra með því að stökkva 8,90 metra. Svo langt var stökkið að þeir gátu ekki mælt það strax. Starfsmennirnir þurftu að sækja lengra málband. @sportbladet Þetta heimsmet átti síðan eftir að standa í 23 ár eða til ársins 1991 þegar Mike Powell stökk 8,95 metra á HM í Tókýó. Beamon ræddi gullverðlaunin og söluna á þeim í viðtali við Sports Illustrated og fór þar yfir ástæðuna fyrir því að hann ætlar að selja gullið sitt. „Ég hef fengið að njóta þessara gullverðlauna í meira en 55 ár og geri enn en ég tel að heimurinn eigi að fá að sjá þau og einhver annar að fá tækifæri til dást af þeim. Ég er 77 ára gamall núna og minningarnar og ást mín á medalíunni eru engu lík. Hins vegar er það líka yndisleg tilfinning að láta þau frá mér,“ sagði Bob Beamon. Ólympíuverðlaunin eru metin á bilinu 400 til 600 þúsund Bandaríkjadali eða á bilinu 55 til 82 milljónir íslenskra króna. Uppboðshaldarinn Christie mun bjóða þau upp og ef þau seljast á fyrrnefndu verðbili verður þetta eitt það mesta sem hefur fengist fyrir Ólympíuverðlaun á slíku uppboði. Árið 2013 seldist ein af fernum gullverðlaun Jesse Owens frá ÓL í Berlin 1936 fyrir 1,46 milljónir dollara eða 200 milljónir króna. Want to buy Bob Beamon s 8.90 Mexico 68 gold medal ? Estimate: $400,000-600,000Exceptional Sale on 1 February 2024 at Christie s in New YorkIt s always a bit sad to learn that a champion has to sell their medals https://t.co/vnqJ6Up0d7 pic.twitter.com/YWOCke4z9w— PJ Vazel (@pjvazel) January 21, 2024 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Beamon vann ekki aðeins Ólympíugull í langstökki fyrir tæpum 56 árum heldur bætti hann heimsmetið um 55 sentimetra með því að stökkva 8,90 metra. Svo langt var stökkið að þeir gátu ekki mælt það strax. Starfsmennirnir þurftu að sækja lengra málband. @sportbladet Þetta heimsmet átti síðan eftir að standa í 23 ár eða til ársins 1991 þegar Mike Powell stökk 8,95 metra á HM í Tókýó. Beamon ræddi gullverðlaunin og söluna á þeim í viðtali við Sports Illustrated og fór þar yfir ástæðuna fyrir því að hann ætlar að selja gullið sitt. „Ég hef fengið að njóta þessara gullverðlauna í meira en 55 ár og geri enn en ég tel að heimurinn eigi að fá að sjá þau og einhver annar að fá tækifæri til dást af þeim. Ég er 77 ára gamall núna og minningarnar og ást mín á medalíunni eru engu lík. Hins vegar er það líka yndisleg tilfinning að láta þau frá mér,“ sagði Bob Beamon. Ólympíuverðlaunin eru metin á bilinu 400 til 600 þúsund Bandaríkjadali eða á bilinu 55 til 82 milljónir íslenskra króna. Uppboðshaldarinn Christie mun bjóða þau upp og ef þau seljast á fyrrnefndu verðbili verður þetta eitt það mesta sem hefur fengist fyrir Ólympíuverðlaun á slíku uppboði. Árið 2013 seldist ein af fernum gullverðlaun Jesse Owens frá ÓL í Berlin 1936 fyrir 1,46 milljónir dollara eða 200 milljónir króna. Want to buy Bob Beamon s 8.90 Mexico 68 gold medal ? Estimate: $400,000-600,000Exceptional Sale on 1 February 2024 at Christie s in New YorkIt s always a bit sad to learn that a champion has to sell their medals https://t.co/vnqJ6Up0d7 pic.twitter.com/YWOCke4z9w— PJ Vazel (@pjvazel) January 21, 2024
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti