Króatar kæmust í Ólympíuumspilið með því að tapa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2024 10:01 Domagoj Duvnjak og félagar í króatíska landsliðinu eru væntanlega á leiðinni í umspilið fyrir Ólympíuleikana í París þrátt fyrir slakt gengi á EM. Getty/Marvin Ibo Guengoer Króatar gætu hjálpað Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu og um leið hjálpað sér sjálfum. Króatar tryggja sér sæti í umspili Ólympíuleikanna með því að tapa lokaleiknum sínum á móti Þýskalandi. Það er ekki oft sem lið græða á því að tapa leik en svo gæti farið í þessu tilfelli. Tapi Króatar leiknum þá tryggja Þjóðverjar sér um leið sæti í undanúrslitunum. Þetta eru því eiginlega bestu úrslitin fyrir bæði lið. Þess ber þó að geta að leikur Króatíu og Þýskalands er síðasti leikur morgundagsins, og því mögulegt að Þjóðverjar verði þegar komnir inn í undanúrslit ef Ísland vinnur Austurríki og Frakkland vinnur Ungverjaland. Hér má sjá hvaða þjóðir komust í Ólympíuumspilið á síðasta heimsmeistaramóti. Frakkland og Danmörk eru komin beint á ÓL en næstu sex þjóðir eru öruggar í umspilið. Ef einhver þessara þjóða fær sæti á leikunum sem Evrópumeistari þá detta Króatarnir inn í umspilið.Wikipedia Eftir sigurinn á Ungverjum í gær eru lærisveinar Alfreðs Gíslasonar einum sigri frá undanúrslitunum. Þeir eru í keppni um síðasta sætið við Ungverja og Austurríkismenn. Þýskaland er stigi á undan og því með málin í sínum höndum en hinar þjóðirnar þurfa að treyst á hjálp frá Króötum. En hvernig stendur á því að Króatar gætu grætt á því að tapa þessum lokaleik? Ástæðan er sú að þeir er eru næstir inn í umspilssæti fyrir Ólympíuleikana, út frá árangri á síðasta heimsmeistaramóti. Það er einn öruggur farseðill á ÓL í boði á EM, fyrir Evrópumeistarana (eða næsta lið á eftir Danmörku og Frakklandi sem eru þegar komin inn á ÓL). Austurríki er eina liðið sem enn getur náð þessum farseðli á ÓL, sem ekki er þegar komið inn á ÓL eða í ÓL-umspilið. Það vilja Króatar ekki að gerist því að þeir eru næstir inn í ÓL-umspilið út frá árangri á síðasta HM, og fá það sæti ef að lið sem var komið inn í umspilið (Svíþjóð, Þýskaland eða Ungverjaland) kemst beint á ÓL í gegnum EM. Eftir standa síðan tvö laus sæti í umspilið hjá þeim þjóðum sem eru ekki þegar komnar í umspilið eða á ÓL. Íslenska landsliðið dreymir um annað þeirra sæta. EM 2024 í handbolta Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Króatar tryggja sér sæti í umspili Ólympíuleikanna með því að tapa lokaleiknum sínum á móti Þýskalandi. Það er ekki oft sem lið græða á því að tapa leik en svo gæti farið í þessu tilfelli. Tapi Króatar leiknum þá tryggja Þjóðverjar sér um leið sæti í undanúrslitunum. Þetta eru því eiginlega bestu úrslitin fyrir bæði lið. Þess ber þó að geta að leikur Króatíu og Þýskalands er síðasti leikur morgundagsins, og því mögulegt að Þjóðverjar verði þegar komnir inn í undanúrslit ef Ísland vinnur Austurríki og Frakkland vinnur Ungverjaland. Hér má sjá hvaða þjóðir komust í Ólympíuumspilið á síðasta heimsmeistaramóti. Frakkland og Danmörk eru komin beint á ÓL en næstu sex þjóðir eru öruggar í umspilið. Ef einhver þessara þjóða fær sæti á leikunum sem Evrópumeistari þá detta Króatarnir inn í umspilið.Wikipedia Eftir sigurinn á Ungverjum í gær eru lærisveinar Alfreðs Gíslasonar einum sigri frá undanúrslitunum. Þeir eru í keppni um síðasta sætið við Ungverja og Austurríkismenn. Þýskaland er stigi á undan og því með málin í sínum höndum en hinar þjóðirnar þurfa að treyst á hjálp frá Króötum. En hvernig stendur á því að Króatar gætu grætt á því að tapa þessum lokaleik? Ástæðan er sú að þeir er eru næstir inn í umspilssæti fyrir Ólympíuleikana, út frá árangri á síðasta heimsmeistaramóti. Það er einn öruggur farseðill á ÓL í boði á EM, fyrir Evrópumeistarana (eða næsta lið á eftir Danmörku og Frakklandi sem eru þegar komin inn á ÓL). Austurríki er eina liðið sem enn getur náð þessum farseðli á ÓL, sem ekki er þegar komið inn á ÓL eða í ÓL-umspilið. Það vilja Króatar ekki að gerist því að þeir eru næstir inn í ÓL-umspilið út frá árangri á síðasta HM, og fá það sæti ef að lið sem var komið inn í umspilið (Svíþjóð, Þýskaland eða Ungverjaland) kemst beint á ÓL í gegnum EM. Eftir standa síðan tvö laus sæti í umspilið hjá þeim þjóðum sem eru ekki þegar komnar í umspilið eða á ÓL. Íslenska landsliðið dreymir um annað þeirra sæta.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira