Hann lætur formlega af störfum þann 4. mars. Þetta sagði Björn í viðtali við mbl.is í gær og að hann sé nú að meta atvinnutilboð sem honum hefur borist.
Björn er bæklunarskurðlæknir og var forstjóri Landspítalans á árunum 2010 til 2013 og var ráðinn forstjóri Karolinska árið 2019. Árið 2022 var hann ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, en sú staða snerist fyrst og fremst að störfum Landspítalans.