Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2024 18:30 Elvar Örn Jónsson fékk mikið hrós í þættinum. Vísir/Vilhelm „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. Ísland vann í dag frækinn fimm marka sigur á Króatíu. Um er að ræða fyrsta sigur Íslands á Króatíu á stórmóti og þá á Ísland enn möguleika á að komast inn á Ólympíuleikana. Stefán Árni fékk þá Einar Jónsson, þjálfara Fram, og Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörð, til að gera upp leikinn. Þá var Rúnar Sigtryggson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni, á línunni. „Þetta var kærkomin upplyfting,“ sagði Rúnar um sigur dagsins en það var ekki bjart yfir mannskapnum eftir slæmt gengi að undanförnu. Þeir Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason voru veikir og léku ekki í dag. Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist og spilaði ekki nema örfáar mínútur. Sömu sögu var að segja af Ými Erni Gíslasyni sem fékk rautt spjald snemma leiks. Þrátt fyrir öll skakkaföllin þá sneri íslenska liðið bökum saman og vann frækinn sigur. „Það er frábært að sjá að það hengir enginn haus yfir því að einhver detti út, menn grípa bara tækifærið ef það gefst. Fannst við gera það í dag. Þessi galdur, ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið.“ „Mér fannst margt gott sem við gerðum í dag. Það var dólgur í hægri vængnum frá byrjun, Viggó Kristjánsson og Óðinn Örn Ríkharðsson ætluðu ekki ekkert að láta labba yfir sig. Voru með stæla (e. attitude) út í allt og alla. Aron Pálmarsson var frábær í sókninni, allan tímann. Í rauninni allir sem komu inn á voru góðir.“ „Það sem gerði útslagið að mér fannst var Elvar Örn Jónsson í vörninni. Elvar Örn og Arnar Freyr Arnarsson í miðjublokk varnarinnar í byrjun seinni hálfleiks. Maður sá að Króatar áttu miklu erfiðara með að komast framhjá okkur. Þó það hafi ekki allt verið fullkomið þá týndist sóknarleikur Króatíu mjög mikið, allt í einu fóru þeir að tapa boltum sem gaf okkur hraðaupphlaup. Fannst það vera viðsnúningurinn ásamt góðum leik hjá öllum,“ sagði Rúnar en þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Handbolti Besta sætið EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Ísland vann í dag frækinn fimm marka sigur á Króatíu. Um er að ræða fyrsta sigur Íslands á Króatíu á stórmóti og þá á Ísland enn möguleika á að komast inn á Ólympíuleikana. Stefán Árni fékk þá Einar Jónsson, þjálfara Fram, og Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörð, til að gera upp leikinn. Þá var Rúnar Sigtryggson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni, á línunni. „Þetta var kærkomin upplyfting,“ sagði Rúnar um sigur dagsins en það var ekki bjart yfir mannskapnum eftir slæmt gengi að undanförnu. Þeir Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason voru veikir og léku ekki í dag. Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist og spilaði ekki nema örfáar mínútur. Sömu sögu var að segja af Ými Erni Gíslasyni sem fékk rautt spjald snemma leiks. Þrátt fyrir öll skakkaföllin þá sneri íslenska liðið bökum saman og vann frækinn sigur. „Það er frábært að sjá að það hengir enginn haus yfir því að einhver detti út, menn grípa bara tækifærið ef það gefst. Fannst við gera það í dag. Þessi galdur, ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið.“ „Mér fannst margt gott sem við gerðum í dag. Það var dólgur í hægri vængnum frá byrjun, Viggó Kristjánsson og Óðinn Örn Ríkharðsson ætluðu ekki ekkert að láta labba yfir sig. Voru með stæla (e. attitude) út í allt og alla. Aron Pálmarsson var frábær í sókninni, allan tímann. Í rauninni allir sem komu inn á voru góðir.“ „Það sem gerði útslagið að mér fannst var Elvar Örn Jónsson í vörninni. Elvar Örn og Arnar Freyr Arnarsson í miðjublokk varnarinnar í byrjun seinni hálfleiks. Maður sá að Króatar áttu miklu erfiðara með að komast framhjá okkur. Þó það hafi ekki allt verið fullkomið þá týndist sóknarleikur Króatíu mjög mikið, allt í einu fóru þeir að tapa boltum sem gaf okkur hraðaupphlaup. Fannst það vera viðsnúningurinn ásamt góðum leik hjá öllum,“ sagði Rúnar en þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að neðan.
Handbolti Besta sætið EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira