Skýrsla Henrys: Gömlu kempurnar héldu draumnum á lífi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2024 19:26 Aron og Bjarki Már fagna sigrinum sæta í dag. vísir/vilhelm Þetta verður ekki mikið íslenskara. Þegar allir, og afi þeirra líka, eru búnir að afskrifa strákana okkar sparka þeir fast frá sér. Sögulegur sigur á Króatíu heldur ÓL-draumnum á lífi. Fréttirnar fyrir leik voru ekki beint uppörvandi. Ómar Ingi og Janus Daði ekki með vegna veikinda. Svo byrjaði leikurinn og það stóð ekki steinn yfir steini í varnarleik íslenska liðsins. Króatarnir fengu endalaus frí skot og það stefndi í alvöru martröð. Ekki bætti úr skák að Ýmir Örn lét reka sig af velli fyrir heimskulegt brot eftir um tíu mínútna leik. Bjöggi kom í búrið, vörnin þéttist aðeins og Króatarnir fóru að klaufast. Ísland var aðeins þremur mörkum undir í hálfleik og allt galopið. Síðari hálfleikur verður svo lengi í minnum hafður. Vörnin frábær og Króatarnir fundu á löngum stundum nákvæmlega engin svör og töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum. Fyrir aftan vörnina var Björgvin Páll í gamla, góða gírnum og varði allt. Ef það væru forsetakosningar á morgun þá væri Bjöggi að flytja á Bessastaði. Það komu stundir þar sem Króatar önduðu í hálsmálið á okkar mönnum en í stað þess að brotna, eins og svo oft áður, stóðu strákarnir í lappirnar og rúlluðu yfir Króatana. Fyrsti sigurinn á Króatíu á stórmóti. Loksins búið að brjóta þennan múr. Halelúja! Aron Pálmarsson átti mergjaðan leik. Skoraði frábær mörk, dró vagninn oft á tíðum og var sterkur í vörn. Þess utan reif hann félaga sína með sér og sýndi alvöru leiðtogahæfileika. Glæsileg frammistaða. Það var alltaf vitað að Björgvin Páll myndi eiga að minnsta kosti einn stórleik á mótinu og blessunarlega kom hann í dag. Reynsluboltarnir voru okkar bestu menn. Þeir ætlar sér aftur á Ólympíuleikana. Óðinn Þór heldur áfram að blómstra, eftir að hann losnaði við fjötrana, og það er alltaf skemmtun að horfa á þann töframann spila handbolta. Bjarki Már sýndi mikinn karakter með því að rífa sig í gang eftir að hafa klúðrað þrem skotum í röð. Svo er það Haukur Þrastarson. Sá hefur minnt svakalega á sig í síðustu leikjum. Óhræddur, áræðinn og stútfullur af gæðum. Hvar var hann framan af móti? Þjálfararnir setja að sjálfsögðu upp sitt plan fyrir mót. Standa svo og falla með því. Þeir veðjuðu á plan án Hauks framan af og miðað við frammistöðu hans í síðustu leikjum lítur það plan hrikalega illa út núna. Vinkonurnar ef og hefði og allt það. Nú er að vona að strákarnir standi í lappirnar í lokaleik milliriðilsins gegn Austurríki og tryggi sér sæti í forkeppni ÓL. Það væri mikil sárabót á móti sem hefur í heildina verið mikil vonbrigði. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Fleiri fréttir Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Sjá meira
Fréttirnar fyrir leik voru ekki beint uppörvandi. Ómar Ingi og Janus Daði ekki með vegna veikinda. Svo byrjaði leikurinn og það stóð ekki steinn yfir steini í varnarleik íslenska liðsins. Króatarnir fengu endalaus frí skot og það stefndi í alvöru martröð. Ekki bætti úr skák að Ýmir Örn lét reka sig af velli fyrir heimskulegt brot eftir um tíu mínútna leik. Bjöggi kom í búrið, vörnin þéttist aðeins og Króatarnir fóru að klaufast. Ísland var aðeins þremur mörkum undir í hálfleik og allt galopið. Síðari hálfleikur verður svo lengi í minnum hafður. Vörnin frábær og Króatarnir fundu á löngum stundum nákvæmlega engin svör og töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum. Fyrir aftan vörnina var Björgvin Páll í gamla, góða gírnum og varði allt. Ef það væru forsetakosningar á morgun þá væri Bjöggi að flytja á Bessastaði. Það komu stundir þar sem Króatar önduðu í hálsmálið á okkar mönnum en í stað þess að brotna, eins og svo oft áður, stóðu strákarnir í lappirnar og rúlluðu yfir Króatana. Fyrsti sigurinn á Króatíu á stórmóti. Loksins búið að brjóta þennan múr. Halelúja! Aron Pálmarsson átti mergjaðan leik. Skoraði frábær mörk, dró vagninn oft á tíðum og var sterkur í vörn. Þess utan reif hann félaga sína með sér og sýndi alvöru leiðtogahæfileika. Glæsileg frammistaða. Það var alltaf vitað að Björgvin Páll myndi eiga að minnsta kosti einn stórleik á mótinu og blessunarlega kom hann í dag. Reynsluboltarnir voru okkar bestu menn. Þeir ætlar sér aftur á Ólympíuleikana. Óðinn Þór heldur áfram að blómstra, eftir að hann losnaði við fjötrana, og það er alltaf skemmtun að horfa á þann töframann spila handbolta. Bjarki Már sýndi mikinn karakter með því að rífa sig í gang eftir að hafa klúðrað þrem skotum í röð. Svo er það Haukur Þrastarson. Sá hefur minnt svakalega á sig í síðustu leikjum. Óhræddur, áræðinn og stútfullur af gæðum. Hvar var hann framan af móti? Þjálfararnir setja að sjálfsögðu upp sitt plan fyrir mót. Standa svo og falla með því. Þeir veðjuðu á plan án Hauks framan af og miðað við frammistöðu hans í síðustu leikjum lítur það plan hrikalega illa út núna. Vinkonurnar ef og hefði og allt það. Nú er að vona að strákarnir standi í lappirnar í lokaleik milliriðilsins gegn Austurríki og tryggi sér sæti í forkeppni ÓL. Það væri mikil sárabót á móti sem hefur í heildina verið mikil vonbrigði.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Fleiri fréttir Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik