„Þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 17:01 Snorri Steinn Guðjónsson fagnar á hliðarlínunni í dag en hann hafði næga ástæðu til að fagna í þessum leik. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var sáttur eftir frábæran sigur á Króötum á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. Íslenska liðið lenti í miklu mótlæti í leiknum en kom til baka og átti frábæran seinni hálfleik. „Menn stigu upp. Það voru fullt af strákum sem stigu upp. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu og stoltur af því að þeir hafi staðist þetta. Það var fullt af mótlæti en það hefur svo sem ekki vantað í mótinu hingað til,“ sagði Snorri Steinn í viðtali við Sindra Sverrisson eftir leikinn. „Ég efaðist ekkert um karakter þessara gaura en þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og spiluðu frábærlega,“ sagði Snorri Steinn. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Króatíu á stórmóti. „Er það? Það var mjög gott að hann kom í dag. Frábært að hann kom í dag,“ sagði Snorri Steinn brosandi. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir sigur á Króatíu „Ég átti von á hröðum leik og mikið af mörkum en við vorum ekki alveg að finna taktinn í vörn og markvörslu. Þeir voru líka að keyra og voru að fá þessi mörk sem við vorum búnir að tala um. Á meðan við vorum að skora og fá færin þá líður þér alltaf aðeins betur,“ sagði Snorri Steinn. „Auðvitað glitti aðeins í það sem hefur verið að, dauðafæri og tæknifeilar. Mér fannst við ekki missa móðinn og þegar Bjöggi kemur inn og þetta tikkar aðeins þá fer okkur að líða aðeins betur. Þá uxu menn bara,“ sagði Snorri Steinn. „Svo var þetta klárlega okkar langheilsteyptasti leikur til þess að mótinu. Eitthvað sem hefur vantað en flestir þættir gengu upp hjá okkur í dag,“ sagði Snorri Steinn. Björgvin Páll Gústavsson átti frábæra innkomu í íslenska liðið í dag. „Hann var bara frábær. Ég veit alveg hvar ég hef Bjögga og hef ekkert efast um hann eða Viktor saman sem markmenn. Hann hefur bara átt góðar innkomur á þessu móti og einhverjar mínútur þar sem hann hefur ekki náð sér á strik eins og aðrir í mótinu. Þeir sem eru hérna eiga það skilið að mínu mati,“ sagði Snorri Steinn. Ísland á enn smá möguleika á sæti í umspili um sæti á Ólympíuleikum. „Við þurfum aðeins að bíða og sjá. Það var bara mikilvægt fyrir okkur að fá frammistöðu og sýna úr hverju þeir eru gerðir. Drengirnir gerður það svo sannarlega. Að því sögðu þá eru þetta bara tvö stig,“ sagði Snorri Steinn. „Við þurfum að halda áfram. Við getum ekki hugsað sem svo að eitthvað sé komið. Það er langur vegur frá. Nú horfum við á næstu leiki og undirbúum okkur vel fyrir þann næsta,“ sagði Snorri Steinn. Gísli Kristjánsson meiddist snemma í leiknum og lék ekkert meira. „Ég held bara að hann sé á leiðinni í myndatöku. Þetta var eitthvað með ristina á hoonum en annað veit ég ekki,“ sagði Snorri Steinn. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Sjá meira
Íslenska liðið lenti í miklu mótlæti í leiknum en kom til baka og átti frábæran seinni hálfleik. „Menn stigu upp. Það voru fullt af strákum sem stigu upp. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu og stoltur af því að þeir hafi staðist þetta. Það var fullt af mótlæti en það hefur svo sem ekki vantað í mótinu hingað til,“ sagði Snorri Steinn í viðtali við Sindra Sverrisson eftir leikinn. „Ég efaðist ekkert um karakter þessara gaura en þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og spiluðu frábærlega,“ sagði Snorri Steinn. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Króatíu á stórmóti. „Er það? Það var mjög gott að hann kom í dag. Frábært að hann kom í dag,“ sagði Snorri Steinn brosandi. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir sigur á Króatíu „Ég átti von á hröðum leik og mikið af mörkum en við vorum ekki alveg að finna taktinn í vörn og markvörslu. Þeir voru líka að keyra og voru að fá þessi mörk sem við vorum búnir að tala um. Á meðan við vorum að skora og fá færin þá líður þér alltaf aðeins betur,“ sagði Snorri Steinn. „Auðvitað glitti aðeins í það sem hefur verið að, dauðafæri og tæknifeilar. Mér fannst við ekki missa móðinn og þegar Bjöggi kemur inn og þetta tikkar aðeins þá fer okkur að líða aðeins betur. Þá uxu menn bara,“ sagði Snorri Steinn. „Svo var þetta klárlega okkar langheilsteyptasti leikur til þess að mótinu. Eitthvað sem hefur vantað en flestir þættir gengu upp hjá okkur í dag,“ sagði Snorri Steinn. Björgvin Páll Gústavsson átti frábæra innkomu í íslenska liðið í dag. „Hann var bara frábær. Ég veit alveg hvar ég hef Bjögga og hef ekkert efast um hann eða Viktor saman sem markmenn. Hann hefur bara átt góðar innkomur á þessu móti og einhverjar mínútur þar sem hann hefur ekki náð sér á strik eins og aðrir í mótinu. Þeir sem eru hérna eiga það skilið að mínu mati,“ sagði Snorri Steinn. Ísland á enn smá möguleika á sæti í umspili um sæti á Ólympíuleikum. „Við þurfum aðeins að bíða og sjá. Það var bara mikilvægt fyrir okkur að fá frammistöðu og sýna úr hverju þeir eru gerðir. Drengirnir gerður það svo sannarlega. Að því sögðu þá eru þetta bara tvö stig,“ sagði Snorri Steinn. „Við þurfum að halda áfram. Við getum ekki hugsað sem svo að eitthvað sé komið. Það er langur vegur frá. Nú horfum við á næstu leiki og undirbúum okkur vel fyrir þann næsta,“ sagði Snorri Steinn. Gísli Kristjánsson meiddist snemma í leiknum og lék ekkert meira. „Ég held bara að hann sé á leiðinni í myndatöku. Þetta var eitthvað með ristina á hoonum en annað veit ég ekki,“ sagði Snorri Steinn.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn