„Mættir í stríð og þurfum að vera tilbúnir“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2024 12:02 Elvar Örn Jónsson í loftinu í leiknum við Frakka á EM. VÍSIR/VILHELM Elvar Örn Jónsson, einn af strákunum okkar á EM í handbolta, býr sig undir hörkuleik gegn Króötum í dag. Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti í handbolta en nú þarf að verða breyting á. Króatía og Ísland eru einu liðin í milliriðli 1 sem ekki hafa unnið sigur, en Elvar segir Króata illviðráðanlega: „Þetta eru Króatar. Hrikalega góðir í handbolta og hafa sýnt það á mótinu hvað þeir eru góðir. En við þurfum meira að hugsa um okkur. Við erum mættir í stríð og þurfum að vera tilbúnir,“ segir Elvar og vill sjá betri frammistöðu íslenska liðsins í dag en á mótinu til þessa. Ísland á enn möguleika á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna, með árangri sínum á EM, en til þess þarf liðið að vinna í dag og gegn Austurríki á miðvikudaginn. Vonin lifir eftir að Austurríki glutraði niður forskoti sínu gegn Þýskalandi í fyrrakvöld: „Maður horfði eitthvað á leikinn og auðvitað gefur þetta okkur einhvern séns, en við þurfum að skila okkar núna og allur fókusinn er bara á okkur. Maður var stressaður í lokin en sem betur fer kom þarna heppni fyrir okkur og Þjóðverja,“ segir Elvar. Klippa: Elvar um leikinn við Króata Ísland spilaði tvo vináttulandsleiki við Austurríki fyrir mót, og vann þá báða, en Austurríkismenn hafa svo komið liða mest á óvart á EM: „Mér finnst þeir líta hrikalega vel út. Markvörðurinn var frábær hjá þeim gegn Þjóðverjum, og maður sér hversu gott lið þetta er. Allir að spila fyrir hvern annan og þeir hafa verið hrikalega flottir á þessu móti,“ segir Elvar en er hægt að læra eitthvað af því sem Austurríki hefur gert á mótinu? „Já, kannski getum við lært eitthvað af því. En ég hef fulla trú á okkur og veit hvað við getum. Við þurfum bara að ná því fram [í dag].“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Mamma og pabbi reikna þetta út“ Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir að mótherjar dagsins á EM, Króatar, spili svipaðan handbolta og liðin sem Ísland mætti í fyrstu leikjunum á mótinu. 22. janúar 2024 10:00 Skilur ekki af hverju Haukur hefur ekki verið notaður meira Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta, furðar sig á af hverju Haukur Þrastarson hefur ekki spilað meira á Evrópumótinu í Þýskalandi. 22. janúar 2024 09:00 Þú trúir því ekki en markmið Snorra lifir Hvað ef ég segði þér að það væri enn möguleiki á því að Ísland spilaði um 5. sæti á Evrópumótinu í handbolta? Eða að markmiðið um að komast á Ólympíuleikana í París í sumar sé enn vel raunhæft? Hvorugt er að minnsta kosti lygi. 22. janúar 2024 08:31 Aron: Ætla rétt að vona að við nýtum okkur þetta „Skrokkurinn er góður en almenn líðan er upp og ofan. Einn klukkutíma getur maður náð að gleyma en hinn fer allt á flug,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem treystir því að íslenska landsliðið standi sig gegn Króötum á EM í dag. 22. janúar 2024 07:30 Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. 21. janúar 2024 22:16 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti í handbolta en nú þarf að verða breyting á. Króatía og Ísland eru einu liðin í milliriðli 1 sem ekki hafa unnið sigur, en Elvar segir Króata illviðráðanlega: „Þetta eru Króatar. Hrikalega góðir í handbolta og hafa sýnt það á mótinu hvað þeir eru góðir. En við þurfum meira að hugsa um okkur. Við erum mættir í stríð og þurfum að vera tilbúnir,“ segir Elvar og vill sjá betri frammistöðu íslenska liðsins í dag en á mótinu til þessa. Ísland á enn möguleika á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna, með árangri sínum á EM, en til þess þarf liðið að vinna í dag og gegn Austurríki á miðvikudaginn. Vonin lifir eftir að Austurríki glutraði niður forskoti sínu gegn Þýskalandi í fyrrakvöld: „Maður horfði eitthvað á leikinn og auðvitað gefur þetta okkur einhvern séns, en við þurfum að skila okkar núna og allur fókusinn er bara á okkur. Maður var stressaður í lokin en sem betur fer kom þarna heppni fyrir okkur og Þjóðverja,“ segir Elvar. Klippa: Elvar um leikinn við Króata Ísland spilaði tvo vináttulandsleiki við Austurríki fyrir mót, og vann þá báða, en Austurríkismenn hafa svo komið liða mest á óvart á EM: „Mér finnst þeir líta hrikalega vel út. Markvörðurinn var frábær hjá þeim gegn Þjóðverjum, og maður sér hversu gott lið þetta er. Allir að spila fyrir hvern annan og þeir hafa verið hrikalega flottir á þessu móti,“ segir Elvar en er hægt að læra eitthvað af því sem Austurríki hefur gert á mótinu? „Já, kannski getum við lært eitthvað af því. En ég hef fulla trú á okkur og veit hvað við getum. Við þurfum bara að ná því fram [í dag].“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Mamma og pabbi reikna þetta út“ Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir að mótherjar dagsins á EM, Króatar, spili svipaðan handbolta og liðin sem Ísland mætti í fyrstu leikjunum á mótinu. 22. janúar 2024 10:00 Skilur ekki af hverju Haukur hefur ekki verið notaður meira Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta, furðar sig á af hverju Haukur Þrastarson hefur ekki spilað meira á Evrópumótinu í Þýskalandi. 22. janúar 2024 09:00 Þú trúir því ekki en markmið Snorra lifir Hvað ef ég segði þér að það væri enn möguleiki á því að Ísland spilaði um 5. sæti á Evrópumótinu í handbolta? Eða að markmiðið um að komast á Ólympíuleikana í París í sumar sé enn vel raunhæft? Hvorugt er að minnsta kosti lygi. 22. janúar 2024 08:31 Aron: Ætla rétt að vona að við nýtum okkur þetta „Skrokkurinn er góður en almenn líðan er upp og ofan. Einn klukkutíma getur maður náð að gleyma en hinn fer allt á flug,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem treystir því að íslenska landsliðið standi sig gegn Króötum á EM í dag. 22. janúar 2024 07:30 Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. 21. janúar 2024 22:16 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
„Mamma og pabbi reikna þetta út“ Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir að mótherjar dagsins á EM, Króatar, spili svipaðan handbolta og liðin sem Ísland mætti í fyrstu leikjunum á mótinu. 22. janúar 2024 10:00
Skilur ekki af hverju Haukur hefur ekki verið notaður meira Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta, furðar sig á af hverju Haukur Þrastarson hefur ekki spilað meira á Evrópumótinu í Þýskalandi. 22. janúar 2024 09:00
Þú trúir því ekki en markmið Snorra lifir Hvað ef ég segði þér að það væri enn möguleiki á því að Ísland spilaði um 5. sæti á Evrópumótinu í handbolta? Eða að markmiðið um að komast á Ólympíuleikana í París í sumar sé enn vel raunhæft? Hvorugt er að minnsta kosti lygi. 22. janúar 2024 08:31
Aron: Ætla rétt að vona að við nýtum okkur þetta „Skrokkurinn er góður en almenn líðan er upp og ofan. Einn klukkutíma getur maður náð að gleyma en hinn fer allt á flug,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem treystir því að íslenska landsliðið standi sig gegn Króötum á EM í dag. 22. janúar 2024 07:30
Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. 21. janúar 2024 22:16