Grípum alla Grindvíkinga Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 21. janúar 2024 20:00 Við Íslendingar lifum á eyju elds og ísa. Við elskum okkar land og þekkjum þess gjafir og àskoranir. Nú á þessu ári fögnum nú 80 àra líðveldi Íslands og okkur fjölgar stöðugt, íbúafjöldinn er bráðum 400.000. Fimmtungur landsmanna eru með erlent ríkisfang en hafa kosið að setjast hér að og skipta miklu máli fyrir okkar samfélag. Sum þeirra hafa flúið erfiðar aðstæður og sjá fram á betra líf hér norður í Atlantshafi. Við reynum að taka vel á móti þeim og þeirra vinna og framlag skilar þjóðarbúinu miklu. Nú þegar eldgos og jarðhræringar á Reykjanesskaga ógna byggð hafa íbúar Grindavíkur þurft að flýja heimili sín og enginn veit hvenær eða hvort hægt verður að flytja þangað aftur. Það getur líklega enginn sett sig í spor þessa fólks sem hefur búið við jarðskjálfta í langan tíma og nú eldsumbrot þar sem jörðin springur og undirstöður bæjarins reynast það ótryggar að jörðin getur gleypt þann sem þar fer um. Þann 10. nóvember var bærinn rýmdur á örskömmum tíma og fólk flúði með nauðsynjar, ætlaði heim fyrir jól og allt yrði gott. Svo fór að gjósa í desember og aftur í janúar og þessum ósköpum er ekki lokið því land rís við Svartsengi og sprungurnar gliðna og hættan eykst. Yfir okkur öllum vofir ógn þess sem landið okkar er byggt á en hvar eða hvenær vitum við ekki. Íbúar Grindavíkur hafa á síðustu dögum talað um sína vanlíðan og aðstæður síðan þau flúðu í nóvember. Í eldgosinu nú í janúar þegar hús urðu hrauni að bráð og mannskaði varð þá fékk fólk nóg. Það vill svör og skýr svör. Við höfum hlustað á lýsingar fólks sem sefur á vindsæng, býr við óviðunandi aðstæður og veit ekki hvað verður. Þetta fólk syrgir sitt fallega samfélag sem greinilega hefur blómstrað í Grindavík. Þar sem gott var að ala upp börn og íþróttir og samkennd virðast hafa ráðið ríkjum, fjölskyldur og vinir hjálpast að. Þriðjungur íbúa Grindavíkur er af erlendu bergi brotinn, fólk sem hefur aðlagast samfélaginu vel, jafnvel svo vel að ráðamenn kannast ekki við að þau séu innflytjendur. Höfum við heyrt þeirra raddir í þessum eldsumbrotum ? Við megum ekki gleyma þessum hópi. Þetta fólk hefur ekkert bakland, flytur ekki inn til ættinga sinna þegar flýja þarf um nótt heldur sefur í fjöldahjàlparmiðstöð Rauða krossins. Nú þurfum við Íslendingar að standa saman og rétta fram hjálparhönd sem aldrei fyrr. Við verðum að gera Grindvíkingum fært að ráða þeirri uppbyggingar vegferð sem framundan er. Hlusta á þeirra óskir, ótta og væntingar. Gera þeim kleift að sjá birtuna í sortanum , því öll él birtir upp um síðir. Veita andlegan stuðning og gefa andrými fyrir þá sem það þurfa. Það virkar ekki það sama fyrir alla. En það sem skiptir öllu máli núna er að grípa alla á Grindvíkinga, líka þá sem hafa ekki íslensku að móðurmáli. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar lifum á eyju elds og ísa. Við elskum okkar land og þekkjum þess gjafir og àskoranir. Nú á þessu ári fögnum nú 80 àra líðveldi Íslands og okkur fjölgar stöðugt, íbúafjöldinn er bráðum 400.000. Fimmtungur landsmanna eru með erlent ríkisfang en hafa kosið að setjast hér að og skipta miklu máli fyrir okkar samfélag. Sum þeirra hafa flúið erfiðar aðstæður og sjá fram á betra líf hér norður í Atlantshafi. Við reynum að taka vel á móti þeim og þeirra vinna og framlag skilar þjóðarbúinu miklu. Nú þegar eldgos og jarðhræringar á Reykjanesskaga ógna byggð hafa íbúar Grindavíkur þurft að flýja heimili sín og enginn veit hvenær eða hvort hægt verður að flytja þangað aftur. Það getur líklega enginn sett sig í spor þessa fólks sem hefur búið við jarðskjálfta í langan tíma og nú eldsumbrot þar sem jörðin springur og undirstöður bæjarins reynast það ótryggar að jörðin getur gleypt þann sem þar fer um. Þann 10. nóvember var bærinn rýmdur á örskömmum tíma og fólk flúði með nauðsynjar, ætlaði heim fyrir jól og allt yrði gott. Svo fór að gjósa í desember og aftur í janúar og þessum ósköpum er ekki lokið því land rís við Svartsengi og sprungurnar gliðna og hættan eykst. Yfir okkur öllum vofir ógn þess sem landið okkar er byggt á en hvar eða hvenær vitum við ekki. Íbúar Grindavíkur hafa á síðustu dögum talað um sína vanlíðan og aðstæður síðan þau flúðu í nóvember. Í eldgosinu nú í janúar þegar hús urðu hrauni að bráð og mannskaði varð þá fékk fólk nóg. Það vill svör og skýr svör. Við höfum hlustað á lýsingar fólks sem sefur á vindsæng, býr við óviðunandi aðstæður og veit ekki hvað verður. Þetta fólk syrgir sitt fallega samfélag sem greinilega hefur blómstrað í Grindavík. Þar sem gott var að ala upp börn og íþróttir og samkennd virðast hafa ráðið ríkjum, fjölskyldur og vinir hjálpast að. Þriðjungur íbúa Grindavíkur er af erlendu bergi brotinn, fólk sem hefur aðlagast samfélaginu vel, jafnvel svo vel að ráðamenn kannast ekki við að þau séu innflytjendur. Höfum við heyrt þeirra raddir í þessum eldsumbrotum ? Við megum ekki gleyma þessum hópi. Þetta fólk hefur ekkert bakland, flytur ekki inn til ættinga sinna þegar flýja þarf um nótt heldur sefur í fjöldahjàlparmiðstöð Rauða krossins. Nú þurfum við Íslendingar að standa saman og rétta fram hjálparhönd sem aldrei fyrr. Við verðum að gera Grindvíkingum fært að ráða þeirri uppbyggingar vegferð sem framundan er. Hlusta á þeirra óskir, ótta og væntingar. Gera þeim kleift að sjá birtuna í sortanum , því öll él birtir upp um síðir. Veita andlegan stuðning og gefa andrými fyrir þá sem það þurfa. Það virkar ekki það sama fyrir alla. En það sem skiptir öllu máli núna er að grípa alla á Grindvíkinga, líka þá sem hafa ekki íslensku að móðurmáli. Höfundur er læknir.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun