Dramatískir sigrar hjá Real Madríd og Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2024 19:46 Sigurmarkinu fagnað. Diego Souto/Getty Images Real Madríd vann gríðarlega dramatískan sigur á botnliði Almería í La Liga, úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Spáni. Lokatölur 3-2 þar sem gestirnir komust 2-0 yfir. Spánarmeistarar Barcelona unnu einnig dramatískan sigur þökk sé Ferran Torres þegar þeir sóttu Real Betis heim. Það kom vægast sagt á óvart þegar Largie Ramazani kom Almería yfir strax á fyrstu mínútu í Madríd. Það kom hins vegar enn meira á óvart þegar Edgar González tvöfaldaði forystu gestanna rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan í hálfleik 0-2 og topplið Real í miklum vandræðum. Carlo Ancelotti brást við með þrefaldri skiptingu í hálfleik og átti hún eftir að skila sér. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu heimamenn vítaspyrnu. Jude Bellingham fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Hans 14. deildarmark á leiktíðinni. Sléttum tíu mínútum síðar jafnaði Vinícius Junior metin. Markið var þó einkar umdeild en það virtist sem Brasilíumaðurinn hafi notað hendi sína til að stýra boltanum í átt að marki. Staðan hins vegar orðin 2-2 og nægur tími fyrir heimamenn til að skora sigurmarkið. Það gerðu þeir þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hægri bakvörðurinn Dani Carvajal með markið eftir stoðsendingu Bellingham og lokatölur 3-2 Real Madríd í vil. #LALIGAHighlights | Real Madrid 3-2 UD AlmeríaWatch the highlights!#LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/mmoRb9SuKK— LALIGA English (@LaLigaEN) January 21, 2024 Real Betis tók á móti Barcelona í síðasta leik dagsins. Ferran Torres kom gestunum frá Katalóníu yfir eftir sendingu frá hinum efnilega Pedri um miðbik fyrri hálfleiks. Pólska markavélin Robert Lewandowski hélt hann hefði jafnað metin undir lok fyrri hálfleiks en markið dæmt af. HALFTIME0 Betis1 Barça (Ferran Torres 21')#BetisBarça Join our Live Chat on Discord — FC Barcelona (@FCBarcelona) January 21, 2024 Torres bætti hins vegar við öðru marki Börsunga í upphafi síðari hálfleiks en Spánarmeisturunum tókst þó ekki að halda út. Isco, fyrrverandi leikmaður Real Madríd, minnkaði muninn á 56. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Isco metin. Stefndi lengi vel í að það yrðu lokatölur leiksins en gestirnir skoruðu í tvígang undir lok leiksins. João Félix kom þeim yfir eftir sendingu frá Torres sem fullkomnaði þrennu sína og gulltryggði sigur Börsunga þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur á Benito Villamarin-vellinum 2-4 og Börsungar nú með 44 stig í 3. sæti deildarinnar, sjö minna en Real Madríd sem er á toppi deildarinnar. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Það kom vægast sagt á óvart þegar Largie Ramazani kom Almería yfir strax á fyrstu mínútu í Madríd. Það kom hins vegar enn meira á óvart þegar Edgar González tvöfaldaði forystu gestanna rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan í hálfleik 0-2 og topplið Real í miklum vandræðum. Carlo Ancelotti brást við með þrefaldri skiptingu í hálfleik og átti hún eftir að skila sér. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu heimamenn vítaspyrnu. Jude Bellingham fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Hans 14. deildarmark á leiktíðinni. Sléttum tíu mínútum síðar jafnaði Vinícius Junior metin. Markið var þó einkar umdeild en það virtist sem Brasilíumaðurinn hafi notað hendi sína til að stýra boltanum í átt að marki. Staðan hins vegar orðin 2-2 og nægur tími fyrir heimamenn til að skora sigurmarkið. Það gerðu þeir þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hægri bakvörðurinn Dani Carvajal með markið eftir stoðsendingu Bellingham og lokatölur 3-2 Real Madríd í vil. #LALIGAHighlights | Real Madrid 3-2 UD AlmeríaWatch the highlights!#LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/mmoRb9SuKK— LALIGA English (@LaLigaEN) January 21, 2024 Real Betis tók á móti Barcelona í síðasta leik dagsins. Ferran Torres kom gestunum frá Katalóníu yfir eftir sendingu frá hinum efnilega Pedri um miðbik fyrri hálfleiks. Pólska markavélin Robert Lewandowski hélt hann hefði jafnað metin undir lok fyrri hálfleiks en markið dæmt af. HALFTIME0 Betis1 Barça (Ferran Torres 21')#BetisBarça Join our Live Chat on Discord — FC Barcelona (@FCBarcelona) January 21, 2024 Torres bætti hins vegar við öðru marki Börsunga í upphafi síðari hálfleiks en Spánarmeisturunum tókst þó ekki að halda út. Isco, fyrrverandi leikmaður Real Madríd, minnkaði muninn á 56. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Isco metin. Stefndi lengi vel í að það yrðu lokatölur leiksins en gestirnir skoruðu í tvígang undir lok leiksins. João Félix kom þeim yfir eftir sendingu frá Torres sem fullkomnaði þrennu sína og gulltryggði sigur Börsunga þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur á Benito Villamarin-vellinum 2-4 og Börsungar nú með 44 stig í 3. sæti deildarinnar, sjö minna en Real Madríd sem er á toppi deildarinnar.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira