Racing CFF leikur í D-deild frönsku deildarkeppninnar og er þar í C-riðli en D-deildin skiptist niður í fjóra riðla sem innihalda 14 lið hver. Racing CFF er í 7. sæti C-riðils og því var búist við öruggum sigri Lille í dag. Annað átti þó eftir að koma á daginn.
Hákon Arnar hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar síðan hann gekk í raðir Lille frá FC Kaupmannahöfn síðasta sumar. Hann fékk hins vegar tækifæri í byrjunarliði Lille í dag en þar voru nokkur þekkt nöfn:
- Vito Mannone - fyrrum markvörður Arsenal
- Samuel Umtiti – fyrrum miðvörður franska landsliðsins og Barcelona
- Jonathan David – gríðarlega eftirsóttur framherji sem kemur frá Kanada
Það var hins vegar Hákon Arnar sem skoraði sigurmarkið þegar rúmur hálftími var liðinn og reyndist það eina mark leiksins. Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði 67 mínútur í dag en í hans stað kom Angel Gomes, fyrrverandi leikmaður Manchester United.
Triple changement : Zedadka, David et Haraldsson sont remplacés par Santos, Yazici et Angel Gomes #RCFFLOSC 0-1 | 67 pic.twitter.com/8gMUt1t4oe
— LOSC (@losclive) January 21, 2024
Lokatölur á Stade Walter Luzi-vellinum í Chambly 0-1 og Lille komið áfram í bikarnum.
Victoire dans la douleur pour le LOSC contre le Racing Club de France grâce à Hákon Haraldsson sur coup-franc.
— LOSC (@losclive) January 21, 2024
Les Dogues sont qualifiés pour le tour suivant et connaîtront ce soir leur prochain adversaire #RCFFLOSC 0-1 | 90