Hákon Arnar skaut Lille áfram í bikarnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2024 18:45 Hákon Arnar í leik með Lille. @losclive Franska úrvalsdeildarliðið Lille lenti í kröppum dansi gegn D-deildarliði Racing CFF í frönsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Hákon Arnar Haraldsson sá hins vegar til þess að Lille skreið áfram en hann skoraði eina mark leiksins. Racing CFF leikur í D-deild frönsku deildarkeppninnar og er þar í C-riðli en D-deildin skiptist niður í fjóra riðla sem innihalda 14 lið hver. Racing CFF er í 7. sæti C-riðils og því var búist við öruggum sigri Lille í dag. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Hákon Arnar hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar síðan hann gekk í raðir Lille frá FC Kaupmannahöfn síðasta sumar. Hann fékk hins vegar tækifæri í byrjunarliði Lille í dag en þar voru nokkur þekkt nöfn: Vito Mannone - fyrrum markvörður Arsenal Samuel Umtiti – fyrrum miðvörður franska landsliðsins og Barcelona Jonathan David – gríðarlega eftirsóttur framherji sem kemur frá Kanada Það var hins vegar Hákon Arnar sem skoraði sigurmarkið þegar rúmur hálftími var liðinn og reyndist það eina mark leiksins. Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði 67 mínútur í dag en í hans stað kom Angel Gomes, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Triple changement : Zedadka, David et Haraldsson sont remplacés par Santos, Yazici et Angel Gomes #RCFFLOSC 0-1 | 67 pic.twitter.com/8gMUt1t4oe— LOSC (@losclive) January 21, 2024 Lokatölur á Stade Walter Luzi-vellinum í Chambly 0-1 og Lille komið áfram í bikarnum. Victoire dans la douleur pour le LOSC contre le Racing Club de France grâce à Hákon Haraldsson sur coup-franc.Les Dogues sont qualifiés pour le tour suivant et connaîtront ce soir leur prochain adversaire #RCFFLOSC 0-1 | 90 — LOSC (@losclive) January 21, 2024 Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Ísak skoraði í svekkjandi jafntefli Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrra mark Fortuna Düsseldorf er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Hertha Berlin í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 14:34 Kristian Nökkvi skoraði í stórsigri Ajax vann einkar þægilegan 4-1 sigur á Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var góður dagur fyrir Íslendingana í deildinni en Willum Þór Willumsson skoraði einnig í 2-0 útisigri Go Ahead Eagles. 21. janúar 2024 17:55 Willum skoraði er Ernirnir komust aftur á sigurbraut Willum Þór Willumsson skoraði fyrra mark Go Ahead Eagles er liðið vann góðan 2-0 útisigur gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 15:23 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Racing CFF leikur í D-deild frönsku deildarkeppninnar og er þar í C-riðli en D-deildin skiptist niður í fjóra riðla sem innihalda 14 lið hver. Racing CFF er í 7. sæti C-riðils og því var búist við öruggum sigri Lille í dag. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Hákon Arnar hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar síðan hann gekk í raðir Lille frá FC Kaupmannahöfn síðasta sumar. Hann fékk hins vegar tækifæri í byrjunarliði Lille í dag en þar voru nokkur þekkt nöfn: Vito Mannone - fyrrum markvörður Arsenal Samuel Umtiti – fyrrum miðvörður franska landsliðsins og Barcelona Jonathan David – gríðarlega eftirsóttur framherji sem kemur frá Kanada Það var hins vegar Hákon Arnar sem skoraði sigurmarkið þegar rúmur hálftími var liðinn og reyndist það eina mark leiksins. Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði 67 mínútur í dag en í hans stað kom Angel Gomes, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Triple changement : Zedadka, David et Haraldsson sont remplacés par Santos, Yazici et Angel Gomes #RCFFLOSC 0-1 | 67 pic.twitter.com/8gMUt1t4oe— LOSC (@losclive) January 21, 2024 Lokatölur á Stade Walter Luzi-vellinum í Chambly 0-1 og Lille komið áfram í bikarnum. Victoire dans la douleur pour le LOSC contre le Racing Club de France grâce à Hákon Haraldsson sur coup-franc.Les Dogues sont qualifiés pour le tour suivant et connaîtront ce soir leur prochain adversaire #RCFFLOSC 0-1 | 90 — LOSC (@losclive) January 21, 2024
Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Ísak skoraði í svekkjandi jafntefli Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrra mark Fortuna Düsseldorf er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Hertha Berlin í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 14:34 Kristian Nökkvi skoraði í stórsigri Ajax vann einkar þægilegan 4-1 sigur á Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var góður dagur fyrir Íslendingana í deildinni en Willum Þór Willumsson skoraði einnig í 2-0 útisigri Go Ahead Eagles. 21. janúar 2024 17:55 Willum skoraði er Ernirnir komust aftur á sigurbraut Willum Þór Willumsson skoraði fyrra mark Go Ahead Eagles er liðið vann góðan 2-0 útisigur gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 15:23 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Ísak skoraði í svekkjandi jafntefli Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrra mark Fortuna Düsseldorf er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Hertha Berlin í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 14:34
Kristian Nökkvi skoraði í stórsigri Ajax vann einkar þægilegan 4-1 sigur á Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var góður dagur fyrir Íslendingana í deildinni en Willum Þór Willumsson skoraði einnig í 2-0 útisigri Go Ahead Eagles. 21. janúar 2024 17:55
Willum skoraði er Ernirnir komust aftur á sigurbraut Willum Þór Willumsson skoraði fyrra mark Go Ahead Eagles er liðið vann góðan 2-0 útisigur gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 15:23