Í heimi þar sem hommar eru taldir þroskaskertir Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 22. janúar 2024 07:01 Ímyndum okkur samfélag þar sem það að vera hommi er ekki viðurkennt (sem raunin er því miður enn víða úti í heimi og hérlendis ennþá stundum). Í þessu samfélagi myndu fáir ráða homma í vinnu eða þurfa að eiga nokkur samskipti við þá. Eiginlega það eina sem almenningur veit er að hommar eru einkennilegir og hegða sér ekki rétt. Hinn stereótýpíski hommi er leikinn af Duster Hoffenman í vinsælu bíómyndinni ,,The Raining Man”. Þar er sýndur fullorðinn maður sem hefur takmarkaða stjórn á því hvernig hann er og þarf mikinn stuðning. Það að vera hommi er bara til sem ,,greining” í þessu samfélagi. Þú getur aðeins sagst vera hommi ef þú ert kominn með hommagreiningu. Sérfræðingar sem eru ekki sjálfir hommar hafa fundið leið til að greina homma. Útbúið hefur verið sérstakt próf og greiningarviðmið eftir því hversu mikið af ákveðnum hommaeinkennum er hægt að greina hjá einstaklingi. Ef sá sem tekur þetta próf viðurkennir fúslega að hann hafi sofið hjá öðrum karlmanni og ætlar sér að gera það aftur skorar hann verulega hátt á þessu hommaprófi. Hann fær þá greininguna ,,dæmigerður hommi” sem er talið mjög alvarlegt. Þessi einstaklingur þarf þá líklega mjög mikinn stuðning í daglegu lífi rétt eins og The Raining Man. Þeir hommar sem eru rosalega góðir í að þykjast vera ekki hommar, eru í vinnu, giftir konu og eiga börn með henni ná kannski greiningarviðmiðinu ,,hommaröskun". Síðan er hægt að vera með ,,Aspergíus-heilkennið” sem dregið er af heiti grísks vísindamanns á fyrri hluta 19. aldar sem gerði tilraunir á ungum hommum. Hann vildi finna það út hvort þeir geta fylgt skipunum. Á þessum tíma ríkti blóðugt stríð á milli Grikklands og Kýpur og vísindamaðurinn var ráðinn til að athuga hvort hægt sé að gera hermenn úr einhverjum af þessum drengjum. Ekki gera okkur einhverfum sama hlutinn og í þessu hræðilega samfélagi sem ég lýsti. Er rétt að tala um stigsmun á einhverfu? Er einhverfurófið ekki bara ,,mannrófið” og búið að setja orðið ,,einhverfa" fyrir framan? Ef ykkur finnst þið þurfa að tala um einhverfuróf þá getum við á nákvæmlega sama máta talað um ,,óeinhverfuróf”. Það eru bókstaflega allir á einhverju rófi. Síðast en ekki síst þá langar mig að taka það fram að hvern einasta dag er fleira og fleira fólk að uppgötva að þeir séu einhverfir eftir að hafa t.d. lesið frásagnir einhverfra eða kynnst öðru einhverfu fólki. Þurfum við virkilega greiningu til þess eins að vera trúað? Hvers vegna megum við ekki skilgreina okkur sjálf? Þykjum við of heimsk? Er ekki hægt að treysta okkur sjálfum til þess rétt eins og samkynhneigðu fólki á Íslandi er almennt treyst til að skilgreina sig sjálft? Ást og friður elsku fólk sem nennir að lesa þetta og sérstakur knús á ykkur minnihlutahópana sem þurfa að berjast fyrir viðurkenningu ❤. Höfundur er einhverfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mamiko Dís Ragnarsdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur samfélag þar sem það að vera hommi er ekki viðurkennt (sem raunin er því miður enn víða úti í heimi og hérlendis ennþá stundum). Í þessu samfélagi myndu fáir ráða homma í vinnu eða þurfa að eiga nokkur samskipti við þá. Eiginlega það eina sem almenningur veit er að hommar eru einkennilegir og hegða sér ekki rétt. Hinn stereótýpíski hommi er leikinn af Duster Hoffenman í vinsælu bíómyndinni ,,The Raining Man”. Þar er sýndur fullorðinn maður sem hefur takmarkaða stjórn á því hvernig hann er og þarf mikinn stuðning. Það að vera hommi er bara til sem ,,greining” í þessu samfélagi. Þú getur aðeins sagst vera hommi ef þú ert kominn með hommagreiningu. Sérfræðingar sem eru ekki sjálfir hommar hafa fundið leið til að greina homma. Útbúið hefur verið sérstakt próf og greiningarviðmið eftir því hversu mikið af ákveðnum hommaeinkennum er hægt að greina hjá einstaklingi. Ef sá sem tekur þetta próf viðurkennir fúslega að hann hafi sofið hjá öðrum karlmanni og ætlar sér að gera það aftur skorar hann verulega hátt á þessu hommaprófi. Hann fær þá greininguna ,,dæmigerður hommi” sem er talið mjög alvarlegt. Þessi einstaklingur þarf þá líklega mjög mikinn stuðning í daglegu lífi rétt eins og The Raining Man. Þeir hommar sem eru rosalega góðir í að þykjast vera ekki hommar, eru í vinnu, giftir konu og eiga börn með henni ná kannski greiningarviðmiðinu ,,hommaröskun". Síðan er hægt að vera með ,,Aspergíus-heilkennið” sem dregið er af heiti grísks vísindamanns á fyrri hluta 19. aldar sem gerði tilraunir á ungum hommum. Hann vildi finna það út hvort þeir geta fylgt skipunum. Á þessum tíma ríkti blóðugt stríð á milli Grikklands og Kýpur og vísindamaðurinn var ráðinn til að athuga hvort hægt sé að gera hermenn úr einhverjum af þessum drengjum. Ekki gera okkur einhverfum sama hlutinn og í þessu hræðilega samfélagi sem ég lýsti. Er rétt að tala um stigsmun á einhverfu? Er einhverfurófið ekki bara ,,mannrófið” og búið að setja orðið ,,einhverfa" fyrir framan? Ef ykkur finnst þið þurfa að tala um einhverfuróf þá getum við á nákvæmlega sama máta talað um ,,óeinhverfuróf”. Það eru bókstaflega allir á einhverju rófi. Síðast en ekki síst þá langar mig að taka það fram að hvern einasta dag er fleira og fleira fólk að uppgötva að þeir séu einhverfir eftir að hafa t.d. lesið frásagnir einhverfra eða kynnst öðru einhverfu fólki. Þurfum við virkilega greiningu til þess eins að vera trúað? Hvers vegna megum við ekki skilgreina okkur sjálf? Þykjum við of heimsk? Er ekki hægt að treysta okkur sjálfum til þess rétt eins og samkynhneigðu fólki á Íslandi er almennt treyst til að skilgreina sig sjálft? Ást og friður elsku fólk sem nennir að lesa þetta og sérstakur knús á ykkur minnihlutahópana sem þurfa að berjast fyrir viðurkenningu ❤. Höfundur er einhverfur.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun