Alexandra kom heimakonum yfir á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá Veronica Boquete áður en Zhanna Ferrario jafnaði metin fyrir gestina stuttu fyrir hálfleik. Staðan því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.
Alexandra og stöllur henna í Fiorentina sluppu svo með skrekkinn á 65. mínútu þegar Dalila Ippolito misnotaði vítaspyrnu fyrir gestina áður en Madelen Janogy reyndist hetja heimakvenna þegar hún tryggði Fiorentina sigurinn með mörkum á 77. og 82. mínútu.
Niðurstaðan því 3-1 sigur Fiorentina sem nú situr í öðru sæti ítölsku deildarinnar með 33 stig eftir 13 leiki, þremur stigum minna en topplið Roma. Pomigliano situr hins vegar í næst neðsta sæti með fimm stig.