Pirraðir Grindvíkingar og andleg heilsa þeirra ekki góð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. janúar 2024 13:04 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar, sem er einnig varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum og íbúi í Grindavík var gestur á laugardagsfundi D-listan í Árborg í gær. Vísir „Það er margt sem hefði mátt fara betur og laga“ segir formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar vegna ástandsins í bæjarfélaginu. Þá sé heilmikill pirringur á meðal Grindvíkinga og andleg heilsa íbúa ekki góð. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar og varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum var gestur á laugardagsfundi Sjálfstæðisflokksins í Árborg í gær þar sem hann fór yfir stöðuna í Grindavík og þá svaraði hann fjölmörgum spurningum fundarmanna. „Það er margt sem hefur mátt fara betur og laga. Við þurfum núna að skoða framhaldið og við erum bara eins og orð fundarins er eiginlega bara óviss,“ segir Hjálmar. En yfir hverju ertu mest pirraður? „Ég er svona óánægður með gang mála yfir mati, hættumati á svæðinu. Það hefur jú komið víða í ljós, jú, jú, það eru sprungur og það eru hættulegri svæði innan Grindavíkur heldur en önnur. Ég hefði bara viljað sjá það mat ganga hraðar fyrir sig. Hvar er algjörlega bannað að vera og hvar er óhætt að vera bara til að sækja eigur sínar og annað. Nú er ég ekki að tala um að gista í Grindavík, bara að menn fái að fara í verðmætabjörgun og ýmislegt, sem við getum hæglega gert frá öðrum leiðum heldur en þessu hættulegasta svæði.“ Og Hjálmar bætir við. „Menn hafa verulegar áhyggjur af þeim eignum sem eru heilar en liggja undir skemmtum af öðrum ástæðum.“ Jón Gauti Dagbjartsson, Grindvíkingur mætti með Hjálmari á fundinn og tók þátt í umræðunum. Hér eru þeir með Kjartani Björnssyni, sem stýrði fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Hjálmar um andlega heilsu Grindvíkinga, hver er staðan þar að hans mati? „Andleg heilsa Grindvíkinga er bara alls ekki góð. Við erum að reyna að sjá út úr einhverjum atburðum þegar við fáum annan atburð ofan í það, þannig að við erum í bullandi vörn en við erum reyndar bara mjög þakklát fyrir samhug Íslendinga gagnvart okkur og við erum bara ánægð með það að það eru allir að hugsa til okkar og við erum að reyna að leysa stöðu, sem er fordæmalaus á Íslandi,“ segir Hjálmar. Fjölmargir mættu á fundinn til að hlusta á Hjálmar og Jón Gauta og spyrja þá spurninga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Sjá meira
Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar og varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum var gestur á laugardagsfundi Sjálfstæðisflokksins í Árborg í gær þar sem hann fór yfir stöðuna í Grindavík og þá svaraði hann fjölmörgum spurningum fundarmanna. „Það er margt sem hefur mátt fara betur og laga. Við þurfum núna að skoða framhaldið og við erum bara eins og orð fundarins er eiginlega bara óviss,“ segir Hjálmar. En yfir hverju ertu mest pirraður? „Ég er svona óánægður með gang mála yfir mati, hættumati á svæðinu. Það hefur jú komið víða í ljós, jú, jú, það eru sprungur og það eru hættulegri svæði innan Grindavíkur heldur en önnur. Ég hefði bara viljað sjá það mat ganga hraðar fyrir sig. Hvar er algjörlega bannað að vera og hvar er óhætt að vera bara til að sækja eigur sínar og annað. Nú er ég ekki að tala um að gista í Grindavík, bara að menn fái að fara í verðmætabjörgun og ýmislegt, sem við getum hæglega gert frá öðrum leiðum heldur en þessu hættulegasta svæði.“ Og Hjálmar bætir við. „Menn hafa verulegar áhyggjur af þeim eignum sem eru heilar en liggja undir skemmtum af öðrum ástæðum.“ Jón Gauti Dagbjartsson, Grindvíkingur mætti með Hjálmari á fundinn og tók þátt í umræðunum. Hér eru þeir með Kjartani Björnssyni, sem stýrði fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Hjálmar um andlega heilsu Grindvíkinga, hver er staðan þar að hans mati? „Andleg heilsa Grindvíkinga er bara alls ekki góð. Við erum að reyna að sjá út úr einhverjum atburðum þegar við fáum annan atburð ofan í það, þannig að við erum í bullandi vörn en við erum reyndar bara mjög þakklát fyrir samhug Íslendinga gagnvart okkur og við erum bara ánægð með það að það eru allir að hugsa til okkar og við erum að reyna að leysa stöðu, sem er fordæmalaus á Íslandi,“ segir Hjálmar. Fjölmargir mættu á fundinn til að hlusta á Hjálmar og Jón Gauta og spyrja þá spurninga.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Sjá meira