Aukin átök og hækkandi spennustig í Mið-Austurlöndum Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. janúar 2024 23:43 Viðbragðasaðilar bregðast við loftárás Ísraela á byggingu í Damaskus í Sýrlandi. Óvenjulegt þykir að Ísraelar geri árás um hábjartan dag. AP/Omar Sanadiki Minnst fjórir meðlimir byltingarvarða íranska hersins voru drepnir í loftárás Ísraels á Damaskus, höfuðborgar Sýrlands í morgun. Nokkrir sýrlenskir hermenn voru einnig drepnir í árásinni að sögn íranskra yfirvalda. Nokkuð algengt er að Ísraelar geri árásir á Sýrland og yfirleitt beinast þær að írönskum byltingarvörðum sem lengi hafa haft viðveru í landinu. Óalgengt er þó að þeir gerir árásir að degi til. Írönsk yfirvöld gagnrýndu aðgerðir Ísraela í dag og sögðu árásina örvæntingarfulla tilraun til að auka óstöðugleika á svæðinu. Frá því að Ísraelar hófu mannskæðan hernað á Gasaströndinni hafa verið uppi miklar áhyggjur af því að átökin dreifist um Mið-Austurlönd. Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum, ræddi við Sindra Sindrason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Staðan vond en engin ástæða til að óttast stórfellda stigmögnun Árásir í Sýrlandi, Líbanon og spenna milli Pakistan og Íran að aukast. Er að verða allsherjarstríð á svæðinu? „Þegar til eru staðar átök og spenna af því tagi sem við erum að horfa á í Mið-Austurlöndum, sérstaklega síðustu vikur, síðustu þrjá og hálfan mánuð frá árásinni á Ísrael 7. október, þá er auðvitað ástæða til að óttast stigmögnun og að átökin breiðist út,“ sagði Albert. Albert segir að þrátt fyrir mikil átök í Mið-Austurlöndum sé ekki hætta á stórfelldri stigmögnun,Stöð 2 „Ég held hins vegar að á móti komi að slíkt gerist ekki nema fyrir tilverknað Írana og íranskra stjórnvalda. Það er almennt talið að írönsk stjórnvöld óttist yfirburði ísraelska hersins, sérstaklega ísraelska flughersins. En enn og aftur eru heldur engar áþreifanlegar upplýsingar um að þeir ætli sér að stigmagna,“ sagði hann. „Ég held að meiri hætta á stigmögnun liggi í samskiptum Ísraels og Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna sem eru í Líbanon og hafa þar aðsetur, njóta þar skjóls. En Hezbollah-samtökin eru líka á framfæri Írana þannig Íranar þurfa að taka ákvörðun um þá stigmögnun einnig þannig ég held að það sé ekki veruleg hætta á stórfelldri stigmögnun átaka,“ sagði hann. Tveggja ríkja lausnin eini raunhæfi kosturinn Netanjahú hefur slegið tveggja ríkja lausnina af borðinu. Hvað þýðir það? „Tveggja ríkja lausnin snýst um það að saman búi Palestína og Ísrael og þá sé búið að ganga frá landamærum og öryggistryggingu. Netanjahú hefur slegið þetta af borðinu,“ sagði Albert og bætti við að það séu tveir veikleikar í stefnu Netanjahús. „Annars vegar að Bandaríkjastjórn, langmikilvægasti bandamaður Ísraels og þeir eru afar háðir Bandaríkjunum, er enn inni á tveggja ríkja lausn,“ sagði Albert. „Hins vegar að það er enginn sem getur bent á raunhæfan annan valkost ef á að leysa þetta mál. Svo lengi sem Palestínumálið er óleyst er alltaf hætta á að það komi upp átök, átök sem Ísraelsher getur varist auðveldlega líklega en gætu skaðað hagsmuni og öryggi þeirra til lengri tíma litið,“ sagði hann. Áratuga harmasaga átaka og hryðjuverka Maður veltir því fyrir sér hvort það sé endir í sjónmáli, að vandamálin í Mið-Austurlöndum séu það stór að þau leysist nokkurn tímann? „Það er alveg eðlilegt að sú spurning komi fram. Þetta er áratuga harmasaga harðvítugra átaka, ótal hryðjuverka og þetta byggir upp alls kyns hindranir í vegi hugsanlegra friðarsamninga,“ sagði Albert. „En við skulum ekki gleyma því að á þessu langa tímabili voru oft alvarlegar og raunverulegar tilraunir gerðar til að ná friðarsamningum og semja um ágreiningsatriði, tryggja öryggi Ísraels. Það voru aðilar eins og Hamas-samtökin sem skemmdu þá viðleitni með hryðjuverkum inni í Ísrael um og upp úr árinu 2000.“ „Það vita líka allir að árásin 7. október var gerð meðal annars til að eyðileggja þíðu í samskiptum arabaríkja og Ísraels sem var komin vel á veg og menn biðu eftir að Sádí-Arabar kæmu þar inn í. Ég myndi ekki útiloka að til friðarsamninga komi en að sjálfsögðu hefur tveggja ríkja lausnin fjarlægst verulega og er kannski fjarlægari nú en hún hefur verið um langt skeið,“ sagði hann að lokum. Íran Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. 8. janúar 2024 06:41 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Sjá meira
Nokkuð algengt er að Ísraelar geri árásir á Sýrland og yfirleitt beinast þær að írönskum byltingarvörðum sem lengi hafa haft viðveru í landinu. Óalgengt er þó að þeir gerir árásir að degi til. Írönsk yfirvöld gagnrýndu aðgerðir Ísraela í dag og sögðu árásina örvæntingarfulla tilraun til að auka óstöðugleika á svæðinu. Frá því að Ísraelar hófu mannskæðan hernað á Gasaströndinni hafa verið uppi miklar áhyggjur af því að átökin dreifist um Mið-Austurlönd. Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum, ræddi við Sindra Sindrason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Staðan vond en engin ástæða til að óttast stórfellda stigmögnun Árásir í Sýrlandi, Líbanon og spenna milli Pakistan og Íran að aukast. Er að verða allsherjarstríð á svæðinu? „Þegar til eru staðar átök og spenna af því tagi sem við erum að horfa á í Mið-Austurlöndum, sérstaklega síðustu vikur, síðustu þrjá og hálfan mánuð frá árásinni á Ísrael 7. október, þá er auðvitað ástæða til að óttast stigmögnun og að átökin breiðist út,“ sagði Albert. Albert segir að þrátt fyrir mikil átök í Mið-Austurlöndum sé ekki hætta á stórfelldri stigmögnun,Stöð 2 „Ég held hins vegar að á móti komi að slíkt gerist ekki nema fyrir tilverknað Írana og íranskra stjórnvalda. Það er almennt talið að írönsk stjórnvöld óttist yfirburði ísraelska hersins, sérstaklega ísraelska flughersins. En enn og aftur eru heldur engar áþreifanlegar upplýsingar um að þeir ætli sér að stigmagna,“ sagði hann. „Ég held að meiri hætta á stigmögnun liggi í samskiptum Ísraels og Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna sem eru í Líbanon og hafa þar aðsetur, njóta þar skjóls. En Hezbollah-samtökin eru líka á framfæri Írana þannig Íranar þurfa að taka ákvörðun um þá stigmögnun einnig þannig ég held að það sé ekki veruleg hætta á stórfelldri stigmögnun átaka,“ sagði hann. Tveggja ríkja lausnin eini raunhæfi kosturinn Netanjahú hefur slegið tveggja ríkja lausnina af borðinu. Hvað þýðir það? „Tveggja ríkja lausnin snýst um það að saman búi Palestína og Ísrael og þá sé búið að ganga frá landamærum og öryggistryggingu. Netanjahú hefur slegið þetta af borðinu,“ sagði Albert og bætti við að það séu tveir veikleikar í stefnu Netanjahús. „Annars vegar að Bandaríkjastjórn, langmikilvægasti bandamaður Ísraels og þeir eru afar háðir Bandaríkjunum, er enn inni á tveggja ríkja lausn,“ sagði Albert. „Hins vegar að það er enginn sem getur bent á raunhæfan annan valkost ef á að leysa þetta mál. Svo lengi sem Palestínumálið er óleyst er alltaf hætta á að það komi upp átök, átök sem Ísraelsher getur varist auðveldlega líklega en gætu skaðað hagsmuni og öryggi þeirra til lengri tíma litið,“ sagði hann. Áratuga harmasaga átaka og hryðjuverka Maður veltir því fyrir sér hvort það sé endir í sjónmáli, að vandamálin í Mið-Austurlöndum séu það stór að þau leysist nokkurn tímann? „Það er alveg eðlilegt að sú spurning komi fram. Þetta er áratuga harmasaga harðvítugra átaka, ótal hryðjuverka og þetta byggir upp alls kyns hindranir í vegi hugsanlegra friðarsamninga,“ sagði Albert. „En við skulum ekki gleyma því að á þessu langa tímabili voru oft alvarlegar og raunverulegar tilraunir gerðar til að ná friðarsamningum og semja um ágreiningsatriði, tryggja öryggi Ísraels. Það voru aðilar eins og Hamas-samtökin sem skemmdu þá viðleitni með hryðjuverkum inni í Ísrael um og upp úr árinu 2000.“ „Það vita líka allir að árásin 7. október var gerð meðal annars til að eyðileggja þíðu í samskiptum arabaríkja og Ísraels sem var komin vel á veg og menn biðu eftir að Sádí-Arabar kæmu þar inn í. Ég myndi ekki útiloka að til friðarsamninga komi en að sjálfsögðu hefur tveggja ríkja lausnin fjarlægst verulega og er kannski fjarlægari nú en hún hefur verið um langt skeið,“ sagði hann að lokum.
Íran Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. 8. janúar 2024 06:41 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Sjá meira
Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. 8. janúar 2024 06:41