„Ekkert minna en skammarlegt hvernig utanríkisráðherra talar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2024 18:47 Arndís gagnrýnir utanríkisráðherra harðlega, fyrir færslu sem hann birti á Facebook í gær. Vísir/Steingrímur Dúi Stjórnarandstöðuþingmaður segir orðræðu utanríkisráðherra í garð Palestínumanna sem mótmæla á Austurvelli, til skammar. Leyfi fyrir tjaldi sem staðið hefur við Alþingishúsið fékkst framlengt í fyrradag. Framlengingu leyfisins fylgdu þó hert skilyrði. Ekki fékkst áframhaldandi leyfi fyrir minni tjöldum sem staðið hafa fyrir framan Alþingishúsið. Því stendur eftir eitt samkomutjald, þar sem Palestínumenn sem krefjast þess að ríkið láti verða af þegar samþykktum fjölskyldusameiningum, hafa haldið til. Í nýja leyfinu er tekið fram að ekki sé lengur heimilt að gista í tjaldinu. Þá segir að leyfishöfum beri að hlíta tilmælum borgarinnar varðandi staðsetningu tjaldsins næstkomandi mánudag, þegar þing kemur saman í fyrsta sinn á árinu. Tjaldið verður síðan að vera farið fyrir klukkan tvö næstkomandi fimmtudag. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra birti Facebook-færslu í gær þar sem hann sagði Reykjavíkurborg hafa gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli, sem hann sagði hörmung að sjá. Tjöldin hefðu ekkert með venjuleg mótmæli að gera og að engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. Þá sagði hann núverandi fyrirkomulag hælisleitandamála vera komið úr böndunum, auk þess sem veita þyrfti lögreglunni auknar heimildir í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Einar Þorsteinsson borgarstjóri tjáði sig í dag og sagði misskilning gæta hjá ráðherranum. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla og borgin veitti ekki sérstök leyfi til slíks. Hann tók þó undir að enginn bragur væri á því að á Austurvelli væru tjaldbúðir svo vikum og mánuðum skipti. Ekkert minna en skammarlegt Þingmaður Pírata segir skiljanlegt að utanríkisráðherra þyki óþægilegt að hafa tjaldið á Austurvelli. „Þetta er fólk sem er með samþykkta fjölskyldusameiningu, sem strandar eingöngu á aðgerðaleysi utanríkisráðherra. Þá er auðvitað auðveldara fyrir hann að bölsótast út í borgina, frekar en að taka ábyrgð á eigin aðgerðaleysi,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Hún eigi von á því að málið verði tekið upp á vettvangi þingsins. Með hvaða hætti heldurðu að það yrði helst? „Það þarf auðvitað að snúa við þessari þróun, í þessari orðræðu, sem er gríðarlega skaðleg. Ekki einungis fyrir þessa einstaklinga heldur fyrir okkar góða samfélag.“ Það þarf að snúa þessu við. Tónn færslunnar hafi slegið Arndísi. „Svo er það auðvitað ekkert minna en skammarlegt hvernig utanríkisráðherra talar. Leyfir sér að fara í þessa átt á þeim tímum þar sem við þurfum á samstöðu í okkar samfélagi að halda,“ segir Arndís Anna. Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Tengdar fréttir „Tel ekki tilefni til að svara þessari Facebook færslu sérstaklega“ Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn. 20. janúar 2024 14:33 Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. 19. janúar 2024 21:41 Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Sjá meira
Framlengingu leyfisins fylgdu þó hert skilyrði. Ekki fékkst áframhaldandi leyfi fyrir minni tjöldum sem staðið hafa fyrir framan Alþingishúsið. Því stendur eftir eitt samkomutjald, þar sem Palestínumenn sem krefjast þess að ríkið láti verða af þegar samþykktum fjölskyldusameiningum, hafa haldið til. Í nýja leyfinu er tekið fram að ekki sé lengur heimilt að gista í tjaldinu. Þá segir að leyfishöfum beri að hlíta tilmælum borgarinnar varðandi staðsetningu tjaldsins næstkomandi mánudag, þegar þing kemur saman í fyrsta sinn á árinu. Tjaldið verður síðan að vera farið fyrir klukkan tvö næstkomandi fimmtudag. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra birti Facebook-færslu í gær þar sem hann sagði Reykjavíkurborg hafa gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli, sem hann sagði hörmung að sjá. Tjöldin hefðu ekkert með venjuleg mótmæli að gera og að engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. Þá sagði hann núverandi fyrirkomulag hælisleitandamála vera komið úr böndunum, auk þess sem veita þyrfti lögreglunni auknar heimildir í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Einar Þorsteinsson borgarstjóri tjáði sig í dag og sagði misskilning gæta hjá ráðherranum. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla og borgin veitti ekki sérstök leyfi til slíks. Hann tók þó undir að enginn bragur væri á því að á Austurvelli væru tjaldbúðir svo vikum og mánuðum skipti. Ekkert minna en skammarlegt Þingmaður Pírata segir skiljanlegt að utanríkisráðherra þyki óþægilegt að hafa tjaldið á Austurvelli. „Þetta er fólk sem er með samþykkta fjölskyldusameiningu, sem strandar eingöngu á aðgerðaleysi utanríkisráðherra. Þá er auðvitað auðveldara fyrir hann að bölsótast út í borgina, frekar en að taka ábyrgð á eigin aðgerðaleysi,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Hún eigi von á því að málið verði tekið upp á vettvangi þingsins. Með hvaða hætti heldurðu að það yrði helst? „Það þarf auðvitað að snúa við þessari þróun, í þessari orðræðu, sem er gríðarlega skaðleg. Ekki einungis fyrir þessa einstaklinga heldur fyrir okkar góða samfélag.“ Það þarf að snúa þessu við. Tónn færslunnar hafi slegið Arndísi. „Svo er það auðvitað ekkert minna en skammarlegt hvernig utanríkisráðherra talar. Leyfir sér að fara í þessa átt á þeim tímum þar sem við þurfum á samstöðu í okkar samfélagi að halda,“ segir Arndís Anna.
Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Tengdar fréttir „Tel ekki tilefni til að svara þessari Facebook færslu sérstaklega“ Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn. 20. janúar 2024 14:33 Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. 19. janúar 2024 21:41 Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Sjá meira
„Tel ekki tilefni til að svara þessari Facebook færslu sérstaklega“ Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn. 20. janúar 2024 14:33
Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. 19. janúar 2024 21:41