Vinnuvélar og dráttarvélar til sýnis í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. janúar 2024 19:12 Traktorar og vinnuvélar eiga allan hug manns í Borgarnesi, sem er nú með sýningu á módelum sínum í Safnahúsi Borgarfjarðar. Sjón er sögu ríkari. Hér erum við að tala um módelin hans Guðmundar Stefáns Guðmundssonar, eða Mudda eins og hann er oftast kallaður. Muddi er frá bænum Hvammi í Norðurárdal, fæddur 1957. Hann hefur alltaf verið mikill áhugamaður um vinnuvélar og tækjum tengd þeim og dráttarvélar eru líka í miklu uppáhaldi hjá honum en hann eignaðist sína fyrstu dráttarvél, bláan Ford 5 ára gamall. Muddi hefur smíðað allskonar búnað á módelin sín og passar vel upp á allar merkingar á módelunum. Sýningin verður opin alla næstu viku á sýningartíma safnsins en það verður síðasta sýningarvikan.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er svo hrifin af vinnuvélum, sem ég sé úti á víðavangi. Ég er eiginlega meira hrifin af vinnuvélum heldur en bílum og traktorum og svoleiðis,“ segir Muddi. Og Muddi sýnir okkur uppáhalds módelin sín. „Hér er traktor, sem er með snjóblásara hér aftan á, sem ég smíðaði sjálfur, smíðaði blásarann sjálfur og undir tönn á traktorinn.“ „Þennan græjaði ég sjálfur og hérna er varaolíutankur á honum.“ „Og hérna er nýjasti traktorinn en ég keypti þennan rétt fyrir jólin. Þessum traktor er stjórnað með símanum, það er líka hægt,“ segir Muddi stoltur og sæll með sýninguna sína. Sýning Mudda hefur fengið góða aðsókn en síðasta opnunarvikan verður næsta vika á opnunartíma safnsins. „Við erum bara mjög ánægð með þessa sýningu og þakklát fyrir að fá tækifæri til að sýna safnið hans Guðmundar af því að við viljum vera með allskonar sýningar hérna og jú, við erum bara mjög glöð,“ segir Þórunn Kjartansdóttir, forstöðumaður menningarmála hjá Borgarbyggð. Félagar, samstarfsfólk og vinir Mudda á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Menning Landbúnaður Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Sjá meira
Hér erum við að tala um módelin hans Guðmundar Stefáns Guðmundssonar, eða Mudda eins og hann er oftast kallaður. Muddi er frá bænum Hvammi í Norðurárdal, fæddur 1957. Hann hefur alltaf verið mikill áhugamaður um vinnuvélar og tækjum tengd þeim og dráttarvélar eru líka í miklu uppáhaldi hjá honum en hann eignaðist sína fyrstu dráttarvél, bláan Ford 5 ára gamall. Muddi hefur smíðað allskonar búnað á módelin sín og passar vel upp á allar merkingar á módelunum. Sýningin verður opin alla næstu viku á sýningartíma safnsins en það verður síðasta sýningarvikan.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er svo hrifin af vinnuvélum, sem ég sé úti á víðavangi. Ég er eiginlega meira hrifin af vinnuvélum heldur en bílum og traktorum og svoleiðis,“ segir Muddi. Og Muddi sýnir okkur uppáhalds módelin sín. „Hér er traktor, sem er með snjóblásara hér aftan á, sem ég smíðaði sjálfur, smíðaði blásarann sjálfur og undir tönn á traktorinn.“ „Þennan græjaði ég sjálfur og hérna er varaolíutankur á honum.“ „Og hérna er nýjasti traktorinn en ég keypti þennan rétt fyrir jólin. Þessum traktor er stjórnað með símanum, það er líka hægt,“ segir Muddi stoltur og sæll með sýninguna sína. Sýning Mudda hefur fengið góða aðsókn en síðasta opnunarvikan verður næsta vika á opnunartíma safnsins. „Við erum bara mjög ánægð með þessa sýningu og þakklát fyrir að fá tækifæri til að sýna safnið hans Guðmundar af því að við viljum vera með allskonar sýningar hérna og jú, við erum bara mjög glöð,“ segir Þórunn Kjartansdóttir, forstöðumaður menningarmála hjá Borgarbyggð. Félagar, samstarfsfólk og vinir Mudda á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Menning Landbúnaður Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Sjá meira