„Nýr og breyttur veruleiki sem við ætlum að lifa með“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. janúar 2024 16:31 Helga Árnadóttir segir forsvarsmenn Bláa lónsins vinna í nánu samstarfi við yfirvöld og almannavarnir. Vísir/Arnar Bláa lónið opnaði á ný í morgun eftir vikulokun. Framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins.s segir enga ónotatilfinningu á meðal starfsfólks né gesta. Nýr veruleiki blasi við og ljóst að Bláa lónið muni koma til með að opna og loka á víxl næstu árin. Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa lónsins. Í samtali við fréttastofu segir hún afar góða tilfinningu að opna lónið á ný. „Það var gott að sjá nýja hættumatskortið sem kom frá almannavörnum í gær sem sýndi að við værum komin á gult, sem veit á gott. En auðvitað er alltaf í forgrunni að tryggja öryggi gesta og starfsfólks og þessvegna fylgjumst við með og höfum verið í góðu samtali og samstarfi við yfirvöld og horft mikið til þeirra mats.“ Ekki beri á neinni ónotatilfinningu Miklar jarðhræringar hafa verið á svæðinu undanfarin mánuði og ár, og enn mælist landris undir Svartsengi. Helga segir þó ekki bera á neinni ónotatilfinningu hjá starfsfólki né hjá gestum. Bláa lónið hefur þurft að opna og loka á víxl síðustu mánuði. Ljóst þykir að það ástand sé komið til að vera.Vísir/Vilhelm „Ég vil nú ekki segja það. Við erum fyrst og fremst glöð að fá að hefja störf. Við erum með sérfræðinga á heimsmælikvarða sem rýna stöðuna hverju sinni, við fylgjum þeim í einu og öllu,“ segir Helga. Hins vegar má segja að þetta sé nýr og breyttur veruleiki sem við ætlum að lifa með og erum að aðlaga okkur að. „Hann hefur kennt okkur að við munum þurfa að opna og loka aftur í einhver skipti.“ Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. Aðspurð um viðbrögð við þeim ummælum segist Helga geta tekið undir þau. „Stór hluti af ferðamönnum sem koma til landsins koma til okkar í Bláa lónið. Það sem hann á væntanlega við og við höfum verið horfa til, er að geta unnið í nánu samtali við yfirvöld til að rýna stöðuna. Það gefur okkur þann sveigjanleika að geta haft opið þegar það er í lagi og þá loka þess á milli. Þetta er þessi nýju veruleiki og mikilvægt að sé full athygli á þetta svæði eins og hefur verið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa lónsins. Í samtali við fréttastofu segir hún afar góða tilfinningu að opna lónið á ný. „Það var gott að sjá nýja hættumatskortið sem kom frá almannavörnum í gær sem sýndi að við værum komin á gult, sem veit á gott. En auðvitað er alltaf í forgrunni að tryggja öryggi gesta og starfsfólks og þessvegna fylgjumst við með og höfum verið í góðu samtali og samstarfi við yfirvöld og horft mikið til þeirra mats.“ Ekki beri á neinni ónotatilfinningu Miklar jarðhræringar hafa verið á svæðinu undanfarin mánuði og ár, og enn mælist landris undir Svartsengi. Helga segir þó ekki bera á neinni ónotatilfinningu hjá starfsfólki né hjá gestum. Bláa lónið hefur þurft að opna og loka á víxl síðustu mánuði. Ljóst þykir að það ástand sé komið til að vera.Vísir/Vilhelm „Ég vil nú ekki segja það. Við erum fyrst og fremst glöð að fá að hefja störf. Við erum með sérfræðinga á heimsmælikvarða sem rýna stöðuna hverju sinni, við fylgjum þeim í einu og öllu,“ segir Helga. Hins vegar má segja að þetta sé nýr og breyttur veruleiki sem við ætlum að lifa með og erum að aðlaga okkur að. „Hann hefur kennt okkur að við munum þurfa að opna og loka aftur í einhver skipti.“ Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. Aðspurð um viðbrögð við þeim ummælum segist Helga geta tekið undir þau. „Stór hluti af ferðamönnum sem koma til landsins koma til okkar í Bláa lónið. Það sem hann á væntanlega við og við höfum verið horfa til, er að geta unnið í nánu samtali við yfirvöld til að rýna stöðuna. Það gefur okkur þann sveigjanleika að geta haft opið þegar það er í lagi og þá loka þess á milli. Þetta er þessi nýju veruleiki og mikilvægt að sé full athygli á þetta svæði eins og hefur verið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira