Margir Grindvíkingar í óviðunandi húsnæði eða búi við óvissu Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. janúar 2024 23:12 Sigurður Ingi segir að unnið sé að því að meta hver staða Grindvíkinga sé í húsnæðismálum og verið að skoða hvort yfirvöld eigi að kaupa eignir fólks í Grindavík. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir alltof marga Grindvíkinga enn í óviðunandi húsnæði eða búa við óvissu. Stjórnvöld skoði hvernig hægt sé að koma til móts við kröfur um að ríkið kaupi upp húsnæði bæjarbúa þó hann sé ekki tilbúinn að slá af byggð í Grindavík til framtíðar. Frá því neyðarstigi var lýst yfir í Grindavík og bærinn rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa bæjarbúar að litlu leyti geta dvalið á heimilum sínum í bænum. Þrátt fyrir hin ýmsu úrræði ríkir enn mikil óvissa í húsnæðismálum margra í þessum hópi. Stjórnvöld reyna nú að fá betri mynd á hver staðan nákvæmlega er. „Það er könnun í gangi í samstarfi við Grindavíkurbæ um húsnæðisþörf, bæði í bráð og lengd, og vilja fólks, hvar það vill vera og hvað það sæi fyrir sér. Þannig við erum að fá býsna góða mynd af því og hún er sú að það eru alltof margir sem eru enn þá í óviðundandi húsnæði eða í óvissu á næstu vikum og klárlega mánuðum um húsnæði sitt,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, í viðtali við fréttastofu. Verði að fría fólk undan átthagafjötrum skulda og náttúruhamfara Nú sé verið að skoða leiðir til að fjölga íbúðum sem Grindvíkingar geta nýtt sér. Á íbúafundi í vikunni komu fram óskir íbúa um að stjórnvöld kaupi upp eignir í þeirra í bænum. Sigurður Ingi segir slíkt nú í skoðun. „Við verðum auðvitað annars vegar að fría fólk frá því að vera í einhvers konar átthagafjötrum skulda og náttúruhamfara og óvissu en við verðum líka að vita hvað óvissan þýðir og hvaða afleiðingar slíkar ákvarðanri sem við tækjum hefðu á samfélagið í Grindavík til lengri tíma,“ sagði Sigurður. Hann segir erfitt að segja til um hvenær niðurstaða liggi fyrir um hvort eignir verði keyptar upp. „Það er alveg unnið kvöld og nætur í þessu verkefni og við munum koma með það eins fljótt, þau áform sem við getum séð, þó útfærslur tækju lengri tíma,“ segir hann. Þá segist hann ekki tilbúinn á þessari stundu að slá af byggð í Grindavík til framtíðar. „Allt getur nú gengið um garð og þá er hægt að hefja uppbygginguna þannig maður vonast til að það gerist en ég er ekki til í að leggja mat á hvenær það gerist. Þess vegna þurfum við að treysta á mat okkar helstu vísindamanna,“ sagði Sigurður að lokum. Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Tengdar fréttir Framlengir einnig úrræði fyrir Grindvíkinga Landsbankinn hefur ákveðið að framlengja úrræði fyrir Grindvíkinga vegna náttúruhamfaranna sem orðið hafa á Reykjanesskaga. 19. janúar 2024 13:44 Ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en klukkutíma í senn Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf, útgerðarfélags í Grindavík, segir ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en eina klukkustund í senn. Hann segir starfsmenn sína merkilega bratta miðað við aðstæður. 18. janúar 2024 14:04 Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi Sjá meira
Frá því neyðarstigi var lýst yfir í Grindavík og bærinn rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa bæjarbúar að litlu leyti geta dvalið á heimilum sínum í bænum. Þrátt fyrir hin ýmsu úrræði ríkir enn mikil óvissa í húsnæðismálum margra í þessum hópi. Stjórnvöld reyna nú að fá betri mynd á hver staðan nákvæmlega er. „Það er könnun í gangi í samstarfi við Grindavíkurbæ um húsnæðisþörf, bæði í bráð og lengd, og vilja fólks, hvar það vill vera og hvað það sæi fyrir sér. Þannig við erum að fá býsna góða mynd af því og hún er sú að það eru alltof margir sem eru enn þá í óviðundandi húsnæði eða í óvissu á næstu vikum og klárlega mánuðum um húsnæði sitt,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, í viðtali við fréttastofu. Verði að fría fólk undan átthagafjötrum skulda og náttúruhamfara Nú sé verið að skoða leiðir til að fjölga íbúðum sem Grindvíkingar geta nýtt sér. Á íbúafundi í vikunni komu fram óskir íbúa um að stjórnvöld kaupi upp eignir í þeirra í bænum. Sigurður Ingi segir slíkt nú í skoðun. „Við verðum auðvitað annars vegar að fría fólk frá því að vera í einhvers konar átthagafjötrum skulda og náttúruhamfara og óvissu en við verðum líka að vita hvað óvissan þýðir og hvaða afleiðingar slíkar ákvarðanri sem við tækjum hefðu á samfélagið í Grindavík til lengri tíma,“ sagði Sigurður. Hann segir erfitt að segja til um hvenær niðurstaða liggi fyrir um hvort eignir verði keyptar upp. „Það er alveg unnið kvöld og nætur í þessu verkefni og við munum koma með það eins fljótt, þau áform sem við getum séð, þó útfærslur tækju lengri tíma,“ segir hann. Þá segist hann ekki tilbúinn á þessari stundu að slá af byggð í Grindavík til framtíðar. „Allt getur nú gengið um garð og þá er hægt að hefja uppbygginguna þannig maður vonast til að það gerist en ég er ekki til í að leggja mat á hvenær það gerist. Þess vegna þurfum við að treysta á mat okkar helstu vísindamanna,“ sagði Sigurður að lokum.
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Tengdar fréttir Framlengir einnig úrræði fyrir Grindvíkinga Landsbankinn hefur ákveðið að framlengja úrræði fyrir Grindvíkinga vegna náttúruhamfaranna sem orðið hafa á Reykjanesskaga. 19. janúar 2024 13:44 Ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en klukkutíma í senn Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf, útgerðarfélags í Grindavík, segir ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en eina klukkustund í senn. Hann segir starfsmenn sína merkilega bratta miðað við aðstæður. 18. janúar 2024 14:04 Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi Sjá meira
Framlengir einnig úrræði fyrir Grindvíkinga Landsbankinn hefur ákveðið að framlengja úrræði fyrir Grindvíkinga vegna náttúruhamfaranna sem orðið hafa á Reykjanesskaga. 19. janúar 2024 13:44
Ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en klukkutíma í senn Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf, útgerðarfélags í Grindavík, segir ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en eina klukkustund í senn. Hann segir starfsmenn sína merkilega bratta miðað við aðstæður. 18. janúar 2024 14:04
Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26