Ótrúlegur endasprettur og Danir komnir langleiðina í undanúrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. janúar 2024 21:14 Mathias Gidsel skoraði tíu fyrir Dani í kvöld. Stuart Franklin/Getty Images Danir stigu stórt skref í átt að undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta er liðið vann eins marks sigur gegn Svíum í kvöld, 28-27. Liðin skiptust á að skora í upphafi leiks og munurinn varð aldrei meiri en eitt mark stærstan hluta fyrri hálfleiksins. Það breyttist þó í stöðunni 12-12 þegar Danir skoruðu fjögur mörk í röð og komu sér í góða stöðu fyrir lokasprett hálfleiksins. Svíar gerðu þó vel og minnkuðu muninn fyrir hlé, staðan 17-15 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Danska liðið hafði svo yfirhöndina allan seinni hálfleikinn, þó munurinn hafi aldrei orðið meiri en fjögur mörk. Þegar rétt rúmar fimm mínútur voru til leiksloka virtust Danir vera komnir með þetta, en þá skoruðu Svíar þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn niður í 28-27 þegar um ein og hálf mínúta var eftir. Emil Nielsen just moonwalked all over Sweden's dreams with this save! 🚀💔#ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/u00zMmBvKr— EHF EURO (@EHFEURO) January 19, 2024 Eftir afar langa sókn tókst Dönum þó að skora manni fleiri og vistust vera að tryggja sér dramatískan tveggja marka sigur, 29-27. Svíar gáfu markið þó ekki þegjandi og hljóðalaust heldur heimtuðu að dómarar leiksins færu í skjáinn góða, sem og þeir gerðu. Eftir miklar vangaveltur var mark Dana dæmt af, Svíar fengu boltann og slatta bætt við á klukkuna. Enn voru 17 sekúndur eftir og Svíar fengu því ótrúlegt tækifæri til að jafna metin. Svíar nýttu sóknina vel og komu sér í algjört dauðafæri þar sem Oscar Bergendahl skoraði. Hins vegar var liðsfélagi hans búinn að taka sér stöðu inni í teig og markið því ekki dæmt gilt. Niðurstaðan varð því eins marks sigur Dana, 28-27, í leik sem verður helst minnst fyrir ótrúlegan, og ekki síst furðulegan, lokakafla. Danska liðið trónir á toppi milliriðilsins með sex stig, tveimur stigum meira en Svíþjóð sem situr í öðru sæti. 🇩🇰 Denmark take the win and a giant step toward the semi-finals after 𝗹𝗮𝘀𝘁-𝘀𝗲𝗰𝗼𝗻𝗱 𝗱𝗿𝗮𝗺𝗮! 😱🌟 𝐆𝐫𝐮𝐧𝐝𝐟𝐨𝐬 𝐏𝐥𝐚𝐲𝐞𝐫 𝐨𝐟 𝐭𝐡𝐞 𝐌𝐚𝐭𝐜𝐡: Mathias Gidsel 🌟#ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/mc0VRtpxYe— EHF EURO (@EHFEURO) January 19, 2024 EM 2024 í handbolta Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Sjá meira
Liðin skiptust á að skora í upphafi leiks og munurinn varð aldrei meiri en eitt mark stærstan hluta fyrri hálfleiksins. Það breyttist þó í stöðunni 12-12 þegar Danir skoruðu fjögur mörk í röð og komu sér í góða stöðu fyrir lokasprett hálfleiksins. Svíar gerðu þó vel og minnkuðu muninn fyrir hlé, staðan 17-15 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Danska liðið hafði svo yfirhöndina allan seinni hálfleikinn, þó munurinn hafi aldrei orðið meiri en fjögur mörk. Þegar rétt rúmar fimm mínútur voru til leiksloka virtust Danir vera komnir með þetta, en þá skoruðu Svíar þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn niður í 28-27 þegar um ein og hálf mínúta var eftir. Emil Nielsen just moonwalked all over Sweden's dreams with this save! 🚀💔#ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/u00zMmBvKr— EHF EURO (@EHFEURO) January 19, 2024 Eftir afar langa sókn tókst Dönum þó að skora manni fleiri og vistust vera að tryggja sér dramatískan tveggja marka sigur, 29-27. Svíar gáfu markið þó ekki þegjandi og hljóðalaust heldur heimtuðu að dómarar leiksins færu í skjáinn góða, sem og þeir gerðu. Eftir miklar vangaveltur var mark Dana dæmt af, Svíar fengu boltann og slatta bætt við á klukkuna. Enn voru 17 sekúndur eftir og Svíar fengu því ótrúlegt tækifæri til að jafna metin. Svíar nýttu sóknina vel og komu sér í algjört dauðafæri þar sem Oscar Bergendahl skoraði. Hins vegar var liðsfélagi hans búinn að taka sér stöðu inni í teig og markið því ekki dæmt gilt. Niðurstaðan varð því eins marks sigur Dana, 28-27, í leik sem verður helst minnst fyrir ótrúlegan, og ekki síst furðulegan, lokakafla. Danska liðið trónir á toppi milliriðilsins með sex stig, tveimur stigum meira en Svíþjóð sem situr í öðru sæti. 🇩🇰 Denmark take the win and a giant step toward the semi-finals after 𝗹𝗮𝘀𝘁-𝘀𝗲𝗰𝗼𝗻𝗱 𝗱𝗿𝗮𝗺𝗮! 😱🌟 𝐆𝐫𝐮𝐧𝐝𝐟𝐨𝐬 𝐏𝐥𝐚𝐲𝐞𝐫 𝐨𝐟 𝐭𝐡𝐞 𝐌𝐚𝐭𝐜𝐡: Mathias Gidsel 🌟#ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/mc0VRtpxYe— EHF EURO (@EHFEURO) January 19, 2024
EM 2024 í handbolta Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti