Stöð 2 Sport 2
Roma leikur sinn fyrsta leik í ítölsku úrvalsdeildinni eftir að Jose Mourinho var látinn fara frá félaginu í vikunni þegar liðið tekur á móti Hellas Verona klukkan 16:50.
Klukkan 21:30 er svo komið að viðureign Baltimore Ravens og Houston Texans í NFL-deildinni í amerískum fótbolta áður en San Fransisco 49ers og Green Bay Packers eigast við klukkan 01:15 eftir miðnætti.
Stöð 2 Sport 3
Detroit Pistons og Milwaukee Bucks eigast við í NBA-deildinni í körfubolta klukkan 20:00.
Stöð 2 Sport 4
Tournament of Champions á LPGA-mótaröðinni í golfi heldur áfram frá klukkan 19:00 í kvöld.
Stöð 2 Sport 5
Udinese og AC Milan eigast við í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 19:35.
Stöð 2 eSport
Ljósleiðaradeildin er komin á fullt á nýjan leik og nú er komið að öðrum Ofurlaugardegi tímabilsins. Leikin verður heil umferð og hefjast herlegheitin klukkan 16:35.
Vodafone Sport
Boðið verður upp á tvær beinar útsendingar frá ensku 1. deildinni í knattspyrnu. Swansea tekur á móti Southampton klukkan 12:25 áður en Watford sækir Bristol heim klukkan 14:55.
Þá verða einnig tvær viðureignir á Afríkumótinu í beinni útsendinu þegar Máritanía og Angóla eigast við annars vegar, og Túnis og Malí hins vegar.
Að lokum er komið að viðureign Canucks og Maple Leafs í NHL-deildinni í íshokkí klukkan 00:05 eftir miðnætti áður en UFC 297: Stickland gegn Du Plessis leiðir nátthrafnana inn í nóttina frá klukkan 03:00 eftir miðnætti.