Unnið með vitund en ekki sátt fjölskyldunnar Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2024 08:00 Bjartmar, Troels og Siggi hakkari. Dönsku kvikmyndagerðarmennirnir bregðast hart við gagnrýni sem Bjartmar hefur sett á myndina. vísir/grafík Troels Uhrbrand Rasmussen dagskrárstjóri Pipeline, kvikmyndafyrirtækisins sem framleiddi þættina A Dangerous Boy, eða Hættulegur strákur, þar sem fjallað er um Sigga hakkara svokallaðan, segir margt skjóta skökku við í gagnrýni sem fram hefur komið á þættina og verklagið. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson blaðamaður eitt og annað út á þættina að setja. En spjótin beinast meðal annars að honum, grein sem hann skrifaði og skiptir sköpum í málarekstri á hendur Julian Assange. Í lok þáttaraðarinnar birtist Kristjón Kormákur og heldur því fram að hann hafi skrifað téða grein þó Bjartmar sé skrifaður fyrir henni. Og að Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks hafi lagt sitt að mörkum við gerð greinarinnar. Bjartmar segir þetta alrangt, hann vísar þessu á bug og skilur ekki af hverju Danirnir báru ávirðingar sem fram koma á greinina ekki undir „raunverulegan“ höfund hennar? Þetta væri skrípaleikur. Og þá þótti honum atriði í myndinni, hvar Siggi stendur yfir legsteini meints fórnarlambs síns ósmekklegt og benda til þess að Danirnir hafi farið frjálslega með. Vísir bar málflutning Bjartmars undir hina dönsku kvikmyndagerðarmenn og var Troels til svara. En hann þurfti að bera eitt og annað undir Søren Steen Jespersen framleiðanda og Ole Bendtzen leikstjóra sem þýddi að svörin voru lengi á leiðinni. En hér eru þau og Troels talar fyrir þá alla. „Bjartmar var ítrekað beðinn um að tjá sig um grein sína. Þess var meira að segja óskað að hann yrði veigamikill þáttur í þessari heimildarmynd. Hann hafnaði því. Sagði að hann þyrfti leyfi frá Kristni Hrafnssyni, talsmanni Wikileaks, til að taka þátt,“ segir Troels og þetta hafi komið þeim verulega á óvart. Íslenskir rannsóknarblaðamenn vildu engu svara Kristinn hefur fyrir löngu lýst yfir sérstakri andúð á þessari kvikmyndagerð dönsku kvikmyndagerðarmannanna, það gerði hann strax árið 2021 og telur sig hafa sitthvað til marks um að þeir dönsku séu ekki vandir að virðingu sinni. „Okkur kom mjög á óvart að rannsóknarblaðamaður á sjálfstæðum miðli teldi sig þurfa sérstakt leyfi til að tjá sig um þetta. Og það kom okkur enn meira á óvart þegar á daginn kom að leyfið þyrfti að koma frá Wikileaks, sem eru þau sömu samtök og Bjartmar var að rannsaka og skrifa um.“ Að auki, bendir Troels á, þá var Bjartmar beðinn um að tjá sig, bæði munnlega og skriflega, sex mánuðum áður en þáttaröðin var frumsýnd á Stöð 2. „Við endurtókum þessa ósk einum mánuði fyrir frumsýninguna. Bjartmar hefur ekki svarað neinum þessara umleitana. Við óskuðum jafnframt eftir viðbrögðum frá Jóni Trausta, þá ritstjóra Stundarinnar, en hann ansaði engu.“ Segja grein Bjartmars meingallaða Spurður hvað þeim sýndist um það sem Bjartmar hefur að segja um að ekki væri bent á neinar beinar rangfærslur eða villur í greinin hans, þá hafna þeir því. Grjótharðir. „Jú, það er nú bara víst þannig. Augljósasta dæmið er að ekki er að finna í grein Bjartmars neinar sannanir fyrir því að Siggi hafi logið að FBI. Og ekki er heldur að finna neina beina tilvitnun í Sigga þar sem hann viðurkennir að hafa logið í FBI.“ Þeir segja skort á sönnunargögnum vandræðalegan þar sem fyrirsögn greinarinnar er „Key witness in Assange case admits to lies in indictment“ eða Lykilvitni í Assange-málinu viðurkennir lygar í ákæru. „Það mætti búast við að rannsóknarblaðamaður myndi bjóða upp á einhver gögn sem bakka staðhæfingarnar upp, en ekki að það teldist duga að rannsóknarblaðamaður segðist hafa ótal sönnunargögn.“ Segjast hafa verið í sambandi við fjölskylduna Danirnir skjóta fast til baka og láta engan bilbug á sér finna. Næst voru bornar undir þá ályktanir Bjartmars um að þeir hafi ekki haft samband við aðstandendur fórnarlambs Sigga hakkara, sem er dæmdur kynferðisbrotamaður, með vísan til atriðisins sem tekið er í kirkjugarðinum. En þar stendur Siggi yfir legsteini drengs sem hann níddist á og virðist eiga í innri baráttu. Danirnir vísa þessu á bug. „Við höfum verið í sambandi við fjölskylduna nokkrum sinnum í tengslum við gerð þáttanna. Fyrst í nóvember 2021. Fjölskyldan vildi ekki taka beinan þátt og veita viðtöl. Það hefði verið erfitt fyrir þau. En þau komu með fjölda punkta, settu fram óskir og fyrirmæli. Við hlustuðum á allar þeirra athugasemdir, bárum virðingu fyrir þeim og fórum eftir tilmælum þeirra.“ Danirnir segjast hafa upplýst fjölskylduna um að þeir væru á lokastigi með myndina og gáfu þeim aftur færi á að tjá sig. „Þau þökkuðu okkur fyrir fagmannlega nálgun en vildu ekki gefa færi á viðtali.“ Í samtali Vísis við fjölskylduna kemur aftur á móti fram að hún hafi grátbeðið kvikmyndagerðarmennina um að gera ekki þessa þætti. Aftur á móti hafi fjölskyldan sett ákveðin skilyrði þegar ljóst var að hún fengi engu ráðið um gerð þáttanna. Aldrei hafi hún þakkað fyrir fagmannlega nálgun enda hafi fjölskyldan ekki þekkt efnistök, en hún þakkaði fyrir að vera látin vita. Það væri fagmannlegt. Fjölskyldan tekur fram að hún hafi ekki verið upplýst um að farið yrði að leiði ástvinar þeirra og tekið upp fyrir þættina. Það hafi verið mikið áfall og alls ekki gert í samráði við fjölskylduna enda sé það heilagur staður fyrir þeim. Vildu skilja Sigga hakkara Danirnir segjast hafa verið í sambandi við Sigga í um tíu ár. „Við vorum í fyrstu heillaðir af þessu ungmenni sem var viðloðandi Wikileaks en gerðist svo uppljóstrari fyrir FBI.“ Danirnir virðast telja það nokkurs um vert að komast inn í hugarheim Sigga hakkara en það veittist þeim örðugt. „Við vildum finna út hvað það væri sem fengi hann til að tikka. Sambandið við Sigga hefur alltaf verið náið en jafnframt einkenndist það af miklum efa, mikilli tortryggni af okkar hálfu. Og því dýpra sem við grófum, þeim mun meira flæktust málin.“ Danirnir segja Sigga gangandi mótsögn, og mótsagnir og flækjustig séu áhugaverð frá sjónarhóli heimildamyndagerðarmanna. „Hvað fær manneskju til að gera það sem hún gerir? Óeðlileg hegðun Sigga og hvernig hún stangast á við samfélagið allt og gildi þess – og fólkið sem flækist inn í það – er spennandi. Áhugi okkar er, í einfölduðu máli, sá að reyna að skilja það hvernig hugur Sigga virkar, án þess að við séum blindir gagnvart glæpum hans og fólkinu sem hann hefur sært á vegferð sinni,“ segir Troels. Ljóst má vera að það verkefni reyndist ærið. „Við erum okkur þess fullkomlega meðvitaðir að það að reyna að skilja Sigga er ekki til vinsælda fallið, sérstaklega ekki í litlu samfélagi.“ Greinin hefur verið uppfærð eftir samtal við fjölskyldu fórnarlambs Sigga. Bíó og sjónvarp Mál Julians Assange Mál Sigga hakkara Fjölmiðlar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá hefur Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson blaðamaður eitt og annað út á þættina að setja. En spjótin beinast meðal annars að honum, grein sem hann skrifaði og skiptir sköpum í málarekstri á hendur Julian Assange. Í lok þáttaraðarinnar birtist Kristjón Kormákur og heldur því fram að hann hafi skrifað téða grein þó Bjartmar sé skrifaður fyrir henni. Og að Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks hafi lagt sitt að mörkum við gerð greinarinnar. Bjartmar segir þetta alrangt, hann vísar þessu á bug og skilur ekki af hverju Danirnir báru ávirðingar sem fram koma á greinina ekki undir „raunverulegan“ höfund hennar? Þetta væri skrípaleikur. Og þá þótti honum atriði í myndinni, hvar Siggi stendur yfir legsteini meints fórnarlambs síns ósmekklegt og benda til þess að Danirnir hafi farið frjálslega með. Vísir bar málflutning Bjartmars undir hina dönsku kvikmyndagerðarmenn og var Troels til svara. En hann þurfti að bera eitt og annað undir Søren Steen Jespersen framleiðanda og Ole Bendtzen leikstjóra sem þýddi að svörin voru lengi á leiðinni. En hér eru þau og Troels talar fyrir þá alla. „Bjartmar var ítrekað beðinn um að tjá sig um grein sína. Þess var meira að segja óskað að hann yrði veigamikill þáttur í þessari heimildarmynd. Hann hafnaði því. Sagði að hann þyrfti leyfi frá Kristni Hrafnssyni, talsmanni Wikileaks, til að taka þátt,“ segir Troels og þetta hafi komið þeim verulega á óvart. Íslenskir rannsóknarblaðamenn vildu engu svara Kristinn hefur fyrir löngu lýst yfir sérstakri andúð á þessari kvikmyndagerð dönsku kvikmyndagerðarmannanna, það gerði hann strax árið 2021 og telur sig hafa sitthvað til marks um að þeir dönsku séu ekki vandir að virðingu sinni. „Okkur kom mjög á óvart að rannsóknarblaðamaður á sjálfstæðum miðli teldi sig þurfa sérstakt leyfi til að tjá sig um þetta. Og það kom okkur enn meira á óvart þegar á daginn kom að leyfið þyrfti að koma frá Wikileaks, sem eru þau sömu samtök og Bjartmar var að rannsaka og skrifa um.“ Að auki, bendir Troels á, þá var Bjartmar beðinn um að tjá sig, bæði munnlega og skriflega, sex mánuðum áður en þáttaröðin var frumsýnd á Stöð 2. „Við endurtókum þessa ósk einum mánuði fyrir frumsýninguna. Bjartmar hefur ekki svarað neinum þessara umleitana. Við óskuðum jafnframt eftir viðbrögðum frá Jóni Trausta, þá ritstjóra Stundarinnar, en hann ansaði engu.“ Segja grein Bjartmars meingallaða Spurður hvað þeim sýndist um það sem Bjartmar hefur að segja um að ekki væri bent á neinar beinar rangfærslur eða villur í greinin hans, þá hafna þeir því. Grjótharðir. „Jú, það er nú bara víst þannig. Augljósasta dæmið er að ekki er að finna í grein Bjartmars neinar sannanir fyrir því að Siggi hafi logið að FBI. Og ekki er heldur að finna neina beina tilvitnun í Sigga þar sem hann viðurkennir að hafa logið í FBI.“ Þeir segja skort á sönnunargögnum vandræðalegan þar sem fyrirsögn greinarinnar er „Key witness in Assange case admits to lies in indictment“ eða Lykilvitni í Assange-málinu viðurkennir lygar í ákæru. „Það mætti búast við að rannsóknarblaðamaður myndi bjóða upp á einhver gögn sem bakka staðhæfingarnar upp, en ekki að það teldist duga að rannsóknarblaðamaður segðist hafa ótal sönnunargögn.“ Segjast hafa verið í sambandi við fjölskylduna Danirnir skjóta fast til baka og láta engan bilbug á sér finna. Næst voru bornar undir þá ályktanir Bjartmars um að þeir hafi ekki haft samband við aðstandendur fórnarlambs Sigga hakkara, sem er dæmdur kynferðisbrotamaður, með vísan til atriðisins sem tekið er í kirkjugarðinum. En þar stendur Siggi yfir legsteini drengs sem hann níddist á og virðist eiga í innri baráttu. Danirnir vísa þessu á bug. „Við höfum verið í sambandi við fjölskylduna nokkrum sinnum í tengslum við gerð þáttanna. Fyrst í nóvember 2021. Fjölskyldan vildi ekki taka beinan þátt og veita viðtöl. Það hefði verið erfitt fyrir þau. En þau komu með fjölda punkta, settu fram óskir og fyrirmæli. Við hlustuðum á allar þeirra athugasemdir, bárum virðingu fyrir þeim og fórum eftir tilmælum þeirra.“ Danirnir segjast hafa upplýst fjölskylduna um að þeir væru á lokastigi með myndina og gáfu þeim aftur færi á að tjá sig. „Þau þökkuðu okkur fyrir fagmannlega nálgun en vildu ekki gefa færi á viðtali.“ Í samtali Vísis við fjölskylduna kemur aftur á móti fram að hún hafi grátbeðið kvikmyndagerðarmennina um að gera ekki þessa þætti. Aftur á móti hafi fjölskyldan sett ákveðin skilyrði þegar ljóst var að hún fengi engu ráðið um gerð þáttanna. Aldrei hafi hún þakkað fyrir fagmannlega nálgun enda hafi fjölskyldan ekki þekkt efnistök, en hún þakkaði fyrir að vera látin vita. Það væri fagmannlegt. Fjölskyldan tekur fram að hún hafi ekki verið upplýst um að farið yrði að leiði ástvinar þeirra og tekið upp fyrir þættina. Það hafi verið mikið áfall og alls ekki gert í samráði við fjölskylduna enda sé það heilagur staður fyrir þeim. Vildu skilja Sigga hakkara Danirnir segjast hafa verið í sambandi við Sigga í um tíu ár. „Við vorum í fyrstu heillaðir af þessu ungmenni sem var viðloðandi Wikileaks en gerðist svo uppljóstrari fyrir FBI.“ Danirnir virðast telja það nokkurs um vert að komast inn í hugarheim Sigga hakkara en það veittist þeim örðugt. „Við vildum finna út hvað það væri sem fengi hann til að tikka. Sambandið við Sigga hefur alltaf verið náið en jafnframt einkenndist það af miklum efa, mikilli tortryggni af okkar hálfu. Og því dýpra sem við grófum, þeim mun meira flæktust málin.“ Danirnir segja Sigga gangandi mótsögn, og mótsagnir og flækjustig séu áhugaverð frá sjónarhóli heimildamyndagerðarmanna. „Hvað fær manneskju til að gera það sem hún gerir? Óeðlileg hegðun Sigga og hvernig hún stangast á við samfélagið allt og gildi þess – og fólkið sem flækist inn í það – er spennandi. Áhugi okkar er, í einfölduðu máli, sá að reyna að skilja það hvernig hugur Sigga virkar, án þess að við séum blindir gagnvart glæpum hans og fólkinu sem hann hefur sært á vegferð sinni,“ segir Troels. Ljóst má vera að það verkefni reyndist ærið. „Við erum okkur þess fullkomlega meðvitaðir að það að reyna að skilja Sigga er ekki til vinsælda fallið, sérstaklega ekki í litlu samfélagi.“ Greinin hefur verið uppfærð eftir samtal við fjölskyldu fórnarlambs Sigga.
Bíó og sjónvarp Mál Julians Assange Mál Sigga hakkara Fjölmiðlar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Sjá meira