Gefur Snorra sem leitaði í grunninn feitan plús: „Gamla góða Ísland“ Aron Guðmundsson skrifar 19. janúar 2024 08:00 Snorri Steinn Guðjónsson bauð upp á áherslubreytingar í leik íslenska liðsins í leiknum gegn Þjóðverjum í gær. Leitað var í grunninn og er Snorra Steini hrósað fyrir það. VÍSIR/VILHELM Ísland mátti þola tveggja marka tap, 26-24, gegn Þjóðverjum í fyrstu umferð milliriðla EM í handbolta í gærkvöldi. Léleg færanýting kom í bakið á Strákunum okkar sem sýndu þó miklar framfarir og íslensku geðveikina sem hafði vantað upp á fram að þessu. Leikur Þýskalands og Íslands var krufinn til mergjar í hlaðvarsþættinum Besta sætið. Þar sem að Aron Guðmundsson fékk til sín sérfræðingana Einar Jónsson, þjálfara FRAM og Bjarna Fritzson, fyrrverandi landsliðsmann í handbolta. Íslenska landsliðið mætti til leiks gegn Þjóðverjum á þeirra heimavelli eftir þungt tap gegn Ungverjum en í krefjandi aðstæðum stigu Strákarnir okkar upp. Fín frammistaða í mörgum þáttum en staðreyndin hins vegar tveggja marka tap og dýrkeypt mistök áttu sér stað í sóknarleik liðsins. Snorri Steinn Guðjónsson hlaut hins vegar mikið lof hjá sérfræðingum Besta sætisins fyrir upplegg sitt og djarfar ákvarðanir í aðdraganda leiks og á meðan á leik liðanna stóð í gærkvöldi. „Munurinn á liðinu núna, í fyrsta leik í milliriðli, og frá því í riðlakeppninni er bara himinn og haf,“ sagði Einar Jónsson aðspurður um sína skoðun á frammistöðu Strákanna okkar gegn Þjóðverjum. „Það er allt annað að sjá þetta. Andinn í liðinu góður, menn slepptu af sér beislinu og mættu til leiks. Maður sá það á spilamennsku liðsins að leikmenn voru að njóta þess að spila, höfðu gaman af því að spila.“ Sneri hann sér því næst að ákvörðunum Snorra Steins, sem er á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari Íslands. „Þær breytingar sem Snorri Steinn gerir fyrir þennan leik, áherslubreytingarnar sem hann kemur með. Ég ætla að gefa honum feitan plús fyrir þær. Hann fer bara aftur í grunninn. Mér fannst hann bara fara í gamla boltann. Þann sem íslenska landsliðið hefur verið að spila undanfarin ár. Það sem hefur gengið vel. Hann fór aftur í týpíska taktík sem liðið hefur verið að spila. Taktík sem hefur gengið vel en jafnframt taktík sem Snorri Steinn hefur ekki verið að leita í fram að þessu. Mér finnst það geggjað hjá honum að hafa sjálfstraust í að fara einhvern veginn til baka. Allir leikmenn liðsins þekkja þetta upplegg. Við vorum farnir að spila leikkerfi á borð við Barca og Kaíró aftur, taka löngu klippinguna og það var miklu betra flæði út úr fyrstu árásunum.“ Góðar áherslubreytingar áttu einnig við um varnarleik liðsins. „Mér fannst Snorri þar líka hafa farið í Gumma Gumm varnarleikinn. Við vorum ógeðslega agressífir. Hann hendir Ými Erni, sem hafði ekki spilað mikið í riðlakeppninni, þarna inn. Við sáum það bara á fyrstu fimm vörnum liðsins að Ýmir kom þarna inn og slátraði þeim. Ég sá bara gamla góða Ísland. Vel þjálfað, vel stýrt. Bara flott. Auðvitað er hundleiðinlegt að klúðra öllum þesssum færum úr horninu og vítunum. Kannski er standardinn hjá manni bara orðinn svona lágur. En ég heillaðist.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
Leikur Þýskalands og Íslands var krufinn til mergjar í hlaðvarsþættinum Besta sætið. Þar sem að Aron Guðmundsson fékk til sín sérfræðingana Einar Jónsson, þjálfara FRAM og Bjarna Fritzson, fyrrverandi landsliðsmann í handbolta. Íslenska landsliðið mætti til leiks gegn Þjóðverjum á þeirra heimavelli eftir þungt tap gegn Ungverjum en í krefjandi aðstæðum stigu Strákarnir okkar upp. Fín frammistaða í mörgum þáttum en staðreyndin hins vegar tveggja marka tap og dýrkeypt mistök áttu sér stað í sóknarleik liðsins. Snorri Steinn Guðjónsson hlaut hins vegar mikið lof hjá sérfræðingum Besta sætisins fyrir upplegg sitt og djarfar ákvarðanir í aðdraganda leiks og á meðan á leik liðanna stóð í gærkvöldi. „Munurinn á liðinu núna, í fyrsta leik í milliriðli, og frá því í riðlakeppninni er bara himinn og haf,“ sagði Einar Jónsson aðspurður um sína skoðun á frammistöðu Strákanna okkar gegn Þjóðverjum. „Það er allt annað að sjá þetta. Andinn í liðinu góður, menn slepptu af sér beislinu og mættu til leiks. Maður sá það á spilamennsku liðsins að leikmenn voru að njóta þess að spila, höfðu gaman af því að spila.“ Sneri hann sér því næst að ákvörðunum Snorra Steins, sem er á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari Íslands. „Þær breytingar sem Snorri Steinn gerir fyrir þennan leik, áherslubreytingarnar sem hann kemur með. Ég ætla að gefa honum feitan plús fyrir þær. Hann fer bara aftur í grunninn. Mér fannst hann bara fara í gamla boltann. Þann sem íslenska landsliðið hefur verið að spila undanfarin ár. Það sem hefur gengið vel. Hann fór aftur í týpíska taktík sem liðið hefur verið að spila. Taktík sem hefur gengið vel en jafnframt taktík sem Snorri Steinn hefur ekki verið að leita í fram að þessu. Mér finnst það geggjað hjá honum að hafa sjálfstraust í að fara einhvern veginn til baka. Allir leikmenn liðsins þekkja þetta upplegg. Við vorum farnir að spila leikkerfi á borð við Barca og Kaíró aftur, taka löngu klippinguna og það var miklu betra flæði út úr fyrstu árásunum.“ Góðar áherslubreytingar áttu einnig við um varnarleik liðsins. „Mér fannst Snorri þar líka hafa farið í Gumma Gumm varnarleikinn. Við vorum ógeðslega agressífir. Hann hendir Ými Erni, sem hafði ekki spilað mikið í riðlakeppninni, þarna inn. Við sáum það bara á fyrstu fimm vörnum liðsins að Ýmir kom þarna inn og slátraði þeim. Ég sá bara gamla góða Ísland. Vel þjálfað, vel stýrt. Bara flott. Auðvitað er hundleiðinlegt að klúðra öllum þesssum færum úr horninu og vítunum. Kannski er standardinn hjá manni bara orðinn svona lágur. En ég heillaðist.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira