Verðlaunaðir fyrir umhverfisvænt sementslaust steinlím Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2024 16:28 Guðni forseti ásamt Gonzalo og Heiðari með viðurkenningar sínar. Forseti Íslands Gonzalo Patricio Eldredge Arenas og Heiðar Snær Ásgeirsson hlutu nýsköpunarverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2023. Gonzalo og Heiðar Snær Ásgeirsson fengu verðlaunin fyrir verkefnið Umhverfisvænt sementslaust AlSiment steinlím. Báðir eru þeir meistaranemar, Heiðar Snær í efnaverkfræði við DTU Tækniháskólann í Danmörku en Gonzalo nemur jarðhitaverkfræði við Háskóla Íslands. Verkefnið sýnir fram á fýsileika þess að nota sementlaust steinlím sem bindiefni fyrir steypu, til að draga úr kolefnisspori í byggingariðnaði. Um 7-8% af losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum stafar af framleiðslu sements. Sementslaust steinlím er hins vegar hægt að framleiða úr hliðarafurðum frá þungaiðnaði, en einnig frá náttúrulegum uppsprettum eins og jarðhitakísli og eldfjallaösku, sem eru sérstaklega aðgengileg á Íslandi. Leiðbeinendur verkefnisins voru Sunna Ólafsdóttir Wallevik og Dr. Kristján Friðrik Alexandersson, framkvæmdastjórar hjá Gerosion, ásamt Dr. Sigrúnu Nönnu Karlsdóttur, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Alls voru sex verkefni tilnefnd til verðlaunanna í ár. Þau eru unnin af háskólanemum í samstarfi við leiðbeinendur og fyrirtæki og hlutu þau öll viðurkenningu: • Greiningarkerfi fyrir heilsugæsluna - Einkenni.is: Baldur Olsen og Kári Steinn Hlífarsson tölvunarfræðinemar og Magnús Friðrik Helgason nemi í hugbúnaðarverkfræði, allir við Háskólann í Reykjavík• Nýsköpun fyrir snemmgreiningu brjóstakrabbameina: Magnús Gauti Úlfarsson, nemi í lyfjafræði við Háskóla Íslands• Rauntíma sjávarfalla- og sjávarhæðarspá við Ísland: Rakel María Ellingsen Óttarsdóttir, nemi í hagnýttri stærðfræði við Háskóla Íslands• Stjórn DNA metýlunar í ísóformnotkun í taugaþroska: Katrín Wang, læknanemi við Háskóla Íslands.• Umhverfisvænt sementslaust AlSiment steinlím: Heiðar Snær Ásgeirsson, nemi í efnaverkfræði við DTU Tækniháskólann í Danmörku, og Gonzalo Patricio Eldredge, nemi í jarðhitaverkfræði við Háskóla Íslands.• Viðbrögð við áreitni innan lögreglu: Sólveig María Thomasdóttir, nemi í hagnýtri jafnréttisfræði við Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um hvert verkefni má finna á vef Rannsóknamiðstöðvar Íslands – Rannís. Nýsköpun Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Byggingariðnaður Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Gonzalo og Heiðar Snær Ásgeirsson fengu verðlaunin fyrir verkefnið Umhverfisvænt sementslaust AlSiment steinlím. Báðir eru þeir meistaranemar, Heiðar Snær í efnaverkfræði við DTU Tækniháskólann í Danmörku en Gonzalo nemur jarðhitaverkfræði við Háskóla Íslands. Verkefnið sýnir fram á fýsileika þess að nota sementlaust steinlím sem bindiefni fyrir steypu, til að draga úr kolefnisspori í byggingariðnaði. Um 7-8% af losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum stafar af framleiðslu sements. Sementslaust steinlím er hins vegar hægt að framleiða úr hliðarafurðum frá þungaiðnaði, en einnig frá náttúrulegum uppsprettum eins og jarðhitakísli og eldfjallaösku, sem eru sérstaklega aðgengileg á Íslandi. Leiðbeinendur verkefnisins voru Sunna Ólafsdóttir Wallevik og Dr. Kristján Friðrik Alexandersson, framkvæmdastjórar hjá Gerosion, ásamt Dr. Sigrúnu Nönnu Karlsdóttur, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Alls voru sex verkefni tilnefnd til verðlaunanna í ár. Þau eru unnin af háskólanemum í samstarfi við leiðbeinendur og fyrirtæki og hlutu þau öll viðurkenningu: • Greiningarkerfi fyrir heilsugæsluna - Einkenni.is: Baldur Olsen og Kári Steinn Hlífarsson tölvunarfræðinemar og Magnús Friðrik Helgason nemi í hugbúnaðarverkfræði, allir við Háskólann í Reykjavík• Nýsköpun fyrir snemmgreiningu brjóstakrabbameina: Magnús Gauti Úlfarsson, nemi í lyfjafræði við Háskóla Íslands• Rauntíma sjávarfalla- og sjávarhæðarspá við Ísland: Rakel María Ellingsen Óttarsdóttir, nemi í hagnýttri stærðfræði við Háskóla Íslands• Stjórn DNA metýlunar í ísóformnotkun í taugaþroska: Katrín Wang, læknanemi við Háskóla Íslands.• Umhverfisvænt sementslaust AlSiment steinlím: Heiðar Snær Ásgeirsson, nemi í efnaverkfræði við DTU Tækniháskólann í Danmörku, og Gonzalo Patricio Eldredge, nemi í jarðhitaverkfræði við Háskóla Íslands.• Viðbrögð við áreitni innan lögreglu: Sólveig María Thomasdóttir, nemi í hagnýtri jafnréttisfræði við Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um hvert verkefni má finna á vef Rannsóknamiðstöðvar Íslands – Rannís.
Nýsköpun Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Byggingariðnaður Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira