Hella sér yfir Landsvirkjun vegna útboðs á vindmyllum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2024 10:32 Fyrirhuguð er uppbygging vindmyllugarðs við Vaðöldu. Landsvirkjun Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. Eins og greint var frá í gær hefur Landsvirkjun auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöld, usem ber vinnheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú leið, sem telst nokkuð óhefðbundin, er sögð til að flýta verkefninu. Sveitarstjórnin bendir í yfirlýsingu, sem send var til fjölmiðla í morgun, að stjórnvöldum sé ekki heimilt að veita leyfi tengt Búrfellslundi samkvæmd lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun. „Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur það vera ámælisvert að Landsvirkjun skuli reyna að fara í kringum lög og vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins. Slík vinnubrögð eru ekki til þess að skapa sátt um komandi orkuöflun sem nauðsynlegt er að ráðast í,“ segir í yfirlýsingunni. Takmarki möguleika til ferðaþjónustuuppbyggingar Búrfellslundur var samþykktur í nýtingarflokk af Alþingi sumarið 2022 samkvæmt lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun 48/2011. „Og er því háður samþykki bæði Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra. Þann 8. júní 2023 nýtti sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps sér 7. gr. laga um vendar- og orkunýtingaráætlunar og fór fram á frestun á virkjanakostinum. Skýrt kemur fram í lögum að sé farið fram á frestunina skuli fara með virkjanakostinn eins og hann sé í biðflokki og því er stjórnvöldum ekki heimilt að veita leyfi tengt virkjanakostinum,“ segir í yfirlýsingu sveitarstjórnarinnar. Þar segir jafnframt að Búrfelsllundur muni verða gríðarlegt inngrip í hálendi Íslands með sjónrænt áhrifasvæði í kringum 1.000 ferkílómetra. „Búrfellslundur mun takmarka möguleika Skeiða- og Gnúpverjahrepps til uppbyggingar í ferðaþjónustu og útivist á svæðinu. Sú útfærsla af Búrfellslundi, sem nú er kynnt, er á sveitarfélagamörkum Skeiða- og Gnúpverjaþings og Rangárþings ytra. Ljóst er að ekkert sveitarfélag getur samþykkt að slík uppbyggingaráform verði keyrð áfram geng vilja sveitarfélags.“ Bygging Búrfellslunds þjóðaröryggismál Þá er bent á að fyrirhugaður Búrfellslundur sé innan miðhálendislínunnar og aðeins rétt rúmir 2 kílómetrar séu frá skilgreindu svæði Búrfellslundar að Þjóðlendunni í Þjórsárdal, þar sem finna megi stærstu friðlýsingu minja á Íslandi. „Bygging Búrfellslundar myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar.“ Þá bendir sveitarstjórnin jafnframt á nýkynnt drög að lögum um vindorku á Íslandi, sem nú eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Í þeim tillögum er tilgreint að ekki eigi að byggja vindorkuver á friðlýstum svæðum, ekki hjá friðlýstum menningarminjum, ekki á svæðum á heimsmynjaskrá UNESCO, Ramsar svæðum né innan marka miðhálendislínu. „Í ljósi náttúruhamfara á Reykjanesi er glapræði að ætla að byggja vindorkuver sem er óháð staðsetningu á virku eldfjallasvæði og á sama stað og flestar vatnsaflsvirkjanir landsins eru staðsettar, frekar en að dreifa áhættunni og leggja áherslu á að staðsetja vindorkuver á öðrum svæðum en Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Áhættan af því að byggja Búrfellslund er einfaldlega of mikil með þjóðaröryggi landsins í húfi.“ Hér að neðan má lesa yfirlýsingu sveitarstjórnarinnar í heild sinni. Fréttatilkynning Í gær, miðvikudaginn 17. janúar 2024, auglýsti Landsvirkjun fyrirhugað útboð á vindmyllum fyrir Búrfellslund. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar í undirbúningi að Búrfellslundi og bendir á að stjórnvöldum er ekki heimilt að veita leyfi tengt Búrfellslundi samkvæmt lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011. Búrfellslundur sem samþykktur var í nýtingarflokk af Alþingi í júní 2022 var hannaður í mismunandi útfærslum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Rangárþingi Ytra. Í umhverfismatinu sem liggur til grundvallar afgreiðslu Rammaáætlunar og Alþingis er gert ráð fyrir að nýta núverandi raforkuinnviði svæðisins sem að megninu til eru í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Virkjanakosturinn Búrfellslundur sem samþykktur var í nýtingarflokk samkvæmt lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun 48/2011 er því háður samþykki bæði Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings Ytra. Þann 8. júní 2023 nýtti sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps sér 7.gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlunar nr. 48/2011 og fór fram á frestun á virkjanakostinum. Skýrt kemur fram í lögunum að sé farið fram á frestunina skuli fara með virkjanakostinn eins og hann sé í biðflokki og því er stjórnvöldum ekki heimilt að veita leyfi tengt virkjanakostinum. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur það vera ámælisvert að Landvirkjun skuli reyna að fara í kringum lög og vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins. Slík vinnubrögð eru ekki til þess að skapa sátt um komandi orkuöflun sem nauðsynlegt er að ráðast í. Búrfellslundur sem Landsvirkjun vinnur að mun verða gríðarlegt inngrip í hálendi Íslands með sjónrænt áhrifasvæði í kringum 1.000 ferkílómetra. Búrfellslundur mun takmarka möguleika Skeiða- og Gnúpverjahrepps til uppbyggningar í ferðaþjónustu og útivist á svæðinu. Sú útfærsla af Búrfellslundi sem nú er kynnt er á sveitarfélagamörkum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings Ytra. Ljóst er að ekkert sveitarfélag getur samþykkt að slík uppbyggingaráform verði keyrð áfram gegn vilja sveitarfélags. Fyrirhugaður Búrfellslundur er innan miðhálendislínunnar. Aðeins rúmir 2 km eru frá skilgreindu svæði Búrfellslundar að Þjóðlendunni í Þjórsárdal þar sem er að finna stærstu friðlýsingu minja á Íslandi. Bygging Búrfellslundar myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. Búrfellslundur mun valda margfalt meira tjóni fyrir íslenskt samfélag heldur en sú orka sem hann á að skapa til skamms tíma. Búrfellslundur mun framleiða 440GWst á ári og miðað við meðalverð Landsvirkjunar á rafmagni þýðir það 2,5 milljarðar í tekjur á ári. Til að setja hlutina í samhengi þá voru tekjur ferðaþjónustu á Íslandi árið 2022 1,7 milljarður á dag eða 635 milljarðar á ári samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneytinu. Hálendi Íslands er mun verðmætara fyrir fyrir þjóðina óraskað í ferðaþjónustu og útivist heldur en að raska því með vindmyllum sem hægt er að staðsetja um land allt. Þess má geta að mun meiri orka fengist með því að laga flutningskerfi raforku og nýta ónýtt afl í núverandi virkjunum Landsvirkjunar. Vert er að benda á að í samráðsgátt stjórnvalda er til umsagnar drög að lögum um vindorku á Íslandi. Þar er tilgreint að ekki eigi að byggja vindorkuver á friðlýstum svæðum A og B hluta náttúruminjaskrár, ekki hjá friðlýstum menningarminjum, ekki á svæðum sem eru á heimsminjaskrá UNESCO, Ramsar svæðum né innan marka miðhálendislínu Íslands. Mikilvægt er að benda á að um 50% af uppsettu afli Landsvirkjunar er á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, í kringum 1.050MW, þar sem Búrfellslundur á að rísa. Flestir ónýttir virkjunarkostir Landsvirkjunar í vatnsafli eru á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og er hægt að auka uppsett afl með nýju vatnsaflsvirkjunum og stækkun á núverandi vatnsaflsvirkjunum upp í u.þ.b. 1.800MW. Í ljósi náttúruhamfara á Reykjanesi er glapræði að ætla að byggja vindorkuver sem er óháð staðsetningu á virku eldfjallasvæði og á sama stað og flestar vatnsaflsvirkjanir landsins eru staðsettar, frekar en að dreifa áhættunni og leggja áherslu á að staðsetja vindorkuver á öðrum svæðum en Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Áhættan af því að byggja Búrfellslund er einfaldlega of mikil með þjóðaröryggi landsins í húfi. f.h. sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps Haraldur Þór Jónsson Oddviti / Sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Landsvirkjun Vindorka Sveitarstjórnarmál Skipulag Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir „Verður Grundartangi fallegri eða ljótari ef við setjum vindmyllur þar?“ Nærsamfélög ættu að hafa endanlegt ákvörðunarvald um hvort vindorkugarðar byggist þar upp og aðeins á að setja upp vindmyllur á svæðum sem teljast þegar röskuð. Þetta er meðal tillaga sem starfshópur hefur skilað til umhverfisráðherra. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir mmikilvægt að byggja upp græna orku en hlífa náttúruperlum. 13. desember 2023 20:00 Heilbrigt raforkukerfi og orkuskortur Vel er þekkt, að stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar nota vanþekkingu fólks til að búa til sviðmyndir sem ekki standast. Í þeim sporum er umræðan um raforkumál þjóðarinnar. Hugsanlega eru einhverjir stjórnmálamenn að gera út á popúlisma, sem er grafalvarlegur hlutur í jafn flóknu máli og hér á við. 5. janúar 2024 15:00 Vindorka í ósnortinni náttúru eða í byggð? Orkuskiptin eru fram undan og nokkuð ljóst er að vindorkuver munu rísa á Íslandi áður en langt um líður. Hingað til höfum við beislað vatnsaflið og jarðvarmann sem eru staðbundnir virkjanakostir. Þar beislum við orkuna þar sem hún er í iðrum jarðar eða rennur frá hálendinu út í sjó. 7. október 2023 07:01 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Sjá meira
Eins og greint var frá í gær hefur Landsvirkjun auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöld, usem ber vinnheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú leið, sem telst nokkuð óhefðbundin, er sögð til að flýta verkefninu. Sveitarstjórnin bendir í yfirlýsingu, sem send var til fjölmiðla í morgun, að stjórnvöldum sé ekki heimilt að veita leyfi tengt Búrfellslundi samkvæmd lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun. „Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur það vera ámælisvert að Landsvirkjun skuli reyna að fara í kringum lög og vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins. Slík vinnubrögð eru ekki til þess að skapa sátt um komandi orkuöflun sem nauðsynlegt er að ráðast í,“ segir í yfirlýsingunni. Takmarki möguleika til ferðaþjónustuuppbyggingar Búrfellslundur var samþykktur í nýtingarflokk af Alþingi sumarið 2022 samkvæmt lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun 48/2011. „Og er því háður samþykki bæði Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra. Þann 8. júní 2023 nýtti sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps sér 7. gr. laga um vendar- og orkunýtingaráætlunar og fór fram á frestun á virkjanakostinum. Skýrt kemur fram í lögum að sé farið fram á frestunina skuli fara með virkjanakostinn eins og hann sé í biðflokki og því er stjórnvöldum ekki heimilt að veita leyfi tengt virkjanakostinum,“ segir í yfirlýsingu sveitarstjórnarinnar. Þar segir jafnframt að Búrfelsllundur muni verða gríðarlegt inngrip í hálendi Íslands með sjónrænt áhrifasvæði í kringum 1.000 ferkílómetra. „Búrfellslundur mun takmarka möguleika Skeiða- og Gnúpverjahrepps til uppbyggingar í ferðaþjónustu og útivist á svæðinu. Sú útfærsla af Búrfellslundi, sem nú er kynnt, er á sveitarfélagamörkum Skeiða- og Gnúpverjaþings og Rangárþings ytra. Ljóst er að ekkert sveitarfélag getur samþykkt að slík uppbyggingaráform verði keyrð áfram geng vilja sveitarfélags.“ Bygging Búrfellslunds þjóðaröryggismál Þá er bent á að fyrirhugaður Búrfellslundur sé innan miðhálendislínunnar og aðeins rétt rúmir 2 kílómetrar séu frá skilgreindu svæði Búrfellslundar að Þjóðlendunni í Þjórsárdal, þar sem finna megi stærstu friðlýsingu minja á Íslandi. „Bygging Búrfellslundar myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar.“ Þá bendir sveitarstjórnin jafnframt á nýkynnt drög að lögum um vindorku á Íslandi, sem nú eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Í þeim tillögum er tilgreint að ekki eigi að byggja vindorkuver á friðlýstum svæðum, ekki hjá friðlýstum menningarminjum, ekki á svæðum á heimsmynjaskrá UNESCO, Ramsar svæðum né innan marka miðhálendislínu. „Í ljósi náttúruhamfara á Reykjanesi er glapræði að ætla að byggja vindorkuver sem er óháð staðsetningu á virku eldfjallasvæði og á sama stað og flestar vatnsaflsvirkjanir landsins eru staðsettar, frekar en að dreifa áhættunni og leggja áherslu á að staðsetja vindorkuver á öðrum svæðum en Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Áhættan af því að byggja Búrfellslund er einfaldlega of mikil með þjóðaröryggi landsins í húfi.“ Hér að neðan má lesa yfirlýsingu sveitarstjórnarinnar í heild sinni. Fréttatilkynning Í gær, miðvikudaginn 17. janúar 2024, auglýsti Landsvirkjun fyrirhugað útboð á vindmyllum fyrir Búrfellslund. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar í undirbúningi að Búrfellslundi og bendir á að stjórnvöldum er ekki heimilt að veita leyfi tengt Búrfellslundi samkvæmt lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011. Búrfellslundur sem samþykktur var í nýtingarflokk af Alþingi í júní 2022 var hannaður í mismunandi útfærslum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Rangárþingi Ytra. Í umhverfismatinu sem liggur til grundvallar afgreiðslu Rammaáætlunar og Alþingis er gert ráð fyrir að nýta núverandi raforkuinnviði svæðisins sem að megninu til eru í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Virkjanakosturinn Búrfellslundur sem samþykktur var í nýtingarflokk samkvæmt lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun 48/2011 er því háður samþykki bæði Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings Ytra. Þann 8. júní 2023 nýtti sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps sér 7.gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlunar nr. 48/2011 og fór fram á frestun á virkjanakostinum. Skýrt kemur fram í lögunum að sé farið fram á frestunina skuli fara með virkjanakostinn eins og hann sé í biðflokki og því er stjórnvöldum ekki heimilt að veita leyfi tengt virkjanakostinum. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur það vera ámælisvert að Landvirkjun skuli reyna að fara í kringum lög og vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins. Slík vinnubrögð eru ekki til þess að skapa sátt um komandi orkuöflun sem nauðsynlegt er að ráðast í. Búrfellslundur sem Landsvirkjun vinnur að mun verða gríðarlegt inngrip í hálendi Íslands með sjónrænt áhrifasvæði í kringum 1.000 ferkílómetra. Búrfellslundur mun takmarka möguleika Skeiða- og Gnúpverjahrepps til uppbyggningar í ferðaþjónustu og útivist á svæðinu. Sú útfærsla af Búrfellslundi sem nú er kynnt er á sveitarfélagamörkum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings Ytra. Ljóst er að ekkert sveitarfélag getur samþykkt að slík uppbyggingaráform verði keyrð áfram gegn vilja sveitarfélags. Fyrirhugaður Búrfellslundur er innan miðhálendislínunnar. Aðeins rúmir 2 km eru frá skilgreindu svæði Búrfellslundar að Þjóðlendunni í Þjórsárdal þar sem er að finna stærstu friðlýsingu minja á Íslandi. Bygging Búrfellslundar myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. Búrfellslundur mun valda margfalt meira tjóni fyrir íslenskt samfélag heldur en sú orka sem hann á að skapa til skamms tíma. Búrfellslundur mun framleiða 440GWst á ári og miðað við meðalverð Landsvirkjunar á rafmagni þýðir það 2,5 milljarðar í tekjur á ári. Til að setja hlutina í samhengi þá voru tekjur ferðaþjónustu á Íslandi árið 2022 1,7 milljarður á dag eða 635 milljarðar á ári samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneytinu. Hálendi Íslands er mun verðmætara fyrir fyrir þjóðina óraskað í ferðaþjónustu og útivist heldur en að raska því með vindmyllum sem hægt er að staðsetja um land allt. Þess má geta að mun meiri orka fengist með því að laga flutningskerfi raforku og nýta ónýtt afl í núverandi virkjunum Landsvirkjunar. Vert er að benda á að í samráðsgátt stjórnvalda er til umsagnar drög að lögum um vindorku á Íslandi. Þar er tilgreint að ekki eigi að byggja vindorkuver á friðlýstum svæðum A og B hluta náttúruminjaskrár, ekki hjá friðlýstum menningarminjum, ekki á svæðum sem eru á heimsminjaskrá UNESCO, Ramsar svæðum né innan marka miðhálendislínu Íslands. Mikilvægt er að benda á að um 50% af uppsettu afli Landsvirkjunar er á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, í kringum 1.050MW, þar sem Búrfellslundur á að rísa. Flestir ónýttir virkjunarkostir Landsvirkjunar í vatnsafli eru á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og er hægt að auka uppsett afl með nýju vatnsaflsvirkjunum og stækkun á núverandi vatnsaflsvirkjunum upp í u.þ.b. 1.800MW. Í ljósi náttúruhamfara á Reykjanesi er glapræði að ætla að byggja vindorkuver sem er óháð staðsetningu á virku eldfjallasvæði og á sama stað og flestar vatnsaflsvirkjanir landsins eru staðsettar, frekar en að dreifa áhættunni og leggja áherslu á að staðsetja vindorkuver á öðrum svæðum en Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Áhættan af því að byggja Búrfellslund er einfaldlega of mikil með þjóðaröryggi landsins í húfi. f.h. sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps Haraldur Þór Jónsson Oddviti / Sveitarstjóri
Fréttatilkynning Í gær, miðvikudaginn 17. janúar 2024, auglýsti Landsvirkjun fyrirhugað útboð á vindmyllum fyrir Búrfellslund. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar í undirbúningi að Búrfellslundi og bendir á að stjórnvöldum er ekki heimilt að veita leyfi tengt Búrfellslundi samkvæmt lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011. Búrfellslundur sem samþykktur var í nýtingarflokk af Alþingi í júní 2022 var hannaður í mismunandi útfærslum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Rangárþingi Ytra. Í umhverfismatinu sem liggur til grundvallar afgreiðslu Rammaáætlunar og Alþingis er gert ráð fyrir að nýta núverandi raforkuinnviði svæðisins sem að megninu til eru í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Virkjanakosturinn Búrfellslundur sem samþykktur var í nýtingarflokk samkvæmt lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun 48/2011 er því háður samþykki bæði Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings Ytra. Þann 8. júní 2023 nýtti sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps sér 7.gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlunar nr. 48/2011 og fór fram á frestun á virkjanakostinum. Skýrt kemur fram í lögunum að sé farið fram á frestunina skuli fara með virkjanakostinn eins og hann sé í biðflokki og því er stjórnvöldum ekki heimilt að veita leyfi tengt virkjanakostinum. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur það vera ámælisvert að Landvirkjun skuli reyna að fara í kringum lög og vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins. Slík vinnubrögð eru ekki til þess að skapa sátt um komandi orkuöflun sem nauðsynlegt er að ráðast í. Búrfellslundur sem Landsvirkjun vinnur að mun verða gríðarlegt inngrip í hálendi Íslands með sjónrænt áhrifasvæði í kringum 1.000 ferkílómetra. Búrfellslundur mun takmarka möguleika Skeiða- og Gnúpverjahrepps til uppbyggningar í ferðaþjónustu og útivist á svæðinu. Sú útfærsla af Búrfellslundi sem nú er kynnt er á sveitarfélagamörkum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings Ytra. Ljóst er að ekkert sveitarfélag getur samþykkt að slík uppbyggingaráform verði keyrð áfram gegn vilja sveitarfélags. Fyrirhugaður Búrfellslundur er innan miðhálendislínunnar. Aðeins rúmir 2 km eru frá skilgreindu svæði Búrfellslundar að Þjóðlendunni í Þjórsárdal þar sem er að finna stærstu friðlýsingu minja á Íslandi. Bygging Búrfellslundar myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. Búrfellslundur mun valda margfalt meira tjóni fyrir íslenskt samfélag heldur en sú orka sem hann á að skapa til skamms tíma. Búrfellslundur mun framleiða 440GWst á ári og miðað við meðalverð Landsvirkjunar á rafmagni þýðir það 2,5 milljarðar í tekjur á ári. Til að setja hlutina í samhengi þá voru tekjur ferðaþjónustu á Íslandi árið 2022 1,7 milljarður á dag eða 635 milljarðar á ári samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneytinu. Hálendi Íslands er mun verðmætara fyrir fyrir þjóðina óraskað í ferðaþjónustu og útivist heldur en að raska því með vindmyllum sem hægt er að staðsetja um land allt. Þess má geta að mun meiri orka fengist með því að laga flutningskerfi raforku og nýta ónýtt afl í núverandi virkjunum Landsvirkjunar. Vert er að benda á að í samráðsgátt stjórnvalda er til umsagnar drög að lögum um vindorku á Íslandi. Þar er tilgreint að ekki eigi að byggja vindorkuver á friðlýstum svæðum A og B hluta náttúruminjaskrár, ekki hjá friðlýstum menningarminjum, ekki á svæðum sem eru á heimsminjaskrá UNESCO, Ramsar svæðum né innan marka miðhálendislínu Íslands. Mikilvægt er að benda á að um 50% af uppsettu afli Landsvirkjunar er á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, í kringum 1.050MW, þar sem Búrfellslundur á að rísa. Flestir ónýttir virkjunarkostir Landsvirkjunar í vatnsafli eru á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og er hægt að auka uppsett afl með nýju vatnsaflsvirkjunum og stækkun á núverandi vatnsaflsvirkjunum upp í u.þ.b. 1.800MW. Í ljósi náttúruhamfara á Reykjanesi er glapræði að ætla að byggja vindorkuver sem er óháð staðsetningu á virku eldfjallasvæði og á sama stað og flestar vatnsaflsvirkjanir landsins eru staðsettar, frekar en að dreifa áhættunni og leggja áherslu á að staðsetja vindorkuver á öðrum svæðum en Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Áhættan af því að byggja Búrfellslund er einfaldlega of mikil með þjóðaröryggi landsins í húfi. f.h. sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps Haraldur Þór Jónsson Oddviti / Sveitarstjóri
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Landsvirkjun Vindorka Sveitarstjórnarmál Skipulag Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir „Verður Grundartangi fallegri eða ljótari ef við setjum vindmyllur þar?“ Nærsamfélög ættu að hafa endanlegt ákvörðunarvald um hvort vindorkugarðar byggist þar upp og aðeins á að setja upp vindmyllur á svæðum sem teljast þegar röskuð. Þetta er meðal tillaga sem starfshópur hefur skilað til umhverfisráðherra. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir mmikilvægt að byggja upp græna orku en hlífa náttúruperlum. 13. desember 2023 20:00 Heilbrigt raforkukerfi og orkuskortur Vel er þekkt, að stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar nota vanþekkingu fólks til að búa til sviðmyndir sem ekki standast. Í þeim sporum er umræðan um raforkumál þjóðarinnar. Hugsanlega eru einhverjir stjórnmálamenn að gera út á popúlisma, sem er grafalvarlegur hlutur í jafn flóknu máli og hér á við. 5. janúar 2024 15:00 Vindorka í ósnortinni náttúru eða í byggð? Orkuskiptin eru fram undan og nokkuð ljóst er að vindorkuver munu rísa á Íslandi áður en langt um líður. Hingað til höfum við beislað vatnsaflið og jarðvarmann sem eru staðbundnir virkjanakostir. Þar beislum við orkuna þar sem hún er í iðrum jarðar eða rennur frá hálendinu út í sjó. 7. október 2023 07:01 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Sjá meira
„Verður Grundartangi fallegri eða ljótari ef við setjum vindmyllur þar?“ Nærsamfélög ættu að hafa endanlegt ákvörðunarvald um hvort vindorkugarðar byggist þar upp og aðeins á að setja upp vindmyllur á svæðum sem teljast þegar röskuð. Þetta er meðal tillaga sem starfshópur hefur skilað til umhverfisráðherra. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir mmikilvægt að byggja upp græna orku en hlífa náttúruperlum. 13. desember 2023 20:00
Heilbrigt raforkukerfi og orkuskortur Vel er þekkt, að stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar nota vanþekkingu fólks til að búa til sviðmyndir sem ekki standast. Í þeim sporum er umræðan um raforkumál þjóðarinnar. Hugsanlega eru einhverjir stjórnmálamenn að gera út á popúlisma, sem er grafalvarlegur hlutur í jafn flóknu máli og hér á við. 5. janúar 2024 15:00
Vindorka í ósnortinni náttúru eða í byggð? Orkuskiptin eru fram undan og nokkuð ljóst er að vindorkuver munu rísa á Íslandi áður en langt um líður. Hingað til höfum við beislað vatnsaflið og jarðvarmann sem eru staðbundnir virkjanakostir. Þar beislum við orkuna þar sem hún er í iðrum jarðar eða rennur frá hálendinu út í sjó. 7. október 2023 07:01