Körfuboltakvöld: Sara Rún er komin heim en hver á að detta út? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 16:45 Sara Rún Hinriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu þar sem hún hefur farið á kostum undanfarin ár. Vísir/Bára Íslenska landsliðskonan og körfuboltakona ársins, Sara Rún Hinriksdóttir, hefur ákveðið að snúa aftur heim til Íslands og það sem meira er að hún ætlar að spila aftur með uppeldisfélagi sínu í Keflavík. Subway Körfuboltakvöld kvenna ræddi endurkomu Söru en fréttir af henni komu á sama kvöldi og Keflavíkurkonur spiluðu stórkostlega í glæsilegum sigri á Grindavík. Sara hefur verið besta körfuboltakona landsins undanfarin ár og hefur spilað lengi sem atvinnumaður. Hún hefur einnig verið hvað eftir annað stigahæst hjá íslenska landsliðinu í leikjum þess. Frábær leikmaður sem styrkir öll lið. Það efast því enginn um hæfileika og getu hennar en í Körfuboltakvöldinu í gær var þetta meira spurning um það hvaða leikmaður Keflavíkurliðsins muni missa sæti sitt í byrjunarliðinu. „Tölum um það hvernig hún passar inn í þetta Keflavíkurlið. Þær voru stórkostlegar í kvöld og við getum ekkert skautað fram hjá því. Hverja ætlar þú að taka út úr þessu byrjunarliði,“ spurði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds kvenna. „Ég held að þetta snúist ekkert um þetta byrjunarlið,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur þáttarins, en hún komst ekki lengra því Hörður heimtaði svör. „Ég ætla að fara yfir byrjunarliðið. Þetta eru Elisa Pinzan, Daniela Wallen, Thelma Dís Ágústsdóttir, Anna Ingunn Svansdóttir og Birna Benónýsdóttir. Þetta er besta byrjunarliðið í deildinni og ég held að við getum öll verið sammála því,“ sagði Hörður. „Og besta sjötta manninn í Emelíu (Ósk Gunnarsdóttur). Hún skoraði núll stig í leiknum í kvöld en var samt frábær,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur þáttarins. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá finnst mér Anna Ingunn alveg frábær leikmaður sem er búin að vaxa ótrúlega mikið,“ sagði Ingibjörg en komst ekki lengra. „Af hverju eru þið að horfa svona á mig,“ sagði Ingibjörg. „Þetta er vesen,“ skaut Hörður inn í. „Ég er að reyna að svara þessu veseni,“ sagði Ingibjörg. Hér fyrir neðan má sjá þau reyna að komast að því hvaða leikmaður Keflavíkurliðsins missir sæti í byrjunarliðinu og hvaða áhrif koma Söru Rúnar hefur. Það er ljós að hún tekur mikið til sín og það kallar á það að aðrir leikmenn þurfa eitthvað að stíga til baka. Klippa: Körfuboltakvöld: Heimkoma Söru Rúnar til Keflavíkur Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld kvenna ræddi endurkomu Söru en fréttir af henni komu á sama kvöldi og Keflavíkurkonur spiluðu stórkostlega í glæsilegum sigri á Grindavík. Sara hefur verið besta körfuboltakona landsins undanfarin ár og hefur spilað lengi sem atvinnumaður. Hún hefur einnig verið hvað eftir annað stigahæst hjá íslenska landsliðinu í leikjum þess. Frábær leikmaður sem styrkir öll lið. Það efast því enginn um hæfileika og getu hennar en í Körfuboltakvöldinu í gær var þetta meira spurning um það hvaða leikmaður Keflavíkurliðsins muni missa sæti sitt í byrjunarliðinu. „Tölum um það hvernig hún passar inn í þetta Keflavíkurlið. Þær voru stórkostlegar í kvöld og við getum ekkert skautað fram hjá því. Hverja ætlar þú að taka út úr þessu byrjunarliði,“ spurði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds kvenna. „Ég held að þetta snúist ekkert um þetta byrjunarlið,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur þáttarins, en hún komst ekki lengra því Hörður heimtaði svör. „Ég ætla að fara yfir byrjunarliðið. Þetta eru Elisa Pinzan, Daniela Wallen, Thelma Dís Ágústsdóttir, Anna Ingunn Svansdóttir og Birna Benónýsdóttir. Þetta er besta byrjunarliðið í deildinni og ég held að við getum öll verið sammála því,“ sagði Hörður. „Og besta sjötta manninn í Emelíu (Ósk Gunnarsdóttur). Hún skoraði núll stig í leiknum í kvöld en var samt frábær,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur þáttarins. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá finnst mér Anna Ingunn alveg frábær leikmaður sem er búin að vaxa ótrúlega mikið,“ sagði Ingibjörg en komst ekki lengra. „Af hverju eru þið að horfa svona á mig,“ sagði Ingibjörg. „Þetta er vesen,“ skaut Hörður inn í. „Ég er að reyna að svara þessu veseni,“ sagði Ingibjörg. Hér fyrir neðan má sjá þau reyna að komast að því hvaða leikmaður Keflavíkurliðsins missir sæti í byrjunarliðinu og hvaða áhrif koma Söru Rúnar hefur. Það er ljós að hún tekur mikið til sín og það kallar á það að aðrir leikmenn þurfa eitthvað að stíga til baka. Klippa: Körfuboltakvöld: Heimkoma Söru Rúnar til Keflavíkur
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira