Hnoðboltinn hefur verið allt of áberandi í þremur fyrstu leikjum Íslands og taktleysi sóknarleiksins hefur gefið andstæðingunum tækifæri til að hægja vel á sóknarleik íslenska landsliðsins.
Samkvæmt opinberri tölfræði mótsins þá eru strákarnir okkar heldur ekki að gefa boltann á milli sín í leikjunum. Ekkert lið gaf færri sendingar í leikjum sínum í riðlakeppninni.
Íslenska liðið gaf alls 1616 sendingar og 1586 þeirra heppnuðust. Það þýðir að 98,1 prósent sendinga heppnuðust en aðeins Ungverjar (98%) voru með lægri prósentu.
Ekkert annað lið reyndi hins vegar færri en 1700 sendingar og liðið með næstafæstar heppnaðar sendingar voru Frakkar með 1692 slíkar. Íslenska liðið var því langneðst í þessum tölfræðiþætti.
Liðið var nálægt sendingafjölda Svartfellinga í leik þjóðanna sem er eini sigurleikur strákanna en í leikjunum á móti Serbíu og Ungverjalandi þá var íslenska liðið langt á eftir þegar kemur að sendingum á milli manna.
Færeyingar gáfu sem dæmi 2334 sendingar í þremur leikjum sínum eða 718 fleiri en íslenska liðið. 2314 sendingar þeirra heppnuðust líka sem gerir 99,1 prósent.
- Sendingar í leikjum Íslands í riðlakeppninni:
- Fyrsti leikur: Ísland 566 - Serbía 867
- Annar leikur: Ísland 721 - Svartfjallaland 736
- Þriðji leikur: Ísland 329 - Ungverjaland 500
Hér fyrir neðan má sjá neðstu liðin á listanum yfir flestar sendingar á Evrópumótinu i riðlakeppninni.
