Mbappé varar fótboltann við því að elta NBA deildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 09:31 Kylian Mbappé er mikill áhugamaður um NBA-deildina og hefur mætt á leiki þegar hann hefur fengið frí frá fótboltanum. Getty/Arturo Holmes Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappé segir að evrópskur fótbolti sé að nálgast álagið í NBA deildinni í körfubolta með því að vera sífellt að bæta við leikjum. Leikjaálagið á bestu fótboltamenn heims hefur aukist gríðarlega undanfarinn áratug og bæði UEFA og FIFA virðast leita allra leiða til að fjölga leikjum til að græða meiri pening. Í viðtali við breska blaðið GQ þá sagði franski framherjinn að þessi þróun gæti búið til gjá á milli leikmanna, liða og stuðningsmannanna sem mæta á leikina. „Við nálgumst óðum NBA módelið með tímabil með sjötíu leikjum. Ég persónulega hef ekkert á móti því að spila marga leiki en fyrir vikið munum við ekki geta sýnt eins góða frammistöðu í hvert skiptið eða gefið áhorfendum þá sýningu sem þeir eru komnir til að sjá,“ sagði Mbappé. „Í NBA-deildinni spila leikmennirnir ekki alla leiki og félögin eru að passa upp á álagið á þeim. Ef ég myndi segja einhvern tímann: Ég er þreyttur og ætla ekki að spila á laugardaginn, þá yrði því ekki vel tekið,“ sagði Mbappé. „Áhorfandinn borgar fyrir miðana og sumir sjá þig kannski bara spila einu sinni á tímabilinu. Þeir vilja sjá frammistöðu sem stendur undir nafni og það er skiljanlegt,“ sagði Mbappé. „Ég vil ekki predika en við þurfum að hugsa um þetta í sameiningu og finna hvað sé besta mögulega lausnin fyrir alla. Besta lausnin fyrir leikmenn, áhorfendur, liðin og ráðamenn fótboltans. Eitthvað sem allir geta sætt sig við,“ sagði Mbappé. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) NBA UEFA FIFA Franski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Leikjaálagið á bestu fótboltamenn heims hefur aukist gríðarlega undanfarinn áratug og bæði UEFA og FIFA virðast leita allra leiða til að fjölga leikjum til að græða meiri pening. Í viðtali við breska blaðið GQ þá sagði franski framherjinn að þessi þróun gæti búið til gjá á milli leikmanna, liða og stuðningsmannanna sem mæta á leikina. „Við nálgumst óðum NBA módelið með tímabil með sjötíu leikjum. Ég persónulega hef ekkert á móti því að spila marga leiki en fyrir vikið munum við ekki geta sýnt eins góða frammistöðu í hvert skiptið eða gefið áhorfendum þá sýningu sem þeir eru komnir til að sjá,“ sagði Mbappé. „Í NBA-deildinni spila leikmennirnir ekki alla leiki og félögin eru að passa upp á álagið á þeim. Ef ég myndi segja einhvern tímann: Ég er þreyttur og ætla ekki að spila á laugardaginn, þá yrði því ekki vel tekið,“ sagði Mbappé. „Áhorfandinn borgar fyrir miðana og sumir sjá þig kannski bara spila einu sinni á tímabilinu. Þeir vilja sjá frammistöðu sem stendur undir nafni og það er skiljanlegt,“ sagði Mbappé. „Ég vil ekki predika en við þurfum að hugsa um þetta í sameiningu og finna hvað sé besta mögulega lausnin fyrir alla. Besta lausnin fyrir leikmenn, áhorfendur, liðin og ráðamenn fótboltans. Eitthvað sem allir geta sætt sig við,“ sagði Mbappé. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
NBA UEFA FIFA Franski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira