Valur rústaði Haukum í toppslagnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. janúar 2024 21:19 vísir / anton brink Valur gerði sér lítið fyrir og vann 30-19 gegn Haukum í toppslag Olís deildar kvenna. Eftir jafnan leik lengst af hrundi Haukaliðið og skoraði aðeins eitt mark síðustu tuttugu mínútur leiksins. Það var hart barist frá upphafsflauti á Hlíðarenda og liðin skiptust jafnt á mörkum fyrstu mínúturnar. Valskonur unnu sér inn smá andrými eftir tíu mínútna leik þegar þær komust tveimur mörkum yfir. Haukar eltu og klukkuðu svo Val loksins á 26. mínútu þegar þær jöfnuðu í 13-13, en Valur svaraði vel með tveimur mörkum sem þær héldu þar til hálfleiksflautið gall í stöðunni 18-16. vísir / anton brink Fljótlega í seinni hálfleiknum tók Valur algjörlega völdin í leiknum. Tveimur mörkum munaði enn milli liðanna á 40. mínútu en Valskonur tóku sig þá til og skoruðu átta í röð. Haukum tókst ekki að koma boltanum í netið frá 40.–59. mínútu en settu eitt sárabótamark undir lokin og töpuðu með 11 mörkum í stað 12. vísir / anton brink Tvö stig skildu liðin að fyrir leik en nú eru þau fjögur. Valur í fyrsta sæti með 24 stig og Haukar með 20 stig í öðru sætinu. Þórey Anna Ásgeirsdóttir fór að venju mikinn í liði Vals og skoraði 11 mörk. Elín Klara varð markahæst hjá Haukum með 8 mörk. Haukar fundu engar lausnir við ógnarsterkri vörn Vals. vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink Tveir aðrir leikir voru samtímis á dagskrá í kvöld. ÍR lenti undir en vann sig til baka og endaði á 24-21 sigri gegn Stjörnunni. Afturelding vann svo 23-13 gegn neðsta liði deildarinnar, Þór/KA. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Fram fagnaði feykisterkum sigri gegn ÍBV Fram vann örugglega, 31-22, þegar ÍBV heimsótti þær í fyrsta leik 13. umferðar Olís deildar kvenna. Liðin sitja í 3. og 4. Sæti deildarinnar með 18 og 14 stig. 17. janúar 2024 19:36 Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
Það var hart barist frá upphafsflauti á Hlíðarenda og liðin skiptust jafnt á mörkum fyrstu mínúturnar. Valskonur unnu sér inn smá andrými eftir tíu mínútna leik þegar þær komust tveimur mörkum yfir. Haukar eltu og klukkuðu svo Val loksins á 26. mínútu þegar þær jöfnuðu í 13-13, en Valur svaraði vel með tveimur mörkum sem þær héldu þar til hálfleiksflautið gall í stöðunni 18-16. vísir / anton brink Fljótlega í seinni hálfleiknum tók Valur algjörlega völdin í leiknum. Tveimur mörkum munaði enn milli liðanna á 40. mínútu en Valskonur tóku sig þá til og skoruðu átta í röð. Haukum tókst ekki að koma boltanum í netið frá 40.–59. mínútu en settu eitt sárabótamark undir lokin og töpuðu með 11 mörkum í stað 12. vísir / anton brink Tvö stig skildu liðin að fyrir leik en nú eru þau fjögur. Valur í fyrsta sæti með 24 stig og Haukar með 20 stig í öðru sætinu. Þórey Anna Ásgeirsdóttir fór að venju mikinn í liði Vals og skoraði 11 mörk. Elín Klara varð markahæst hjá Haukum með 8 mörk. Haukar fundu engar lausnir við ógnarsterkri vörn Vals. vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink Tveir aðrir leikir voru samtímis á dagskrá í kvöld. ÍR lenti undir en vann sig til baka og endaði á 24-21 sigri gegn Stjörnunni. Afturelding vann svo 23-13 gegn neðsta liði deildarinnar, Þór/KA.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Fram fagnaði feykisterkum sigri gegn ÍBV Fram vann örugglega, 31-22, þegar ÍBV heimsótti þær í fyrsta leik 13. umferðar Olís deildar kvenna. Liðin sitja í 3. og 4. Sæti deildarinnar með 18 og 14 stig. 17. janúar 2024 19:36 Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
Fram fagnaði feykisterkum sigri gegn ÍBV Fram vann örugglega, 31-22, þegar ÍBV heimsótti þær í fyrsta leik 13. umferðar Olís deildar kvenna. Liðin sitja í 3. og 4. Sæti deildarinnar með 18 og 14 stig. 17. janúar 2024 19:36