Þrír kiðlingar fæddir – Vorstemming í sveitinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2024 22:01 Stefanía Margrét, fjögurra ára heldur hér á einu kiðinu og mamman, Sigurbjörg Bára er með henni á myndinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrír kiðlingar voru að koma í heiminn á bæ á Skeiðunum en einn þeirra fæddist á gos daginn í Grindavík og fékk að sjálfsögðu nafnið Gosa því hún er huðna. Þá eru hinir tveir kiðlingarnir með nöfn handboltastráka í íslenska landsliðinu. Hér erum við að tala um bæinn Vorsabæ II í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þar eru 20 geitur en búið er hins vegar fyrst og fremst hrossaræktarbú. Geitin Jólastjarna byrjaði á því að koma með eitt kið á laugardaginn og svo kom mamma hennar, Fransí með tvö kið sunnudaginn 14. janúar. „Þetta eru mjög falleg kið og miklir gleðigjafar. Þetta minnir okkur svo sannarlega á vorið enda alltaf vor á Skeiðunum“, segir Sigurbjörg Bára Björnsdóttir, geitabóndi á bænum með foreldrum sínum. „Þeir heita í höfuðið á Sigvalda og Bjarka í handboltaliðinu, þessi heitir Sigvaldi, þetta er hafur kið og þetta er huðna og hún heitir Björk i höfuðið á Bjarka,“ bætir Sigurbjörg við. Og svo var það dóttir hennar, Jólastjarna í næstu stíu, sem bar kiðlingi á gosdaginn í Grindavík og hann hefur að sjálfsögðu fengið nafnið Gosa enda huðna. Og dóttir Sigurbjargar, Stefanía Margrét, fjögurru ára er mjög spennt fyrir kiðunum. „Já, hún hefur mjög gaman af öllum dýrum og hún kyssir þau eins og ekkert sé“, segir Sigurbjörg. En hvað er það við geiturnar sem er svona áhugavert og skemmtilegt? „Þær eru bara svo miklir karakterar og þær eru svo rólegar og persónulegar, alltaf svo skemmtilegar,“ segir hún. Mamma Sigurbjargar, Stefanía Sigurðardóttir segir óvenjulegt að geitur beri svona snemma í árinu og hún segir að þær séu mjög ólíkar íslensku sauðkindinni í umgengni og skapgerð. „Þær eru eiginlega líkari hundum í eðlinu, vilja leika sér og eru miklir karakterar. Ég mæli eindregið með því að bændur fái sér geitur því þær lífga svo upp á tilveruna. Og núna er sérstaklega gaman að fá þessi þrjú kið, sem eru miklir gleðigjafar í öllu því sem gengur á,“ segir Stefanía. Stefanía í Vorsabæ II og fjölskylda eru með um 20 geitur á bænum. Hún hvetur bændur til að fá sér geitur því þær séu svo skemmtilegar og lífgi upp á tilveruna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er vitað hverjir eru pabbar kiðlinganna? „Nei, Það er ekki vitað, það eru tveir, sem koma til greina,“ segir Stefanía hlægjandi. Og Stefaníu Margréti, fjögurra ára finnst mjög gaman að dansa við kiðlingana og þá syngur hún stundum með. Stefanía Margrét dansar og syngur fyrir kiðin þegar þannig liggur á henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sjá meira
Hér erum við að tala um bæinn Vorsabæ II í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þar eru 20 geitur en búið er hins vegar fyrst og fremst hrossaræktarbú. Geitin Jólastjarna byrjaði á því að koma með eitt kið á laugardaginn og svo kom mamma hennar, Fransí með tvö kið sunnudaginn 14. janúar. „Þetta eru mjög falleg kið og miklir gleðigjafar. Þetta minnir okkur svo sannarlega á vorið enda alltaf vor á Skeiðunum“, segir Sigurbjörg Bára Björnsdóttir, geitabóndi á bænum með foreldrum sínum. „Þeir heita í höfuðið á Sigvalda og Bjarka í handboltaliðinu, þessi heitir Sigvaldi, þetta er hafur kið og þetta er huðna og hún heitir Björk i höfuðið á Bjarka,“ bætir Sigurbjörg við. Og svo var það dóttir hennar, Jólastjarna í næstu stíu, sem bar kiðlingi á gosdaginn í Grindavík og hann hefur að sjálfsögðu fengið nafnið Gosa enda huðna. Og dóttir Sigurbjargar, Stefanía Margrét, fjögurru ára er mjög spennt fyrir kiðunum. „Já, hún hefur mjög gaman af öllum dýrum og hún kyssir þau eins og ekkert sé“, segir Sigurbjörg. En hvað er það við geiturnar sem er svona áhugavert og skemmtilegt? „Þær eru bara svo miklir karakterar og þær eru svo rólegar og persónulegar, alltaf svo skemmtilegar,“ segir hún. Mamma Sigurbjargar, Stefanía Sigurðardóttir segir óvenjulegt að geitur beri svona snemma í árinu og hún segir að þær séu mjög ólíkar íslensku sauðkindinni í umgengni og skapgerð. „Þær eru eiginlega líkari hundum í eðlinu, vilja leika sér og eru miklir karakterar. Ég mæli eindregið með því að bændur fái sér geitur því þær lífga svo upp á tilveruna. Og núna er sérstaklega gaman að fá þessi þrjú kið, sem eru miklir gleðigjafar í öllu því sem gengur á,“ segir Stefanía. Stefanía í Vorsabæ II og fjölskylda eru með um 20 geitur á bænum. Hún hvetur bændur til að fá sér geitur því þær séu svo skemmtilegar og lífgi upp á tilveruna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er vitað hverjir eru pabbar kiðlinganna? „Nei, Það er ekki vitað, það eru tveir, sem koma til greina,“ segir Stefanía hlægjandi. Og Stefaníu Margréti, fjögurra ára finnst mjög gaman að dansa við kiðlingana og þá syngur hún stundum með. Stefanía Margrét dansar og syngur fyrir kiðin þegar þannig liggur á henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sjá meira