Giftu sig á Hlévangi svo faðir brúðarinnar gæti verið með Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. janúar 2024 09:01 Starfsfólkið á Hlévangi var boðið og búið til að hjálpa fjölskyldunni og með þeirra hjálp var útbúin lítil „kapella“ í samkomusal heimilisins. Arnór Trausti Kristínarson Kara Tryggvadóttir og Eysteinn Sindri Elvarsson höfðu lengi ætlað að láta pússa sig saman. Þegar þau tíðindi bárust að brugðið gæti til beggja vona hjá föður Köru biðu þau ekki boðanna. Blásið var til brúðkaups á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Reykjanesbæ svo faðir brúðarinnar gæti fylgt litlu stelpunni sinni upp að altarinu. Kara hafði alltaf séð fyrir sér að faðir hennar, Tryggvi Björn Tryggvason myndi leiða hana upp að altarinu. Gallinn er sá að Tryggvi Björn er vistmaður á Hlévangi og á ekki heimangengt þaðan. Til að uppfylla draum Köru var því afráðið að halda athöfnina á dvalarstað föður hennar. Leiða má líkur að því að þetta sé í fyrsta sinn sem gifting fer fram á hjúkrunarheimili hér á landi. Tíminn er ekki endalaus Hjónin Kara og Eysteinn eru búsett í Reykjanesbæ ásamt drengjunum sínum tveimur og hafa verið saman í 14 ár. „Við vorum alltaf á leiðinni að gifta okkur, það stóð alltaf til. En svo var bara svo mikið í gangi alltaf; við fórum bæði í háskólanám, svo tóku við barneignir og giftingin var alltaf neðarlega á forgangslistanum,“ segir Kara í samtali við Vísi. Tryggvi Björn, faðir Köru, greindist með Lewy body heilabilun fyrir sex árum síða, þá einungis sextugur að aldri. Um er að ræða heilabilunarsjúkdóm með Parkinson-líkum einkennum. Undanfarin ár hefur sjúkdómurinn hægt og rólega verið að ná yfirhöndinni og á seinasta ári varð ljóst að hann þyrfti á umönnun að halda allan sólarhringinn. Hann fékk inni á Hlévangi síðastliðið haust og er í dag yngsti íbúinn á heimilinu. Í lok október síðastliðinn voru Kara og nánasta fjölskylda kölluð á fund á Hlévangi þar sem læknir fór yfir stöðuna hjá föður Köru og hvers fjölskyldan mætti vænta í nánustu framtíð. Í kjölfar fundarins var þeim ljóst að tíminn væri ekki endalaus. Vissir hlutir sem þau höfðu hingað til slegið á frest gátu líklegast ekki beðið mikið lengur. „Ég sagði við Eystein að mér finndist þetta rosalega erfitt, Ég hafði alltaf séð það fyrir mér að pabbi myndi leiða mig inn gólfið þegar ég myndi gifta mig. Og þá stakk hann upp á því að við myndum bara drífa í þessu og gifta okkur á milli jóla og áramóta! Og ég sagði bara: „Já ókei, af hverju ekki?“ Langþráð stund, þegar faðir brúðarinnar leiddi dótturina upp að altarinu.Arnór Trausti Kristínarson Keypti brúðarkjólinn á Boozt Ljóst var að þá verðandi brúðhjón höfðu einungis nokkrar vikur til að skipuleggja athöfn sem flestir gefa sér langan tíma til að plana, pæla í og undirbúa. Kara nefnir sem dæmi brúðarkjólinn, sem hún reddaði á seinustu stundu. „Ég var að vísu búin að finna annan kjól, en á aðfangadagskvöld horfði ég á hann og fór í hann og mér leið bara ekkert vel í honum. Ég fór inn á Boozt síðuna og rak þar augun í kjól sem mér leist rosalega vel á.“ Fyrir mikla heppni tókst Köru að panta kjólinn á jóladag og fá hann afhentan tveimur dögum síðar, rétt í tæka tíð fyrir brúðkaupið. „Ég vildi ekki vera í hefðbundnum brúðarkjól, mér fannst það einhvern veginn ekki passa af því að þetta var svo lítil og náin athöfn.“ Fjölskyldan beið með að segja föður Köru frá ráðahagnum þar til rúmar tvær vikur voru fram að athöfninni. „Hann var auðvitað hæstánægður. En hann var mjög fastur á því að hann væri sko ekki að gefa mig frá sér. Ég mætti gifta mig en maðurinn minn mætti ekki eiga mig. Ég væri ennþá litla stelpan hans,“ bætir Kara við brosandi. Notaleg og falleg athöfn Athöfnin fór fram á Hlévangi þann 29. desember síðastliðinn. Starfsfólkið á Hlévangi var boðið og búið til að hjálpa fjölskyldunni og með þeirra hjálp var útbúin lítil „kapella“ í samkomusal heimilisins. „Við leigðum stand sem við skreyttum með blómum og þannig bjuggum við til brúðarsveig,“ segir Kara. Athöfnin á Hlévangi var fámenn, en notaleg og falleg.Arnór Trausti Kristínarson Brúðurin gekk síðan inn gólfið ásamt föður sínum við píanóundirleik af hinu klassíska ástarlagi Your song eftir Elton John. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir, prestur í Njarðvíkurprestakalli, gaf brúðhjónin saman. Í upphafi athafnarinnar hafði hún á orði að þetta væri „ólíkt gleðilegra verkefni“ en þau sem hún sinnti vanalega á hjúkrunarheimilinu. Þegar brúðhjónin höfðu játast hvort öðru tók við notaleg stund þar sem fjölskyldan gæddi sér á köku og skálaði í kampavíni. Nýgiftu hjónin vörðu brúðkaupsnóttinni í vellystingum á Grand hótel í Reykjavík. Pabbi það eina sem skipti máli „Það kom mér svolítið á óvart hvað þetta var alltaf afslappað og rólegt hjá okkur. Ég var búast við því að það yrði meira stress. En þetta var bara ofboðslega hlýleg og falleg stemning,“ segir Kara. Skálað í kampavíni fyrir brúðhjónunum.Arnór Trausti Kristínarson Hún viðurkennir að þegar hún var lítil stelpa hafi hún vissulega séð það fyrir sér að brúðkaupið hennar myndi vera með öðrum, eða öllu heldur hefðbundnari hætti. Það breyttist þegar hún varð eldri. „Ég hef alltaf sagt að það eina sem skiptir máli er pabbi. Að pabbi geti tekið þátt. Mér er alveg sama um kjólinn, eða skreytingar og allt það. Það eina sem ég vil er að pabbi geti verið með.“ Hún bætir við að veikindi föður hennar hafi gert henni, og hinum í fjölskyldunni, sífellt meira ljóst að lífið er núna, og lífið er hverfult. Feðgin á góðri stundu.Arnór Trausti Kristínarson „Þess vegna viljum við njóta tímans sem við höfum með honum akkúrat núna. Maður veit aldrei hvað getur gerst á morgun.“ Ástin og lífið Reykjanesbær Brúðkaup Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Lífið Fleiri fréttir Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Sjá meira
Kara hafði alltaf séð fyrir sér að faðir hennar, Tryggvi Björn Tryggvason myndi leiða hana upp að altarinu. Gallinn er sá að Tryggvi Björn er vistmaður á Hlévangi og á ekki heimangengt þaðan. Til að uppfylla draum Köru var því afráðið að halda athöfnina á dvalarstað föður hennar. Leiða má líkur að því að þetta sé í fyrsta sinn sem gifting fer fram á hjúkrunarheimili hér á landi. Tíminn er ekki endalaus Hjónin Kara og Eysteinn eru búsett í Reykjanesbæ ásamt drengjunum sínum tveimur og hafa verið saman í 14 ár. „Við vorum alltaf á leiðinni að gifta okkur, það stóð alltaf til. En svo var bara svo mikið í gangi alltaf; við fórum bæði í háskólanám, svo tóku við barneignir og giftingin var alltaf neðarlega á forgangslistanum,“ segir Kara í samtali við Vísi. Tryggvi Björn, faðir Köru, greindist með Lewy body heilabilun fyrir sex árum síða, þá einungis sextugur að aldri. Um er að ræða heilabilunarsjúkdóm með Parkinson-líkum einkennum. Undanfarin ár hefur sjúkdómurinn hægt og rólega verið að ná yfirhöndinni og á seinasta ári varð ljóst að hann þyrfti á umönnun að halda allan sólarhringinn. Hann fékk inni á Hlévangi síðastliðið haust og er í dag yngsti íbúinn á heimilinu. Í lok október síðastliðinn voru Kara og nánasta fjölskylda kölluð á fund á Hlévangi þar sem læknir fór yfir stöðuna hjá föður Köru og hvers fjölskyldan mætti vænta í nánustu framtíð. Í kjölfar fundarins var þeim ljóst að tíminn væri ekki endalaus. Vissir hlutir sem þau höfðu hingað til slegið á frest gátu líklegast ekki beðið mikið lengur. „Ég sagði við Eystein að mér finndist þetta rosalega erfitt, Ég hafði alltaf séð það fyrir mér að pabbi myndi leiða mig inn gólfið þegar ég myndi gifta mig. Og þá stakk hann upp á því að við myndum bara drífa í þessu og gifta okkur á milli jóla og áramóta! Og ég sagði bara: „Já ókei, af hverju ekki?“ Langþráð stund, þegar faðir brúðarinnar leiddi dótturina upp að altarinu.Arnór Trausti Kristínarson Keypti brúðarkjólinn á Boozt Ljóst var að þá verðandi brúðhjón höfðu einungis nokkrar vikur til að skipuleggja athöfn sem flestir gefa sér langan tíma til að plana, pæla í og undirbúa. Kara nefnir sem dæmi brúðarkjólinn, sem hún reddaði á seinustu stundu. „Ég var að vísu búin að finna annan kjól, en á aðfangadagskvöld horfði ég á hann og fór í hann og mér leið bara ekkert vel í honum. Ég fór inn á Boozt síðuna og rak þar augun í kjól sem mér leist rosalega vel á.“ Fyrir mikla heppni tókst Köru að panta kjólinn á jóladag og fá hann afhentan tveimur dögum síðar, rétt í tæka tíð fyrir brúðkaupið. „Ég vildi ekki vera í hefðbundnum brúðarkjól, mér fannst það einhvern veginn ekki passa af því að þetta var svo lítil og náin athöfn.“ Fjölskyldan beið með að segja föður Köru frá ráðahagnum þar til rúmar tvær vikur voru fram að athöfninni. „Hann var auðvitað hæstánægður. En hann var mjög fastur á því að hann væri sko ekki að gefa mig frá sér. Ég mætti gifta mig en maðurinn minn mætti ekki eiga mig. Ég væri ennþá litla stelpan hans,“ bætir Kara við brosandi. Notaleg og falleg athöfn Athöfnin fór fram á Hlévangi þann 29. desember síðastliðinn. Starfsfólkið á Hlévangi var boðið og búið til að hjálpa fjölskyldunni og með þeirra hjálp var útbúin lítil „kapella“ í samkomusal heimilisins. „Við leigðum stand sem við skreyttum með blómum og þannig bjuggum við til brúðarsveig,“ segir Kara. Athöfnin á Hlévangi var fámenn, en notaleg og falleg.Arnór Trausti Kristínarson Brúðurin gekk síðan inn gólfið ásamt föður sínum við píanóundirleik af hinu klassíska ástarlagi Your song eftir Elton John. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir, prestur í Njarðvíkurprestakalli, gaf brúðhjónin saman. Í upphafi athafnarinnar hafði hún á orði að þetta væri „ólíkt gleðilegra verkefni“ en þau sem hún sinnti vanalega á hjúkrunarheimilinu. Þegar brúðhjónin höfðu játast hvort öðru tók við notaleg stund þar sem fjölskyldan gæddi sér á köku og skálaði í kampavíni. Nýgiftu hjónin vörðu brúðkaupsnóttinni í vellystingum á Grand hótel í Reykjavík. Pabbi það eina sem skipti máli „Það kom mér svolítið á óvart hvað þetta var alltaf afslappað og rólegt hjá okkur. Ég var búast við því að það yrði meira stress. En þetta var bara ofboðslega hlýleg og falleg stemning,“ segir Kara. Skálað í kampavíni fyrir brúðhjónunum.Arnór Trausti Kristínarson Hún viðurkennir að þegar hún var lítil stelpa hafi hún vissulega séð það fyrir sér að brúðkaupið hennar myndi vera með öðrum, eða öllu heldur hefðbundnari hætti. Það breyttist þegar hún varð eldri. „Ég hef alltaf sagt að það eina sem skiptir máli er pabbi. Að pabbi geti tekið þátt. Mér er alveg sama um kjólinn, eða skreytingar og allt það. Það eina sem ég vil er að pabbi geti verið með.“ Hún bætir við að veikindi föður hennar hafi gert henni, og hinum í fjölskyldunni, sífellt meira ljóst að lífið er núna, og lífið er hverfult. Feðgin á góðri stundu.Arnór Trausti Kristínarson „Þess vegna viljum við njóta tímans sem við höfum með honum akkúrat núna. Maður veit aldrei hvað getur gerst á morgun.“
Ástin og lífið Reykjanesbær Brúðkaup Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Lífið Fleiri fréttir Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Sjá meira