Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. janúar 2024 15:22 Vindmyllurnar í Búrfellslundi gætu litið svona út gangi verkefnið eftir. Stjórn Landsvirkjunar og forstjóri hennar, Hörður Arnarson, hafa metið áhættuna við að bjóða verkefnið út án leyfis þess virði. Landsvirkjun/Vilhelm/Vísir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Þar segir að verkefnið hafi verið í þróun í rúman áratug og hafi verið samþykkt í nýtingarflokk rammaáætlunar í júní 2022. Sótt hafi verið um virkjunarleyfi í október sama ár með fyrirvara um afgreiðslu skipulagsmála. „Vinna við aðalskipulagsbreytingu og gerð deiliskipulags fyrir svæðið hefur staðið yfir frá desember 2022 með Rangárþingi ytra en Búrfellslundur er alfarið innan þess sveitarfélags. Einnig er unnið að samningum við íslenska ríkið sem landeiganda, en landsvæðið er innan þjóðlendu,“ segir í tilkynningunni. Hér má sjá kort af svæðinu sem nær yfir Búrfellslund.Landsvirkjun Óhefðbundið ferli á útboðinu Teljast verður óvenjulegt að ráðist sé í útboð án þess að leyfis- og skipulagsmál séu komin á hreint og er nokkur áhætta fólgin í því. Hins vegar segir að stjórn Landsvirkjunar meit áhættuna viðunandi „miðað við þá hagsmuni sem eru í húfi“ og samþykkti að fara þessa leið á fundi sínum 12. janúar síðastliðinn. Ástæðan fyrir því að þessi leið er valin er samkvæmt tilkynningunni „til að auka líkurnar á því að verkefnið geti farið að skila orku inn á raforkukerfið fyrir lok árs 2026“. Útboðsferli séu tímafrek og afhendingartími á búnaði langur. Framkvæmdaglugginn stuttur vegna veðurs Í tilkynningunni segir að áætlaður framkvæmdatími sé tvö ár en vegna veðurskilyrða sé framkvæmdagluggi verkefnisins mjög stuttur. Hann takmarkist að mestu við sumartímann, einkum uppsetning vindmyllanna. Frestun á verkþáttum verkefnisins geti því seinkað gangsetningu um heilt ár. Þá segir að útboðsferlið taki allt að átta mánuði og samhliða því sé unnið að endanlegu skipulagi verkefnisins. Vonir standi til að öll tilskilin leyfi og samningar verði í höfn þegar því lýkur. Útboðsferli klárist aðeins þegar öll leyfi hafi verið veitt og samningum lokið. „Allt að 30 vindmyllur verða í Búrfellslundi, hver og ein með 4-5 MW uppsett afl og samanlögð orkugeta verður um 440 GWst á ári. Rammaáætlun gerir ráð fyrir allt að 120 MW uppsettu afli,“ segir í tilkynningunni. Kalla eftir auknu raforkuframboði Undir lok tilkynningarinnar segir að orkuvinnslukerfi Landsvirkjunar sé nú fullnýtt og orkan uppseld. Þá sé fyrirsjáanlegt þetta ástand vari þar til hægt sé að auka orkuvinnslu. Raforkuorkuvinnslan í dag geti ekki mætt eftirspurn eftir rafmagni fyrir eðlilegan vöxt atvinnulífsins og margboðuð orkuskipti. Það sé því von Landsvirkjunar að „spaðarnir á vindmyllum fyrsta vindorkuversins á Íslandi verði farnir að snúast í lok árs 2026.“ Landsvirkjun Orkuskipti Orkumál Vindorka Skipulag Rangárþing ytra Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar vegna nýrra vindmylla í Þykkvabæ Framkvæmdir eru hafnar í Þykkvabæ vegna tveggja vindmylla, sem fyrirhugað er að rísi í september á undirstöðum þeirra vindmylla sem þar stóðu áður. Ný viðhorfskönnun sýnir að sextíu prósent íbúa í Þykkvabæ eru andvígir nýjum vindmyllum. 5. júlí 2023 22:22 Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. 23. júní 2023 09:54 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Þar segir að verkefnið hafi verið í þróun í rúman áratug og hafi verið samþykkt í nýtingarflokk rammaáætlunar í júní 2022. Sótt hafi verið um virkjunarleyfi í október sama ár með fyrirvara um afgreiðslu skipulagsmála. „Vinna við aðalskipulagsbreytingu og gerð deiliskipulags fyrir svæðið hefur staðið yfir frá desember 2022 með Rangárþingi ytra en Búrfellslundur er alfarið innan þess sveitarfélags. Einnig er unnið að samningum við íslenska ríkið sem landeiganda, en landsvæðið er innan þjóðlendu,“ segir í tilkynningunni. Hér má sjá kort af svæðinu sem nær yfir Búrfellslund.Landsvirkjun Óhefðbundið ferli á útboðinu Teljast verður óvenjulegt að ráðist sé í útboð án þess að leyfis- og skipulagsmál séu komin á hreint og er nokkur áhætta fólgin í því. Hins vegar segir að stjórn Landsvirkjunar meit áhættuna viðunandi „miðað við þá hagsmuni sem eru í húfi“ og samþykkti að fara þessa leið á fundi sínum 12. janúar síðastliðinn. Ástæðan fyrir því að þessi leið er valin er samkvæmt tilkynningunni „til að auka líkurnar á því að verkefnið geti farið að skila orku inn á raforkukerfið fyrir lok árs 2026“. Útboðsferli séu tímafrek og afhendingartími á búnaði langur. Framkvæmdaglugginn stuttur vegna veðurs Í tilkynningunni segir að áætlaður framkvæmdatími sé tvö ár en vegna veðurskilyrða sé framkvæmdagluggi verkefnisins mjög stuttur. Hann takmarkist að mestu við sumartímann, einkum uppsetning vindmyllanna. Frestun á verkþáttum verkefnisins geti því seinkað gangsetningu um heilt ár. Þá segir að útboðsferlið taki allt að átta mánuði og samhliða því sé unnið að endanlegu skipulagi verkefnisins. Vonir standi til að öll tilskilin leyfi og samningar verði í höfn þegar því lýkur. Útboðsferli klárist aðeins þegar öll leyfi hafi verið veitt og samningum lokið. „Allt að 30 vindmyllur verða í Búrfellslundi, hver og ein með 4-5 MW uppsett afl og samanlögð orkugeta verður um 440 GWst á ári. Rammaáætlun gerir ráð fyrir allt að 120 MW uppsettu afli,“ segir í tilkynningunni. Kalla eftir auknu raforkuframboði Undir lok tilkynningarinnar segir að orkuvinnslukerfi Landsvirkjunar sé nú fullnýtt og orkan uppseld. Þá sé fyrirsjáanlegt þetta ástand vari þar til hægt sé að auka orkuvinnslu. Raforkuorkuvinnslan í dag geti ekki mætt eftirspurn eftir rafmagni fyrir eðlilegan vöxt atvinnulífsins og margboðuð orkuskipti. Það sé því von Landsvirkjunar að „spaðarnir á vindmyllum fyrsta vindorkuversins á Íslandi verði farnir að snúast í lok árs 2026.“
Landsvirkjun Orkuskipti Orkumál Vindorka Skipulag Rangárþing ytra Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar vegna nýrra vindmylla í Þykkvabæ Framkvæmdir eru hafnar í Þykkvabæ vegna tveggja vindmylla, sem fyrirhugað er að rísi í september á undirstöðum þeirra vindmylla sem þar stóðu áður. Ný viðhorfskönnun sýnir að sextíu prósent íbúa í Þykkvabæ eru andvígir nýjum vindmyllum. 5. júlí 2023 22:22 Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. 23. júní 2023 09:54 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Framkvæmdir hafnar vegna nýrra vindmylla í Þykkvabæ Framkvæmdir eru hafnar í Þykkvabæ vegna tveggja vindmylla, sem fyrirhugað er að rísi í september á undirstöðum þeirra vindmylla sem þar stóðu áður. Ný viðhorfskönnun sýnir að sextíu prósent íbúa í Þykkvabæ eru andvígir nýjum vindmyllum. 5. júlí 2023 22:22
Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. 23. júní 2023 09:54
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent