Ísland og Ungverjaland mætast nú í hreinum úrslitaleik um toppsæti C-riðils. Þá þarf íslenska liðið sigur til að komast með þrjú stig áfram í milliriðil. Fjöldi Íslendinga fylgdi liðinu út en það er ljóst að Grindavík er ofarlega í huga fólks í stúkunni.
Ásamt því að flagga fána Grindavíkur þá hefur Sérsveitin, stuðningsmannasveit Íslands, sungið söngva til heiðurs Grindavíkur. Meðal annars var stuðningsfólk Íslands beðið um að standa upp fyrir Grindavík.
Hér að neðan má sjá beina textalýsingu frá leik Íslands og Ungverjalands.